Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Page 12
lagsllf og félagslega menningu og
þætti þess í stjórn bæjarins.
Ég kynntist Grími fyrst vegna
starfa hans í bindindishreyfing-
unni, en þar var hann traustur og
áhugasamur. Það var í samræmi
við lífsskoðun hans og alla gerð.
Hann var mannvinur, sem hvar-
vetna vildi stuðla að mannheillum,
en þar sem hann var greindur og
raunsær duldist honum ekki hver
bölvaldur áfengið er.
Árið 1939 kvæntist Grímur Svan
hildi Ólafsdóttur Hjartar frá Þing-
eyri. Þegar Hjörtur bróðir hennar
var orðinn kaupfélagsstjóri okkar
Önfirðinga hafði ég margt saman
við hann að sælda og kynntist þá
meðal annars heimili foreldra
hans á Þingeyri. Ólafur Hjartar er
maður hlýr í viðmóti og félagslynd
ur. Sigríður kona hans er gerðar-
leg kona og skörungleg, falslaus og
vinur vina sinna. En því nefni ég
þetta hér, að mér fannst Svanhild-
ur sameina skemmtilega og góða
eiginleika foreldra sinna beggja.
En hún veiktist af berklum strax
í æsku eða bernsku og var heilsu-
tæp alla tíð upp frá því þar til
hún andaðist árið 1966. Einkason-
ur þeirra Gdms er dr. Ólafur
Ragnar.
Grímur Kristgeirsson andaðist
19. apríl s.l.
Þegar ég lít yfir farinn veg og
minnist Gríms rakara og heimilis
þeirra hjóna á ísafirði vakna þar
góðar minningar. Þeir var gott að
kynnast. Frá þeim stafa góð áhrif
og mannbætandi.
Því minnist ég Gríms Kristgeirs-
sonar.
Halldór Kristjánsson.
f
Áður en gengið var til dagskrár
i fundi Bæjarstjórnar ísafjarðar
18. apríl minntist forseti bæjar-
ítjórnar, Jón Á. Jóhannsson. Gíms
Kristgeirssonar, fyrrverandi bæj-
srstjórnar- og bæjarráðsmanns,
sem lézt 19. apríl og mælti á þessa
leið:
Grímur Kristgeirsson, fyrrver-
andi bæjarfulltrúi og bæjarráðs-
maður á ísafirði, andaðist í Reykja
vík 19. þ.m. Hann fæddist að
Bakkakoti í Skorradal 29. septem-
ber 1897. Foreldrar hans voru þau
hjónin Guðný Ólafsdóttir og Krist-
geir Jónsson. Á áriuu 1920 flutti
Grímur til ísafjarðar og átti þar síð
an heima til ársins 1953 að hann
flutti til Reykjavíkur. Fyrstu fjög-
ur árin sem hann átti heima á ísa-
firði var hann lögregluþjónn í
bænum og fórst það starf mjög
vel. 1924 opnaði hann rakarastofu
á ísafirði og vann síðan áð þeirri
iðn þar til hann flutti úr bænum.
Á ísafjarðarárum sínum vann
Grímur mikið að opinberum mál-
um. Hann var Bæjarfulltrúi Al-
þýðuflokksins frá 1934 til 1953.
Fyrstu 4 árin var liann varabæjar-
fulltrúi og eitt kjörtímabil átti
hann sæti í bæjarráði. Hann átti
sæti í ýmsum nefndum innan bæj-
arstjórnarinnar. Hann var einn af
aðalhvatamönnum að býggingu
Sundhallarinnar á ísafirði og fylgd
ist með byggingu hennar f.h. bæj-
arstjórnarinnar, og mjög áhuga-
samur var Grímur um stækkun
Gagnfræðaskólahússins og hann
fylgdist einnig með þeirri bygg-
ingu. Þegar hlutafélagið Njörður
var stofnað var hann einn af aðal-
hvatamönnum þess, og hann átti
sæti í stjórn fyrstu rækjuverk-
smiðju hér í bænum.
Að öðrum félagsmálum varwfl
Grímur mikið t.d. í íþrðttafélagi fe
firðinga, Iðnaðarmannafélaginu,
Sóknarnefnd ísafjarðar og Dýrífc*
verndunarfélagi ísafjarðar.
^ Grímur var kvæntur Svanhildi
Ólafsdóttur Hjartar, frá Þingeyri,
hinni ágætustu konu. Hún andað-
ist 1966. Þau eignuðust eitt barn,
Ólaf Ragnar, mikinn náms og
gáfumann, sem nú er lektor við
Háskóla íslands.
Grímur Kristgeirsson var hygg-
inn maður og raunsær, sem ekki
rasaði um ráð fram í sambandi við
þau málerfni sem honum var falið
að vinna að. Mér fannst hann jafn-
an gera sér ljósa grein fyrir flest-
um hliðum hvers máls, og raun-
verulega vinna málin, en slíkt er
hygginna manna háttur. Hann var
áhugasamur og farsæll bæjar-
stjórnarmaður.
Um leið og ég votta syni Gríms,
Ólafi Ragnari, einlæga samúð bíð
ég háttvirta bæjarfulltrúa að votta
minningu Gríms Kristgeirsson-
ar virðingu sína með því að rísa
úr sætum.
MINNING
Kveðja frá vinum
Jóhannes Trvggvi Sveinsson
F. 13.9. 1949.
D. 18.7. 1971.
Kæri Jói.
Þegar allir endar á okkar lífs-
leið, sem lausir voru, loks voru
hnýttir sínum endahnúti, lífið og
hamingjan brosti við ökkar gaman
og alvöruleikjum, brestur einn
strengur, er hvað traustastur þótti,
og fyllir líf okkar því ólýsanlega
sálarlosti að tunga okkar er sem
rammfjötruð. Um leið falla um
huga ökkar fossar sárra spurninga,
sem ekki fást svarað. Á samri
stundu kippir burtför þin okkur
úr heimi kæruleysis og vellíðan
i heim grárrar alvöru, sársauka og
saknaðar, sem mun einkenna líf
okkar í náinni framtíð, unz eyðing-
aröfl tímans haf« sðríið hæstu
tinda.
KvðícUtundir liðu svo geyst, því
að við vorum alltaf að leita. Við
rerum á djúp sálarinnar og furð-
ur efnisheimsins voru kannaðar.
Svo margt var gert sér til dund-
urs í Sóltúninu. Nú, þegar þessi
bönd hafa orðið fyrir slíkri
áreynslu og eftir titra veikir þræð
ir, þá ætlum við að hlúa að þeim
í krafti góðra minninga, og láta
12
ÍSLENDINGAÞÆTTIR