Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Side 32

Íslendingaþættir Tímans - 13.07.1971, Side 32
70 ÁRA: ÞÓRARINN JÓNSSON TÓNSKÁLD Hann fæddist að Kastala 1 Brekkuþorpi í Mjóafirði, 18. sept ember 1900. Foreldrar hans, Jón Jakobsson og Margrét Þórðardótt- ir, voru bæði sunnlenzk en stað- festust í Mjóafirði, þar sem Jón stundaði sjómennsku aðallega. Vandist Þórarinn við sjómennsku með föður sínum og byrjaði innan fermingaraldurs að stunda sjó- róðra, eða frá 1912. Er unglings- árum lauk var hann nokkra vetur við sjóróðra í Vestmannaeyjum eða til ársins 1923. Snemma átti tónlistin hug hans allan en ekki var um mikla mögu- leika að velja til að afla sér kunn- áttu eða menntunar á því sviði, þar eð fjölskyldan var fátæk og lífsbaráttan almennt krafðist þess á þeim árum, að fólk kvikaði ekki frá henni. Þó lærði hann að þekkja nótur undir tilsögn Sigdórs V. Brekkan, sem þá var kennari í Mjóafirði og hefur það sennilega orðið tónmennt íslendinga mikið lán, þótt ekki kæmi í ljós fyrr en löngu síðar, og er vart fullþakkað enn. Þeim, sem bezt þekktu til, duld- ist ekki, að hjá Þórarni fór saman tónlistaráhugi og tónlistarhæfni og hvöttu hann því og studdu til náms. Hóf hann því tónlistarnám í Reykjavík árið 1922 hjá Þórarni Guðmundssyni, Páli ísólfssyni og Ernst Schacht, en fór árið 1924 til Berlínar til framhaldsnáms og var þar samfleytt til ársins 1950. Þar varð aðalkennari hans prófessor Friedrich A. Koch yfirkennari við Tónlistarháskólann í Berlín. Síðar stundaði Þórarinn lengi tónlistar- kennslu þar í borg auk tónsmíða og hafa tónverk hans verið flutt víða í Þýzkalandi og Tleiri löndum, m.a. í Bandaríkjunum. Til dæmis voru tveir tónlei'kar með verkum hans einvörðungu haldnir 1 Berlín árin 1936 og 1941. Eftir að Þórarinn kom heim til íslands árið 1950, settist hann að í Reykjavík og hefur búið þar síð- an og unnið aö áhugamálum sín- um. Einnig hefur hann unnið að málefnum STEFs og var kjörinn heiðursfélagi Tónskáldaféags ís- lands 1961. Kennslu og orgelleik hefur hann einnig stundað. Þekktustu tónverk Þórarins eru: Sönglög: Fjólan (Heiðbláa fjólan mín fríða), Nótt, Ave Maria, Vöggu vísa, Pastorale, Norður við heim- skaut. Karlakórslög: Lákakvæði, Ég heilsa þér ísland og Huldur. Fyrir orgel hefur hann samið Són- ötu og Sorgargöngulag. Eitt merk- asta tónverk Þórarins mun þó vera Forleikur og tvöföld fúga um nafn ið BACH, sem hann samdi fyrir einleiksfiðlu og hefur verið leikið á hljómleikum víða um heim, þá samdi hann Ólympíusöng fyrir kór og hljómsveit auk margra ann arra tónverka, sem ekki hafa ver- ið flutt hér á landi. Mikið af tón- verkum hans tapaðist af völdum stríðsins í Þýzkalandi og verður það tjón aldrei bætt. Sagt er, að snemma beygist krók urinn til þess er verða vill og má það til sanns vegar færa um Þór- arínn Jónsson. Krók hans átti að beygja til starfa og strits á landi og sjó, en þegar hlé varð á strit- inu á sjónum, sáu hinir sjómenn- irnir, að hann skrifaði nótur á ára blöðin eða innan í bátinn og hvar sem var. Var þá auðséð, að hér voru hæfileikar að fara í aðra átt en skyldi og munu Ólafur Gísla- son, faðir Davíðs Ólafssonar banka stjóra og þau hjónin Páll og Sig- fríð Þormar hafa átt mestan þátt í því, að hann dreif sig til tónlist- arnámsins, áður en það var um seinan. Það var ein gæfa íslenzkr- ar tónlistar og væri betur, að Aust firðingar þekktu gerr þennan son austfirzkra fjarða og fjalla. í tón- list hans birtist flug mannsandans og sókn til hinna hæstu miða, leit að fullkomnun og miskunnarlaus krafa um vandvirkni. Þótt segja megi, að tónlistin hafi verið uppistaðan 1 lífi Þórarins, þá er hann liðtækur á fleiri sviðum og hefur m.a. lagt stund á stjörnu- fræði og stærðfræði í frístundum sínum. Kona hans er Ingibjörg Jónsdótt ir trésmiðs og bónda í Brúnavík í Borgarfirði eystra, Bjarnasonar ættleidd af móðurbróður sínum, Stefáni Filippussyni, hinum al- kunna ferðalang og fylgdarmanni margra um hálendi og hrjóstur íslands. Vinir Þórarins óska þess, aS hann megi enn um sinn auðga tón ment íslendinga. Þjóðinni allri og Áustfirðingum óska þeir þess, að tónlist hans megi hljóma hjá þeim, betur en hún hefur gert, að hún megi bergmála þar sem hún er upprunnin. Austfirðingur. 32 Í8LENDINGAÞ/BTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.