Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Qupperneq 18

Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Qupperneq 18
Það gefur því auga leið, að mjög hafi það verið fátítt, að ungt fólk væri hvatt til átaka við stórræðin, þegar fátækir og umkomulausir áttu hlut að máli. En þannig var jafnvel hugsunarhátturinn, að það gæti varla talizt sanngjarnt, að þeir hugsuðu til hárra metorða og mannaforráða og auðsældar, sem engan átti farareyrinn. Var þá og svo komið fyrir meg- inþorra landslýðs, að fátæktin sem verið hafði trúföst fylgikona íslenzku þióðarinnar, hafði svo þjarmað að henni og sogið úr henni kjarkinn, að það var ekki heiglum hent að brjótast til marks eða bjóðast til forystu, sem eitt- hvert bragð væri að. Var sú skoð- un ríkjandi, að einungis fáir út- valdir réðust til slíks framtaks eða gætu af eigin rammleik hafizt til betri kjara og mannvirðnga en al menningur átti að jafnaði við að búa. í stuttu máli, það gat gjörzt í ævintýrum, að ungir menn hæfust til mannvirðinga án stuðnings mik ilsmegandi ættingja eða sterkra bakhjarla. Þó voru nú samt að skapast tímamót í þessum efnum. En enn mátti telja á fingrum sér þá lukkunnar riddara, sem vel hafði famazt og ekki brotið skip sín í þeim átökum. Það efast víst enginn um, að Helgi Benediktsson hafi verið gæddur góðum gáfum og glöggri greind samfara miklum stórhug. Þess vegna lét hann ekki svo mjög brenna sér fyrir brjósti ýmsa þá örðugleika, sem við var að etja í efnahagslegu tilliti. Mun hann og snemma hafa stigið á stokk og strengt þess heit að vinna bug á þeim Ijónum, sem hvarvetna virt- ust standa almenningi fyrir þrif- um, begar til skarar skvldi skríða. Eftir því sem ég þekkti Helga, dreg ég mínar ályktanir um, að svona muni þetta hafa verið, þvi að snemma fór hann að vinna hörð um höndum í surtarbrandsnámun- um á Tjörnesi. Ávann hann sér strax álit meðal verkamanna, sem á ýmsa lund benti til, að hann byggi yfir meiri hæfileikum og hugkvæmni en almennt gerðist. En nokkuð var það, að strax og hann hafði getu til, skráðist hann sem nemandi inn í Samvinnuskól- ann og útskrifaðist þaðan 1921. Sneri hann sér þá þegar að fram kvæmdum á sviði athafnalífsins. Hafði hann reyndar gerzt kaup- maður og útgerðarmaður í Vest- mannaeyjum árinu áður. Hefur hann verið búsettur þar síðan. Varð hann fljótt þekktur athafna- og framkvæmdamaður. Hann var mikill félagshyggjumaður um ým- is skipulagsmál útgerðarinnar. Var hann jöfnum höndum hvatamaður og einn af stofnendum fjölda slíkra félaga og starfandi í stjórn- um þeirra margra. Voru þessi sam tök æði mörg og verður sú saga ekki rakin hér. En hann lét sig varða fleira en sjávarútvegsmálin. Hér í Eyjum rak hann stórt kúa- bú um árabil. AIls staðar var Helgi áberandi atkvæðamaður, sem lét flest mál til sín taka. Hélt hann á hverju máli með fullxú djörfung. Eitt kjör tímabil var hann bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar, sem þykir jafnan mikil virðingarstaða. Það gekk á ýmsu í efnahagslegu tilliti á þessum árum. Skiptust á góðæri og háskalegir krepputím- ar, m.a. heimskrepputímar, sem hófust strax á þriðja tug þessarar aldar. Stóð sú kreppa stanzlaust nokkur ár, allt fram á tíma síðari heimsstyrjaldarinnar, til ársins 1942, en þá fór aftur að elda, og fór fjárhagur landsmanna batn- andi upp frá því. Á þessum árum var ekki heigl- um hent að halda í horfinu at- vinnulega séð. Urðu og margir fyr ir alvarlegum skakkaföllum og bú- sifjum. Báru sumir þess aldrei bæt ur og urðu enda að gefast upp. En margir börðust þó fram í rauð an dauðann, settu sjálfa sig og sína í fjárhagslega tvísýnu, en tókst svo e.t.v. einhvern veginn að klóra sig fram úr erfiðleikunum og þrauka, unz aftur komu skáiri dagar með ný verkefni og fleiri kosta völ til halds og trausts. Einn af þeim, sem hér í stærstu útgerðarstöð landsins héldu velli, var Helgi Benediktsson. Kom þá berlega í ljós, að kjark- ur hans var ódrepandi, því að nú hóf hann nýsmíði mótorskipa, sem þá var nýlunda hér. Og í skipa- stöð hans var á þessum árum byggður stærsti báturinn, sem til þess tíma hafði verið smíðaður á landi hér. Af þessu geta menn dregið þá augljósu ályktun, að þar, sem Helgi fór, var maður, sem var meira en einhamur, með allri virð- ingu fyrir okkur hinum þó, sem flesrt megum víst teljast til meðal- mennskunnar. En sá, sem hefur sig upp yfir miðlunginn, sker sig úr andlega eða athafnalega, og læt ur ekki hlut sinn fyrir neinum sinna jafningja og stéttarbræðra, ef til átaka þarf að koma. Athafna- og framkvæmdamaðurinn má oft ekki láta hlut sinn fyrr en í fulla hnefana. Þeir, sem þreyta þannig þol- raunir lífsbaráttunnar, gnæfa oft upp úr eða eru færðir í kaf, stand- ist þeir keppinaútum sínum ekki snúning. Og þá eru þeir úr leik. Engan langar til að dæmast úr leik, en slíkir menn verða oft um- deildir, enda djai'fir baráttumenn, sem höggva hvasst til beggja handa til þess að falla ekki í val- inn og verða að gleymdri þögn án viðurkenningar um Iiraustlega bar áttu, hvort sem var í sóknar- eða í varnarstríði. En umdeildir menn geta engu að síður orðið merkileg ir menn, — hetjur lífsbaráttunnar, hvort sem þeir eru þjónar ríkisins, einkaframtaks, félagslegra sam- taka eða sjálfs sín húsbændur. Þeir geta, hvort sem er, verið þjón ustumenn lýðsins, jafnframt sem þeir vinna sjálfum sér, eins og hver maður þarf að gera. Þessir menn standa áberandi í fylkingarbrjósti, hvar sem þeir eru. Þeir eiga einurð og kjark til að ganga út í raunir og tvísýnu stórræðanna, jafnvel ötulast og með mestri baráttugleði, þegar liarðast skerst í odda. Þá er líka teflt upp á líf og dauga, ekki ein- asta sín eða sinna vegna, heldur fyrst og fremst er þá e.t.v. teflt um djörfustu hugsjónir, — þær hugsjónir, sem lifðu með þeim og uxu upp með þeim, frá því að þær mótuðust fyrst í bernsku og á æsku skeiði. Hver heilbrigður maður þarf líka að vera maður í sjálfs sín augum. Verður hann þá líka betri maður að meiri, — eins kon- ar sigurvegari í öllu, sem máli 'skiptir, — sigurvegari, jafnvel í ósigrinum. Helgi átti mörg hugðarefni. Hann sótti margt sér til yndis og ánægju í íslenzkar og erlendar bók menntir og var mjög ljóðelskur. Hann var líka ritfær í bezta lagi og birtust margar greinar eftir hann í ýmsum blöðum landsins. Hann var óvenjulega minnugur á allt, sem liann las, fljótur að gera sér skýra grein fyrir hlutun- um, enda var hann hvorki hálf- volgur né hræddur við að taka 18 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.