Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Síða 23

Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Síða 23
MINNING LÁRUS GUÐMUNDSSON SKIPSTJÓRI Það voru regnskúrir íösludag-' inn 2. júlí s.l., er séra Hjalti Guð- mundsson hringdi til mín og til- kynnti mér lát vinar míns og fé- laga, Lárusar Guðmundssonar, skipstjóra. Sannarlega var þetta dapur dagur fyrir okkur íbúa Breiðafjarðar, því nær 40 ár eru liðin, síðan Lárus hóf ferðir á „litla Baldri“ um fjörðinn og hef- ur síðan þjónað þessu byggðarlagi óslitið. Hann er því orðinn stór hópurinn, sem Lárus hefur ferjað með Baldri og öllum skilað heil- um í höfn. Lárus Guðmundsson fæddist í Stykkishólmi 26. ágúst 1919, sonur hjónanna Guðrúnar Einarsdóttur og Guðmundar Jónssonar frá Narf eyri. Móður sína missti Lárus mjög ungur, en faðir hans kvæntist aftur, Kristínu Vigfúsdóttur, og reyndist hún börnunum sem hin bezta móðir. Lárus stundaði nám við hérðasskólann á Laugarvatni og skaraði þar mjög fram úr í íþróttum og þó einkum í sundi. Setti hann þá mörg skólamet í þeirri grein, sem stóðu lengi. Eins og áður er sagt, hneigðist hugur Lárusar snemma að sjónum og um 10 ára aldur hóf liann störf á „litla Baldri“ hjá föður sínum, að Sandprýði til Guðbjargar og Þorkels, og mat hún þau mikils. Hún var svo lánsöm að leiðir hennar og Jóns Einarssonar lágu saman. Þau eignuðust eina dóttur, Ásbjörgu, sem var þeirra mikla aðstoð við heimilið. Sesselja var rnjög barngóð og voru oft börn hjá henni tíma og tíma, og er ekki of sagt, að varla var hægt að láta þeim líða betur en hjá henni. Ég vil þakka það, sem hún hefur hjálpað mér, en það verður aldrei full þakkað. Hún lézt í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 25. maí s.l. Blessuð sé minning hennar. Vinkona. sem var skipstjóri. Veturinn 1941— 1942 var hann á skipstjóranám- skeiði á Siglufirði og lauk þaðan prófi um vorið. Tók hann þá strax við skipstjórn á Baldri. Lárus var farsæll skipstjóri og öll þau ár, sem hann stóð á stjórn- palli Baldurs í misjöfnum veðrum milli skerjanna á Breiðafirði, þá kom hanu alltaf skipi og skips- höfn farsællega heilum í höfn. Það var því mikið lán fyrir alla Breiða- fjarðarbyggð að hafa haft á flóa- bát sínum slíkan skipstjóra sem Lárus Guðmundsson, en hann gegndi því starfi til dauðadags. Auk þess að vera skipstjóri, var Lárus nú síðustu árin framkvæmda stjóri útgerðar Baldurs. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Stykkishólm: sat í hrepps- nefnd, hafnarnefnd, stjórn Báta- tryggingar Breiðafjarðar o.m.fl. Lárus tók virkan þátt í stjórn- málum og barðist ætíð fyrir hug- sjón jafnaðarstefnunnar í Alþýðu- fiokknum. Hann átti sæti á lista flokksins bæði í sveitarstjórnar- og alþingiskosningum og nú síðast í vor. Lárus var hlýr og einlægur mað- ur í öllu viðmóti og mátti aldrei vamm sitt vita í neinu í viðskipt- um sínum við aðra, hvort heldur þeir voru honum kunnugir eða ekki. Allt varð að vera hreint og Ijóst og engu skyldi leynt, þar mátti ekki vera misskilningur eða misklíð. í öllu sínu starfi hugsaði hann fyrst og fremst um, að allt færi sem bezt úr hendi. Lárus var mikill trúmaður eins og títt er um þá, sem stunda sjó- inn. Þótt hann hafi ekki oft sótt kirkjur, hygg ég, að trú hans hafi ekki verið minni fyrir það, enda hafði hann oft orð á því, hvað hin æðri máttarvöld hefðu oft leið- beint sér á erfiðum stundum. Þar sem Lárus Guðmundsson fór, þar fór góður drengur. Hann var skemmtilegur maður og ræðinn, átti gott með að eign- ast vini og kunningja, þrátt fyrir hæverzku og hlédrægni, enda var hann vinfastur maður. Árið 1945 kvæntist Lárus eftir- lifandi konu sinm, Björgu Þórðar- dóttur Benjamínssonar bónda ur Hergilsey, og voru þau hjón mjög samhent. Þau hafa búið allan sinn búskap hér í Stykkishólmi. Þeirn vai'ð 5 barna auðið, sem öll eru á lífi og 2 yngstu dæturnar innan við fermingu. Börnin eru: Guð- mundud, Sigríður, Kristín Guðrún, Bryndís og Nanna. Stjórn flóabátsins Baldurs þakk ar honurn langt og gott starf i þágu félagsins og byggðarlagsins og vott ar fjölskyldu hans sína dýpstu samúð. Um leið og ég kveð góðan vin og samstarfsmann, sendi ég og fjölskylda min, konu hans og börn um, okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum algóðan guð að blessa þau og veita þeini styrk. Asgeir P. Ágústsson. f Burtu var kvaddur í broddi lífsins, Lárus Guðmundsson, lýðum kunnur. Baldri er stýrði um Breiðafjörðinn lengi og vel við lofstýr góðan. Ungur að árum ást hann festi, djúpa við rán og dætur hennar. Báru þær hann á brjóstum sínum, dilluðu honum daga og nætur. Brattar eru bárur ^Breiðafjarðar, sker og eyjar og skarpir strsKuiar . ÍSLENDINGAÞÆTTIR 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.