Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Page 23

Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Page 23
MINNING Guðrún BjarncLís Þorvaldsdóttir frá Höfða á Vatnsleysuströnd Fædd 4. nóvember 1881. Dáin 14. mai 1971 Elsku amma mín, nú þegar leið- ir okkar skilja langar mi« að mmn ast þin með örfáum skilnaðarorð- um. sem eiga að vera þakklæti fyr- ir þá tryggð sem þú' barst æt'ð í huga til mín. Ég minnist þess, þeg- ar ég lítil stúlka fór suður að Höfða til að dveljast þar lengri eða skemmri tíma hjá ykkur afa, það var alltaf hlýtt og gott að koma til ykkar. Og ekki var gleðin og hlýj- an minni til okkar systkinanna er við fluttumst ásamt foreldrum okk ar að Höfða árið 1959. Það hafðj alla tíð verið mann- margt í Höfða þó bærinn væri lít- ill og ekki amstur og vesen þó eitt- hvað bjátaði á. Þau amma og afi höfðu alið upp fimm fósturbörn auk sinna fimm barna, þess vegna voru viðbrigðin lítil þó nú bættust við fimm óþekkir krakkar í litla bæinn, en tvær systur mínar voru þá orðnar búsettar í Reykjavík. Eftir að ég giftist kom ég oft að Höfða og spiluðum við amma þá oft á kvöldin, en það var hennar yndi og gleði, og var þá margt skrafað, hún bar hlýhug til allra, hún var liæglát, greind og vel hag- mælt kona. Ó. elsku amma mín, hvað ég met það mikils, að hafa fengið að vera hjá þér þá síðustu daga sem þú lifðir. Ég og fjölskylda mín biðjum góðan guð að leiða þig og styrkja á þeirri göngu sem nú er hafin hjá þér. Blessuð sé minning þin og hafðu beztu þökk fyrir allt. Anna. f Himnar, vindar, höfin, lönd, hvað, sem myndar drottins hönd, þinni bindi unun önd, ofins linda fögur strönd. Nýlega var til moldar borinn frú Guðrún Þorvaldsdóttir fr'á Ilöfða. Þessarar merku konu langar mig til að minnast með fáum orðum að skilnaði. Hún fæddist í þennan heim 4. nóvember árið 1881 ■ pví fagra héraði Borgarfirði, og var þvi kom in fast að níræðu, þegar hún lézt, eftir mánaðar sjúkdómslegu. Ólst hún upp í stórum systkinahópi og eins og títt var í þá daga fór hún ung að vinna fyrir sér Vistaðist hún þá fyrst að Grímsstöðum og síðan að Borg á Mýrum og var þar í fjögur ár. Siðan mun hún hafa verið í Borgarnesi. Áx-ið 1909 í'éð- ist hún suður á Vatnsleysuströnd í það byggðarlag, sem á svo maiga lund var ólíkt Iiennar heimahög- um, til ungs manns, sem þar bjó með foreldrum sínum, öldnum. Sá maður var Þórarinn Einarsson bóndi. Þetta taldi hún rnesta lán sinnar ævi, því að í október 1910 kvæntust þau Þórarinn. í sextíu ára sambúð þeirra bar ekki skugga á. Samheldni og umhyggja ein- kenndi þeirra. veg. Með orðunum „Mitt er þitt og þitt er mitt“ má svo sannarlega lýsa sambuð þeiri-a. Þórarinn stundaði bæði búskapt og sjómennsku, svo að til þess að samrænxa þessi erfiðu störf, lagði húsfreyjan oft rnikið á sig. Vertíð- armenn voru og stundum margir og var þá í mörg horn að líta. En alltaf var það sama rólega yfir- bragðið sem þessj kona með sér- kennilegu glampandi augun sýndi. Hún átti sérstakar gáf- ur til að bera, svo miklar, að við sem henni kynntumst, undruð umst oft þvílíkan brunn fróð- leiks og vizku hún geymdi. Hag- rnælt var hún og vel, og voru vís- unar, sem hún kvað um Höfða að skilnaði, þetta síða'Sta framlag hennar til gamla Braga, fagurt vitni um orðkynngi hennar og hugsanir. Virkur þátttakandi var Guðnin í félagsmálum sveitar sinn ar. Hún var ein af stofnendum Kvenfélagsins Fjólu, og sat oi't fundi kvenfélagssambands Suður lands Fimrn börn eignuðust þau Þór- arinn, mannvænleg og góð börn, og fimm voru fósturbörnin, því a'ð nóg var hjartarýmið i Höfða. þó að ekki væri hátt til lofts og vítt til veggja. Með kveðju, sem ein af hinum kæru fósturdætrum sendi lil móður sinnar lýsir hún þeirri ást. sem hún naut hjá henni. Ég segi móður, vegna þess. að þau Þórarinn voru fósturböi'num sínum ekki síður faðir og móðir en börnum þeirra Sjálfra. Þessi tíu eru þau börn, sem alin voru upp að fullu í Höfða, en öll þau börn og allir þeir smælingjar, sem þar áttu athvarf um lengri eða skemmri tíma þar, treysti ég mér ekki til að telja. en eitt er víst, að sá hópur var stór, Gestrisni þeirra hjónanna, Þór- arins og Guðrúnar var og viðbrugð ið. Oft rnan ég, þá lítill telpuangi, að gamla baðstofan var að kvöldi ein allshei'jar flatsæng og sunxir sváfu í tjaldi úti á túni. Matur og kaffi handa öllum, smáum og stór um, öllum var tekið jafn vel, hverra stiga sem þeir voru. Manna munur þekktist ekki þar. Svo var sungið og sagðar sögur, íarið í ÍSLENDINGAÞÆTTIR 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.