Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Qupperneq 10
brag, risnu og skörungsskap, svo
sem hún á kyn til. Þau hjón eign-
uðust tvær dætur og einn son, og
er sonur þeirra Hjörtur Hjartar,
framkvæmdastjóri skipadeildar
S.Í.S. Svanhildur var elskuleg
kona og myndarleg í sjón og raun
og bjó hún bónda sínum, sem var
henni svo ástríkur, umhyggjusam
ur og nærgætinn eiginmaður, að á
betra varð ekki kosið, gott og fall-
egt heimili. Þau eignuðust aðeins
eitt barn, Ólaf Ragnar, sem nú er
maður jrjóðkunnur og lektor við
Háskóla íslands. Frú Svanhildur
snennna heilsuveil, og var það
þeim feðgum sár raun, hve oft
hún varð þjáð að dvelja í sjúkra-
húsum fjarri heimili sínu — og
það var þeim mikill missir, þá er
hún lézt eftir iangvarandi þján-
ingar sumarið 1966 — aðeins rúm-
lega fimmtug. 'Haiur Ragnai vai
foreldrum sínum góðnr -or ui þeg
ar á bernsku- og unglingsárum,
reyndist fágætlega reglusamur og
duglegur námsmaður og að sama
skapi áhugasamur um öil almenn
mál. Urðu þeir feðgai sérlega sam-
rýndir og ræddu landsins gagn og
nauðsynjar sem jafnaldrar og jafn-
réttháir vinir og félagar, hvað sem
leið deilum flokka og forystu-
manna í þjóðmálum, og þarf ég
engum getum að því að leiða, að
Ólafi Ragnari hafi orðið ærið mik-
ið um fráfali þess drengskapar-
manns, sem var honum allt í senn,
ástríkur faðir, vinur og félagi.
Grímur hafði ekki bein afskipti
af bæjarmálum á ísafirði fyrr en
árið 1934, enda voru þar forsvars-
menn þess flokks, sem hann
fylgdi, Alþýðuflokksins, aðrir eins
skörungar og séra Guðmundur frá
Gufudal, sonur hans Haraldur og
Vilmundur Jónsson og Finnur
Jónsson. En ýmis félagsmál lét
hann sig miklu skipta. Hann var
áhugamaður um íþróttir og stofn-
aði íþróttafélag ísafjarðar og einn-
ig glímufélag — enda síðar frum-
kvöðull að þvi, að ísfirðingar eign-
uðust sundhöil og var umsjónar-
maður með byggingu hennar:,
hann vann mikið að félagsmálum
iðnaðarmanna og var um skeið for
maður Iðnaðarmannafélags ísa-
fjarðar. í bindindishreyfingunni
var hann virkur félagi og stofnaði
sem áður getur dýraverndunarfé-
lag. Lengi var hann í sóknarnefnd
og var þegar fram í sótti f stjórn
Alþýðuflokksfélags ísafjarðar og
um árabil formaður þess. Frá
1934—1953 var Grímur siðan í
bæjarráði eitt kjörtímabil og ann-
ars oftast varamaður. Hann var
mikill áhugamaður um atvinnu-
mál, átti frumkvæði að stofnun út-
gerðarfélagsins Njarðar, var í
stjórn fyrstu rækjuverksmiðju á
ísafirði 1936, og einnig stóð hann
að hlutafélaginu Hávarði.
Kynni okkar Giáms hófust í rak-
arastofunni. Milli hennar og þess
húss, sem Bókasafn ísafjarðar var
í, var eins eitt hús, og fram hjá
henni lá leið mín í safnið og úr
því. Brátt gerðist ég oftar gestur
í rakarastofunní en þegar ég þurfti
að n.ióta þjónustu rakarans — og
þar komu ýmsir verkamenn og
sjómenn — einkum eftir að krepp
an mikla dundi yfir — sem ekki
létu klippa sig eða raka, og var
þar margt talað og ýmsar fréttir
sagðar, bæði örugglega sannar og
samkvæmt vafasömum heimildum.
Grímur tók gjarnan þátt í umræð-
um og gerði sínar athugasemdir
við flutning hinna ýmsu frétta.
Varð ég þess brátt vis, að hann
hafði mikinn áhuga á þjóðmálum
og Iiögum almennings í bænum,
en einnig komst ég fljótlega á snoð
ir um, að hann var glöggur mann-
þekkjari og gæddur óvenjulega
næmu skopskyni. Ilann var og auð
heyrilega laus við ofstæki gagnvart
mönnum og málefnum og unni
þeim sannmælis, sem höfðu aðrar
skoðanir en hann eða voru að
meira eða minna leyti gallagripir.
Og ekki leið á löngu, unz ég komst
að raun um, að ýmsir þeirra, sem
telja mátti smælingja, leituðu til
hans um ráð og fyrirgreiðslu —
og elíki án árangurs. Hann var og
oftast gleður og reifur og kunni
mjög vel að stilla skap sitt. Við
urðurn svo fljótlega góðkunningj-
ar og þá er samstarf okkar hófst
um bæiarmá! 1934, tókst með okk-
ur sú vináíta, sem ég hef áður á
Uiinnzt.
Við Hannibal Valdimarsson höfð-
um um tólf ára skeið forystu Al-
þýðuflokksins á ísafirði í bæjar-
stjórn — og gjarnan í orrahriðum
á öðrum pólítískum mannfundum,
ef þirigmenn flokksins voru þar
ekki viðstaddir, og auðvitað áttum
við náið samstarf um störf og
stefnu. Hvernig, sem á því kann að
hafa staðið, hlóðust á mig mörg og
allveigamikil störf — ekki aðeins
í );>æjarstjórn og skólanefnd, held-
ur og á sviði atvinnulífs og úrræða
á verstu tímum, sem yfir þjóðina
hafa komið i minu minni, þar eð
saman fór lítill fiskafli, lágt verð
á fiski og sölutregða. En sannar-
lega vissi ég, að mig skorti mjög
þekkingu á ýmsu, sem taka þurfti
afstöðu til — og að sitthvað, sem
virtist smámál og ef til var það, gat
orðið afdrifaríkt, ef það var ekki
tekið réttum tökum. Ég gerði mér
því að reglu að ræða ýmis mál 1
einrúmi við menn, sem ég taldi
hafa þar eitthvað skynsamlegt
fram að bera, og þó að ég segi
sjálfur frá, hafði ég nokkra hæfi-
leika til að vega og meta rök og
þekkingu þeirra, sem ég leitaði til.
Og til engra leitaði ég jafnoft og
til Gríms Kristgeirsonar. Hann var
hagsýnn, bar gott skyn á margt
verklegt, og því mátti fyllilega
treysta, að hann væri velviljaður
og segði ekki annað en það, sem
hann teldj réttast, þorði líka, ef
nauðsyn krafði, að taka afstöðu,
sem — að minnsta kosti í bili —
virtist ekki flokkslega líkieg (il
vinsælda. Og hugkvæmni hans og
áhugi um framkvæmdir og úr-
ræði í atvinnumálum var mér og
öðrum samstarfsmönnum hans
mikill styrkur og bæjarfélaginu
gagnlegur. Ilann átti til dæmís —
eins og áður er drepið á — frum-
kvæði að jafnþarfri framkvæmd
og stofnun útgerðarfélagsins Njarð
ar, sem flestum virtist í fyrstu
óhugsanlegt, sakir fjárskorts bæj-
arfélagsins og þeirra, sem lögðu
sinn skerf til þess fyrirtækis. E'kki
var hætt við, að Grímur væri þar
eða annars staðar að ota sínum
tota eða trana sér fram. Hann lét
lítt til sín taka á fundum og ekki
nema hann hefði eitthvað sjáif-
stætt og sérst.ætt til málanna að
leggja — og var þá jafnan stutt-
orður. Eitt sinn hafði ég orð á þvf
við hann, að hann væri að þessu
leyti of lilédrægur. Iiann svaraöi:
„Til hvers ætti ég að láta móðan
mása? Þeir duga okkur víst á því
sviði, túlarnir á ykkur Hannibal''
Það, sem ég hef sagt í þessu
greinarkorni um vin minn Grim
Kristgeirsson látinn, er sízt um of.
Hann var lilýr, bjartsýnn og ein-
lægur drengskapai-- og manndóms-
maður, v og vona ég að geta gert
minningu hans og samskipta okkar
betri skil, ef mér endist til þess
aldur að skrifa rækilega um veru
mína og störf á ísafirði.
Guðmundur Gíslason Hagalín.
f
10
ÍSLENDINGAÞÆTTiR