Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Síða 26

Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Síða 26
Frú Sigrídur Þriðjudaginn 25. maí s.l. var margt um manninn í Hermes. — Einhvern heyrði ég nefna, að allt að hundrað manns hefði þar borið að garði um daginn og þegið hinar rausnarlegustu veitingar hús bóndanna. Ég ber enga ábyrgð á þessari tölu, en finnst hún hins vegar ekki ótrúleg, því þennan dag átti hin vinsæla húsmóðir heimilisins, frú Sig- ríður Þorvarðardóttir, áttræðis- afmæli. Og þó að þarna væru margir mættir, báru hin fjöhncrgu heillaskeyti þess vottinn, nð fieii'i höfðu hugsað hlýtt til hennar dag- inn þann. Frú Sigríður fæddist 25. mai 1891 á Ormarsstöðum í Fol'.um i Norður-Mú lasýslu. Foreldrar hennar voru hjónin, Þorvarður læknir og alþingismað- ur, Kjerúlf og Guðríður Ólafs- dóttir, kennara Hjaltested. Þorvarður Kjerúlf, var talir.n góður læknir og hinn meikasfi maður, gáfaður og framsæk- inn umbótamaður, enda í farar- broddi um öll meiriháttar niál Héraðsins á því tímabili. Hann lézt á bezta aldri, 26. júlí 1893. Frú Guðríður var fríð kona og höfðingleg, vingjarnleg í viðmóti, látlaus í framkomu og tryggur vin ur vina sinna. Eftir fráfali Þorvarð ar læknis bjó frú Guðriður áfram á Ormarsstöðum um nokkur ár, en fluttist að-Vallanesi með dótt- ur sína árið 1899 og giftist séra Magnúsi Bl. Jónssyni. Sigríður ólst því upp í Vallanesi með stjúpsystkinum sínum, þ.e. börnum séra Magnúsar og fyrri konu hans, frú Ingibjörgu Péturs- dóttur Eggerts og einni hálfsystur og fóstursystur. Sigríður hefur því til góðra að telja, bæði að ætt og uppeldi, því án efa var Vallanesheimilið mikið menningarheimili og ungmenna- hópurinn þar glæsilegur. Á lífi eru, af þessum systkinum: Páll, lögfræðingur, séra Pétur og hálfsystirin Þorgerður, öll í Reykja vík. 80 ÁRÁ: Þorvarðardóttir Kjerúlf, HERMES, REYÐARFIRÐI Við frú Sigríður höi'um þekkzt allt frá æskuárum og aldrei fallið skuggi á þau góðu kynni. „Mér eru gömlu minni kær“. Ég minnist með hlýjum huga, Valla- nessæskunnar og raunar allra, eldri og yngri, á Norður-Vallabæjunum á þeim árum, með presthjónin í Vallanesi í broddi fylkingar. Þetta fólk myndaði eina skemmti- lega samfélagsheild, án málefna- legrar togstreitu og áreitni. Unga fólkið gjarnan dálítið sér á parti, eins og gengur. — Það á ekki alltaf, sem betur fer, samleið með því eldra, þótt gott sé. En þó að samkomulag og sam- staða sé í alla stað góð, getur þó smávegis meiningarmunur dregið dilk á eftir sér, ef ekki er í tíma að gáð. Það, sem mér er einna hugsta'ð- ast í þessu sambandi, er einmitt þáttur Sigríðar í þessu ungdóms- og æskusamfélagi. Aldrei skyldi það bregðast, að hún legði ekki að mörkum sitt milda bros, full vel- vildar og tillitssemi, að gera.gott úr öllu strax. Og það var eins og henni lægi í augum uppi, hverju sinni, réttasta og bezta leiðin. Þessi æskueinkenni, ætla ég að hafi fylgt frú Sigríði alla ævi. Ver- ið rauði þráðurinn í gifturíku lífs- starfi hennar gegnum árin, mótað heimilislíf hennar, heimilishætti og afstöðu til fjölskyldu og gesta. Frú Sigríður er lagleg kona, svip urinn heiður og hreinn og í fram- komu minnir hún mjög á móður sína, prýðilega greind og bókles- in. Hún fór í Kennaraskólann í Reykjavík, en lagði þó aldrei fyr- ir sig kennslustörf, giftist 12. ágúst 1916, Þórsteini Jónssyni á Egilsstöðum. Um áramótin 1917 var Þor- steinn ráðinn kaupfélagsstjóri Kaupfélags Héraðsbúa, en hafði áður verið aðstoðarmaður föð- ur síns við félagið, allt frá stofnun þess, 1909. Á árinu 1918 fluttust ungu hjónin til Reyðarfjarðar, því að stjórn félagsins h§fði ákveðið, að kaupfélagsstjórinn skyldi sitja þar. Félagið hafði fest kaup á ný- byggðu íbúðarhúsi, einkar laglegu. sem bar nafnið Hermes. Sigríður og Þorsteinn settust nú að í þessu húsi og liafa átt þar heima síðan, því að þegar Þor- steinn lét af kaupfélagsstjórastarfi 1961, bauð stjórn félagsins honum, að hafa þetta hús til umráða og afnota, svo lengi sem hann vildi, eða teldi sér henta og þau hafa ekki breytt til enn sem komið er, þótt börn þeirra séu öll búsett í Reykjavík og það venjulega sé, að fullorðið fólk, sem lætur af störf- um úti á landi, leggi leið sína þangað. s „Það tekur tryggðinni í skó- varp, sem tröllum er ekki vætt“. Hermes hefur verið mikið gesta- heimili í tíð Sigríðar og Þorsteins, eins konar ',Iðavellir“ og það eru ekki einungis hinar höfðing- legu veitingar, sem þar eru alltaf á boðstólum, sem gert hefur þetta heimili sérstætt í huga fjölda fólks heldur og ekki síður hið hlýja og 26 ÍSIENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.