Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Side 25
MINNING
Guðni V. Þorsteinsson
„Það gerist ekki neitt, þó að
gamalmenni deyji“ sagði slkáldið
þó fór svo þegar Hjörtur Pálsson
hringdi til mín, að kveldi föstu-
dagsins 18. júní og sagði mér lát
afa míns, Guðna Þorsteinssonar, að
mér fannst sólin missa ljóma sinn
og yl, og bárurnar við ströndina
verða eitthvað svo þungar og dökk
brýndar, sízt mundi Guðna þó
hafa verið vol að skapi.
Guðní Vilhjálmur Þorsteinsson
fæddist í Jarlstaðaseli á Fljóts-
heiði 2. júlí 1883, foreldrar hans
voru Guðrún Guðnadóttir og Þor-
steinn Þórsteinsson. Móður sína
missti hann, þegar á fyrsta ári
ævi sinnar, og leystist þá heimil-
ið upp. Guðni var tekinn í fóstur
af hjónunum Sigurbjörgu Sigurð
ardóttur og Illuga Friðfinnssyni í
Heiðarseli á Fljótsheiði, bæði þessi
býli eru nú í eyði. Ekki þæfðu þau
auð í sjóðum Heiðarselshjónin, en
það sem hægt var að láta, var
fóstursyninum fúslega veitt. Illugi
dó þegar Guðni var 7 ára gamall,
Hélt Sigurbjörg áfram búskap í
Heiðarseli í þrjú ár eftir lát manns
síns, en fór síðan í vinnumennsku
með fósturson sinn. Við sem nú
erum um miðjan aldur, getum
varla gert okkur í hugarlund lífs-
kjör fólks á þeim árum, sízt
þeirra, sem bjuggu á afskekktum
heiðakotum eða þeirra manna og
kvenna sem þurftu að hrekjast í
vinnumennsku með böm á fram-
færi sínu. Ekki kvartaði Guðni
undan aðbúnaði. Fóstra hans var
honum sem bezta móðii’, og alls-
að sofna út af hjá henni og það
var henni veitt.
Og nú að leiðarlokum, þegar
liún kveður sinn fagra hvamm og
hennar jarðnesku leifar verða lagð
ar við hlið síns kæra eiginmanns
í Skarðskirkjugarði, sendum við
henni innilegar kveðjur og þakkir
okkar hjóna og sona fyrir liðnar
samverustundir.
Vigfús Gestsson.
staðar kvaðst hrnn hafa átt góða
daga, í uppvextinum, þótt þröngt
væ.i í búi.
En fyrir fóstursyni Sigurbjarg-
ar í Heiðarseli lá ekkert nema
vinnumennskan eða 1 bezta falli
hokúr 6 leigukotum, úr því gat vin
arþel hennar ekki bætt. Stóð þó
hugur hans til mennta og senni-
lega hefUT það ekki verið fóstr-
unni ; Ht að geta ekkert stutt hann
áleiiVo, en efnahagurinn leyfði ekk
ei’t.
Strax og orkan leyfði fór Guðni
1 vinn' mennsku, að hætti þeirra
tíma iiann fór fyrst vinnumaður
í He ' arsel og var þar nokkur ár.
23ja ára fór hann í Rauðá og þar
urðu þáttaskil í ævi hans. Þá
k íntist hann konuefni sínu,
Jí\obínu Kristínu Ólafsdóttur.
Jakobína fæddist á Ytra-FjaÚl I Að-
aldal 2. marz 1890, foreldrar henn-
ar voru Hildur Hansína Jóhannes-
dóttir og Ólafur Guðnason.
Jakobína og Guðni gengu I
hjónaband 1911, um jarðnæði var
ekkert að ræða svo þau réðust í hú«
mennsku að Krossi í Ljósavatns-
hreppi, voru þar í 2 ár, þá fengu
þau ábúð á hluta jarðarinnar
Veisu í Fnjóskadal og áfram hélt
gangan, næst að Melum í sömu
sveit, þá að Skuggabjörgum í Dals
rnynni. Þar sagði Guðni að þeim
hefði búnazt nokkuð vel og voru
þau þar í 10 ár. Fagurt er á
Skuggabjörgum og áttu þau það-
an margar góðar minningar, en
þar er afskekkt og erfitt að koma
börnunum til mennta, en það vildu
þau bæði.
Lá nú leiðin að Hálsi í Fnjóska-
dal. Háls er prestsetur og var jörð-
in því leigð frá ári til árs, og vita
þeir, sem búskap stunda, hve erf-
itt er að búa við slíkt.
Heilsu Jakobínu tók nú mjög að
hraka svo þau yfirgáfu Háls og
fluttu á Smábýlið Höfn á Svalbarðs
strönd, voru þar f 3 ár en fluttu
til Akureyrar árið 1952 og áttu
þar heima til æviloka, lengst 1
skjóli Huldu dóttur sinnar.
Búskaparsaga Guðna og .Takob
ínu er á engan hátt sérstæð, fá-
tæklingar áttu ekki margra kosta
völ á þeim árum, máttu kallast
heppnir ef þeir fengu einhverja
Jörð til að búa á. Þau munu þó
bæði hafa verið natin við bú, enda
óvenju vel gerðar manneskjur tfl
Hkama og sálar.
Þeim varð 7 barna auðið, eina
dóttur misstu þau á Hálsi, Signinu
26 ára að aldri, efnis stúlku, var
það að vonum mikið áfall. Önnur
börn þeirra eru:
Hulda, var gift Páli Ólaíssyni fró
Sörlastöðum.
Jón, kvæntur Guðrúnu Guð-
mundsdóttur, búsett í Kópavogi.
Sigurbjörg, gift Sigurði Eyjólfa-
syni bónda é Suður-Hvoli í Mýr-
dal.
Mekkín, gift Kristjáni Bja ua-
syni bónda á Sigtúnum í Eyjafii ii.
Kristín. gift Gísla Eiríkss. ni,
Reykjavík.
Guðrún, gift Sigfúsi ÁioMaf yni
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
25