Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Síða 30

Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Síða 30
75 ÁRA:. EINAR ÓLAFSSON, LÆKJARHVAMMI Hinn 1. maí s.l. átti Einar Ólafs- son, fyrrum bóndi í Lækjar- hvammi, sjötíu og fimm ára afmæli. Einar er af hinni lands- kunnu Flekkudalsætt, sem ekki ver'ður rakin hér. Hann fæddist í Flekkudal í Kjós, sonur Ólafs Ein- arssonar bónda þar og konu hans, Sigríðar Guðnadóttur. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum í stórum systkinahópi og vandist frá barn- æsku öllum algengum sveitastörf- um. Einar naut ekki annarrar skóla menntunar en venjulegrar barna- fræðslu, en innritaðist í skóla lífs- ins með þann góða undirbúning, sem traust menningarheimili í ís- lenzkri sveit veitti börnum sínum með afbrigðum vel og síaukið hróð ur sinn með vaxandi aldri. Um tvítugsaldur tók Einar að stunda sjóinn jafnhliða landbúnað- arstörfum eins og margir bænda- synir hafa gert íyrr og síðar. Frá 1916 til 1926 vann Einar á togur- um á vetrum, en að bústörfum á sumrum. Þannig kynntist hann af eigin raun starfi og kjörum þeirra mörgu, sem vinna að höfuðatvinnu- vegum þjóðarinnar, landbúnaði og sjávarútvegi. Einar hefur án efa verið vel hlutgengur sjómað- ur. Hann lagði til hliðar, þar sem unnt var af tekjum sínum, því að hann var í senn hagsýnn og fram- sýnn og mun alltaf hafa stefnt að því að verða bóndi, en þá var ekki giftusamlegt að þurfa að byrja búskap með tvær hend- ur tómar, enda þá ógerningur að fá lán til landbúnaðar, hvort held- ur var til að setja saman bú eða vinna að framkvæmdum. En þótt slík lán hefðu verið fáanleg, hefði Einar helzt kosið að komast af án þess að taka stór lán, af því að hann hefur aldrei talið hagkvæmt bændum að borga öðrum mikla vexti. Hinn 19. júní 1925 gekk Einar að eiga Bertu Ágústu Sveinsdótt- ur í Lækiarhvammi, hina ágæt- ustu konu, sem lézt fyrir þrem árum. Þau hjónin hófu búskap í Lækjarhvammi við Suðurlands- braut vorið 1926 og bjuggu þar síðan, unz Reykjavíkurborg lagði þá bújörð undir malbik og bygg- ingar fyrir nokkrum árum. Þau hjónin gerðu fljótt garðinn frægan. Þau höfðu mikið umleikis, ráku stórbú á þessari landlitlu, en hlýlegu bújörð inni í Reykjavík, enda sótti Einar heyskap vítt og breitt á túnum í Reykjavík og ná- grenni, ræktaði þar allmikil tún og keypti auk þess engjaland uppi í Kjós og heyjaði þar árlega mikið og flutti heyið að Lækjarhvammi. En þetta nægði ekki stórbúinu í Lækjarhvammi er fram í sótti. Ár ið 1941 keypti Einar jörðina Bæ í Kjós og hefur rekið þar bú síðan. Lengst af hafði hann kýr sínar í seli að sumrinu í Bæ og stundaði þar jafnframt heyskap, en hafði þær í Lækjarhvammi á vetrum. Eftir að Lækjarhvammsland var tekið undir byggingar lagði Einar niður kúabúskap, en á enn fjárbú í Bæ. Lækjarhvammshjónin högnuð- ust ekki á búskap sínum, þótt mik ið væri fyrir honum haft, en meira var um vert, hve vinsældir þeirra og álit uxu með hverju árinu sem leið. Var það að þakka frábærum mannkostum þeirra beggja, og hve samhent þau voru á alla lund. All- ir þeir mörgu, sem í Lækjarhvammi voru lengri eða skemmri tíma, bæði frændfólk og vandalausir, bundust vináttuböndum við þau hjón og heimili þeirra og minnast ætíð með gleði veru sinnar þar. Þar var löngum gestkvæmt, enda gott þar að koma og veitt af alúð og rausn. Hjónin í Lækjarhvammi ólu upp fósturdóttur, Þórunni, sem gift er Jóni Guðbrandssyni, dýralækni á Selfossi. Eiga þau mörg börn, sem eru mikið yndi afa síns. Eftir nokkurra ára búskap í Lækjarhvammi tóku að hlað- ast ýmis félagsmálastörf á herðar Einars. Á æskuárura var hann áhugasamur ungmennafélagi og formaður Drengs í Kjós 1920 —‘21. Einar hefur verið formaður Ræktunarfélags Reykjavíkur síðan 1942. Var kjörinn í stjórn Mjólk- ursamsölunnar í Reykjavík 1943 og hefur átt þar sæti síðan. Hann var kjörinn fulltrúi á Búnaðar- þingi fyrir Búnaðarsamband Kjal- arnesþings 1942 og ætíð síðan. Hann var formaður Ræktunarsam- bands Kjalarnesþings frá 1947— —1961 og í stjórn Búnaðarsam- bands Kjalarnesþings síðan 1961. Hann var kjörinn í stjórn Stéttar- sambanda bænda við stofnun þess 1945 og átti þar sæti þar til hann baðst undan endurkjöri 1969, átti sæti í Framleiðsluráði landbúnað- arins og framkvæmdanefnd þess frá 1947—1969 og í sexmanna- nefnd frá 1959 til þessa dags. Emar var kjörinn í stjórn Grænmetis- verzlunar landbúnaðarins 1956 og átti þar sæti til 1969. í stjórn Osta- og Smjörsölunnar hefur Einar átt sæti síðan 1958. Hann hefur verið í útgáfustjórn búnaðarblaðsins Freys síðan 1946. Eingr Ólafsson var kjörinn vara- maður Péturs Ottesen í stjórn Bún aðarfélags íslands 1963 og tók við sæti Péturs í stjórn félagsins við fráfall hans 1968, var síðast endur- kjörinn í stjórnina á Búnaðarþingi 1971 og gegnir þar ritarastörfum. 30 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.