Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Qupperneq 11

Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Qupperneq 11
Mánudaglnn 26 apríl 1971 fór fram frá Príkirkiunni í Reykjavík útför Gríms Kristgirssonar, rak- ara, sem um langt skeið átti sæti í bæjarstjórn ísafjarðar fyrir Al- þýðuflokkinn. Ilann sat fyrst í bæj arstjórninni sem varafulltrúi á ár- unum 1934—1938, en aðalfulltrúi var hann frá árinu 1938 og þar til hann flutti, ásamt fjölskyldu sinni, til Reykjavíkur árið 1953. Hafði Grímur þá verið búsettur á ísafirði síðan árið 1920, en þá réði hann sig þangað til lögregluþjóns- starfa. Grímur heitinn fæddist þ. 20. september 1897 að Bakkakoti í Skorradal. Foreldrar hans voru Kristján Jónsson bóndi og kona hans Guðný Ólafsdóttir. Átti hann heima í Borgarfirði til ársins 1913, en 1913—15 var hann við bústörf hjá foreldrum sínum að Lækjar- hvammi í Reykjaví'k, og á árunum 1915—20 stundaði harni ýmsa al- genga vinnu. Ég minnist Gríms fyrst frá lög- regluþjón árum hans. Þá var ég barn að aldri, en man þó vel, að þessi myndarlegi og góðlátlegi maður í einkennisbúningi ávann sér traust hjá mér með hlýlegu við móti og gamansemi. Það var áreið- anlega ekki hægt að nota hann sem grýlu á íslenzku börnin, sem þá voru að alast upp. Síðar átti ég eftir að kynnast mannkostum hans enn betur. í mörg ár fór ég til hans á rak- arastofuna til þess að fá klippingu. Þar var oft margt um manninn, og jafnan rætt frjálslega um hlutina. Lengi var ég aðeins áheyrandi að þeim umræðum, en lærði margt af þeim.,Grímur hafði yndi af að rök- ræða um hugðarefni sin, bæði við pólitíska samherja og andstæð- ing. Að því kom svo árið 1942, að ég var kosinn í bæjarstjórn tsa- fjarðar, og áttum við Grímur náið og gott samstarf í bæjarstiórninni upp frá því, þar til hann flutti frá ísafirði. Kom ég þá oft á stofuna til hans — ekki til þess að eiga Við hann viðskipti, heldur til þess að ráðgast við hann sem félaga og samheria o« er mér liúft að minn- ast þess. alltaf fór vel á með okkur, og hóttj mér jafnan vel ráð- ið þeim málum. sem Grímur heit- inn átti blut að að ráða til lykta. Á bæiarstjórnarárum Gríms átti hann jafnan sæti í framfærslu- nefnd og eitt kjörtímabil I bæjar- ráði. Hann lét ýmis félagsmál mik- ið til sín taka, var m.a. formaður og stofnandi íþróttafélags og dýra- verndunarfélags, og lengi var hann formaður Iðnaðarmannafé- lags ísafjarðar. Einnig var hann í spknarnefnd og starfaði í góðtempl arareglunni. Hann var áhugasamur og hug- kvæmur, og lét ekki sitja við orð- in tóm, þegar honum datt eitthvert úrræði í hug, t.d. í sambandi við atvinnumál. Nokkru fyrir síðar stríðið átti hann þannig ásamt Guðmunli G. Hagalín og Katli Guð mundssyni frumkvæði að stofnun útgerðarfélagsins Njarðar hf., SCIxi lét byggja fimm 15 rúml. vélbáta, Dísirnar. Átti félagið síðan um langt árabil drjúgan þátt í því að Skapa atvinnu á ísafirði og efla starfsemi kaupfélagsins. Einnig vann hann að stofnun fyrstu rækju verksmiðjunnar á ísafirði, og var í stjóm hennar, og drjúgan þátt átti hann í stofnun hf. Hávarðs sem gerði út togarann Hávarð ís- firðing, síðar Skutul. Á stríðsárunum var hafizt handa um byggingu á ísafirði sem í er sundlaug, fimleikasalur og bóka- safn, og síðar var þar bætt við byggðasafni. Þá var mjög erfitt um allar byggingaframkvæmdir vegna skorts á byggingarefni, og fluttningserfiðleika. Grímur átti sæti í byggingarnefnd sundhallar- innar, og var hann fenginn til þess af hálfu bæjarstjórnar að hafa með höndum framkvæmdarstjórn bygg ingarinnar. Einnig hafði hann með að gera byrjunarframkvæmdir við byggimgu húsmæðraskóla og stækkun gagnfræðaskólans, og var starf hans til þess að flýta fyrir því, að þessar byggingar allar kom ust í gagnið. Grímur var hispurslaus og hrein- skiptinn, og er hann hafði tekið eitthað að sér, gekk hann að hlut- unum af eiiusemi og kappi. Ég minnist með ánægju okkar góðu kynna og samstarfs, og ég veit, að þótt nú séu liðin 18 ár síðan hann hvarf suður til Reykja- víkur frá starfsvettvangi sínum á ísafirði, þá er hans minnzt þar með hlýhug og þakk'æti af öllum, sem hann þekktu. Grímur heitinn kvæntist árið 1939 Svanbild’ Ólaf=dóttur Hjartar frá Þingevri. Þau eivnuðust emn son, Ólaf Ragnar, sem nú er kenn- ari við Háskóla íslands. Svanhildur átti við vanheilsu að stríða, en Grímur ai -Nðist hana af ástúð og nærfærni þí.-r til hún and- aðist árið 1966. Nú er Grímur l jálfur allur. Með honum er horfinn mikill mann- kostamaður og drengur hinn bezti. Samferðamenn hans á lífsleiðinni munu jafnan minnast hans, þegar þeir heyra góðs manns getið. Ég votta syni hans, og öðrum ættingjum, innilegustu samúð. Birgir Finnson. f Grímu’’ Kristgeirsson rakari var einn þeiira manna, er settu svip á ísafjarðarbæ, þegar ég fór fyrst að kynnast höfuðstað Vestfjarðar, eins og stundum er sagt. Hann var Borgfirðingur að upp- runa fæddur að Bakkakoti í Skorradal 29. september 1897. Ár- ið 1920 fluttist hann til ísafjarð- ar. Þar var hann lögregluþjónn í fjögur ár en síðan opnaði hann rakarastofu og stundaði iðn sína þar til ársins 1953 að hann flutt- ist úr bænum. Alþýðuflokkurinn á ísafirði átti sér þjóðkunna skörunga að for- ustumönnum á þessum árum. M4 þar nefna séra Guðmund Guð- mundsson, sem kenndur var við Gufudal, Harald son hans, síðar ráðherra, Vilmund lækni Jónsson, síðar landlækni. Finn Jóns- son, síðar ráðherra og svo síðar Guðmund Hagalín rit- höfund. Þeir Alþýðuflokksmenn náðu meirihluta i bæjarst’órn ísafjarðar um miðjan þriðia tug aldarinnar og höfðu bá mörgu að sinna. Þeir stofnuðu bökunarfélag og Kaunfélag fsfirð- inga, komu unp siúkrahúsi og stofnuðu Samvínnufélag tsfirð- inga sem um skeið var bvðingar- mesta undirstaða atvinnulifs i bæn um og áttu hlut að og báru ábyrgð á fícjii útgéi'ðarfyrirtækirm. Voru hörð átök um margt af þessu og oft barizt óvægilega um bæiar- málin. Grímur Kristgeirsson var bæiar fulltrúi Alfiýðuflokksins árin 1934 —1953. Hann var aldrei fremsti baráttumaður flokk=ins. en hann var traustur maður rætinn og hygginn og bvgg és að það bafi verið miöc mik’ls virði fyrir þann flokk, sem stóð fvrir uppbvggingu bæjarins, að njóta Iiani. Þess verð- ur og að gæta og geta, að Grímur var hugsjónamaður um íþi-óttir, fé- ÍSLENDINOAÞÆTTIR 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.