Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Side 26
JOHANN KOLBEINSSON
Fæddur 26. sept. 1883
Dáiun 26. júlí 1971.
Fyrir einu og hálíu ári skrifaði
ég fáein minningaroi-ð um Þor-
björgu Erlendsdóttur á Hamars-
heiði. Mér þótti þá víst, að eigin-
manni hennar niundi þykja nokk
uð einmanalegt á eftir. Enginn sá
honum þó bregða og hann virtist
breyttur, en nú er hann þó látinn,
án þess að hafa orðið verulega
veikur. Ég held að lífsorkan hafi
misst sína beztu næringu við frá-
fall konunnar.
Jóhann Kolbeinsson fæddist I
Stóru-Mástungu árið 1883, sonur
hjónanna, sem þar bjuggu þá, og
lengi síðan, Kolbeins Eiríkssonar
bónda á Geldingsá á Svalbarðs-
strönd.
Öll eru börn Jakobínu og Guðna
vel gert fólk, enda mun uppeldið
hafa verið gott.
Iíaustið 1959 flutli ég og fjöl-
skylda mín í húsið númer 20 við
Hafnarstræti á Akureyri, sama
iiaust flutti Hulda Guðnadóttir
þangað ásamt sonum sínum og for
eldrum. Þar eignaðist ég góða vini.
Jakobína var þá farin að heilsu,
nærri ósjálfbjarga af liðagigt en
andlegt þrek hennar var með ólík-
indum, fann ég oft til smæðar
minnar í návist þessarar þjáðu
konu, einnig dáðist ég að því
hvemig Guðni hugsaði um hana,
voru þau öll samhent í því að gera
henni ævina svo létta sem unnt
var úr því sem komið var. Þar sá
ég fegurst mannlíf sem þessi
fjölskylda var, og átti Guðni ekki
minnstan þátt í því. Þar var eng-
in gjá milli kynslóða.
Jakobína andaðist á heimili
Huldu, Hafnarstræti 88, árið 1967,
hún hélt andlegri reisn sinni til
æviloka. Guðni tók andláti konu
sinnar með því jafnaðargeði, sem
honum var eiginlegt, en nú var
honum ekkert að vanbúnaði, hann
beið rólegur síns tíma, bjó lijá
26
og Jóhönnu Bergsteinsdóttur. Hjá
þeim ólst hann upp í stórum syst-
kinahópi við miklar athafnir. Fór
til sjóróðra þegar hann hafði ald-
ur til og eitthvað fór hann í vinnu-
mennsku að heiman. Alla ævi var
hann eftirsóttur garðlagsmaður og
heyskaparmaður svo mikill að orð
fór af.
Hann settist í bú tengdaföður
síns árið 1909 og bjó þar til dauða-
dags og munu ekki margir hafa
átt lengri búskaparsögu.
Öll er sú saga um mikil átök, en
góðan sigur að lokum, svo að hin
síðari ár var efnahagurinn traust-
ur, ef miðað er við hans stétt.
Hann gat því oft látið eftir sér
það, sem ég held, að hafi verið ein
Huldu, en brá sér til hinna barna
sinna annað slagið, eða leit inn
hjá barnabörnunum, æskan var
honum hugstæð. Hann leit þakk-
látur yfir farinn veg. „Ég er þakk-
látur fyrir þetta langa líf „sagði
hann í samtali við mig í vetur sem
leið. „Allstaðar hefi ég kynnzt góðu
fólki og margt gott af því lært,
mesta birtu yfir líf mitt hafa þó
konur lagt, fyrst fóstra mín, sið-
an eiginkonan og nú Hulda dóttir
min“. Þökk sé þessum konum, því
af þessari birtu miðlaði Guðni
mörgum.
Farið í friði, vinur Guðni, það
fer vel á því, að þú, sem áttir svo
mikið sólskin á sál þinni, kveðjir
í gróandanum. Við, kunningjar
þínir, sem eftir erum munum
lengi geta yljað okkur við eld
minninganna um ykkur Jakobínu.
Víkurbakka 22. júní 19él
Kristbjörg Gestsdóttir.
f
—Kveðja frá systursyni.—
Fregnin kom óvænt,
frændi minn,
að frá oss þú horfinn værir.
hans mesta gleði, en það var að
hlaupa undir bagga með þeim sem
hann vissi erfiðlega stadda. Eng-
inn einn maður mun hafa vitað
hve oft slíkt var við, og alls e:kki
hann sjálfur, en kunnugt er mér
um ósmáar fjárhæðir er röknuðu
úr hendi hans.
í búskapnum var honum sauð-
féð hugleiknast og hann var einn
síðasti „sauðabóndinn“ í sinni
sveit. Hesta átti liann alltaf góða,
ætlaðist til mikils af þeim og galt
þeim vel fyrir. Mér er í barnsminni
er hann fylgdi sr. Ólafi Briem að
Hrepphólakirkju, en þeir fóru oft
mikinn, en Jóhann var þá á tveim-
ur hvítum hestum, einkum man
Svo hress og ungur
var hugur þinn,
svo hýrleg augun og bros
um kinn,
þó áttatíu — og átta betur —
þú ættir að baki vetur.
í moldina sækir bóndinn björg
og búféð með vinsemd annast.
Hraustur þú áttir handtök mörg
við Hál« og Mela
og Skuggabjörg.
Yndi gaf alþýðubagan,
ástvinir, ljóðið, sagan.
Þótt fátækt þú ættir
að förunaut.
Hún frá þér ei gleði rændi.
Trú á hið góða gaf þrek í þraut
og þolgæði að sækja
í jarðarskaut
avöxt með erfiði sfcröngu,
en illu að hafna og röngu.
Á framtíðarlandið birtu ber
bjarminn frá lífsgleði þinni.
Hún geymist ætíð í minni mér,
ég met það sem lán,
að kynntist þér.
Fúslega þökk ég færi
þév, frændi minn góði, kæri.
Arnór Sigmundsson.
ÍSLENDINGAÞÆTTIR