Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Page 27

Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Page 27
ég hvað Lundi var mikill gæðing- ur. Ungur var Jóhann í hópi for- ustumanna sveitar sinnar og starf- aði í hreppsnefnd um 30 ára skeið og var það áhrifamikill, eins og nærri má geta um svo einbeittan mann. Kunnastur varð Jóhann á efri ár um sínum fyrir að vera yfir 30 ár fjallkóngur á Gnúpverjaaf- rétti. Frá aldaöðli hefir það verið mikil virðingastaða og alls ekki valdir til þess nema úrvalsmenn. Leitin er ein sú lengsta á landinu, svo sjálft Arnarfell er í innstu leiit- um. Oft er því úr vöndu að ráða þegar veður toregðast og vötn verða ófær, en fjallkóngur er ein- valdur og ber ábyrgð á 30 mönn- um og tugþúsund fjár. Til þessa vanda var Jóhann óvenju vel fall- inn, svo að honum urðu aldrei á mistök, sem munað er eftir. Fyrir þessi störf sín var hann í betri tengslum við unga fólkið en algengast er um menn af ann- ari kynslóð, enda var hann því oft haukur í homi. Mig minnir að hann ætti frumkvæði að byggingu samkomuhúss þess, sem þjónað hefur öllu félags- og skemmtana- lífi sveitarinnar til síðustu ára. Jóhann Kolbeinsson var hár mað ur beinvaxinn og léttfær á yngri árum, þótti flestum betri smali og úrræðagóður ferðamaður. Glettni hans var oft viðbrugðið svo að lengi frameftir gátu ungir menn átt von á að hann setti fyrir þá bragð, eða byði þeim í tusk og margir urðu að sætta sig við að hann drægi úr hendi þeirra, ef því var að skipta. Ég kynntist Jóhanni nokkuð vel fyrir 40 árum. Þá lærðist mér bet- ur en áður, að andlegur þrosíki verður ekki alltaf mældur með fjölda skólaára, eða prófvottorðum og mér kom skemmtilega á óvart hvað margt hann hafði hugsað um og hve mörg hugðarefni hans voru. Þeir voru aldavinir, Eiríkur Ein- arsson frá Hæli og Jóhann. E'ríkur gerði vísur í gamni og alvöru þeg- ar Jóhann varð sextugur. Þær kann ég ekki, en þykist muna að niðurlagsorðin væru: Vandfundið mun verð þitt vísitölugildi. Um annan vin sinn kvað Eirík- ur við svipað tækifæri, það sem eins vel hefði jetað verið um Jó- hann: Nú situr hann hér svipfastur og svarafár, en undir niðri einlægur og opinskár. Þannig kom hann mér fyrir sjón- ir. — Og mér finnst hverjum manni vegsauki að hafa átt að vini. Slíkra er gott að minnast. Eiiiar Gestsson. t Mánudaginn 24. júlí lézt að heimili sínu Jóhann Kolbeinsson bóndi á Hamarsheiði, áttatíu og sjö ára að aldri. Jóhann fæddist í Stóru-Mástungu 27. september 1883 og voru foreldrar hans Kol- beinn Eiríksson bóndi á Stóru-Más tungu og kona hans Jóhanna Berg steinsdóttir. Hann ólst upp í stór- um systkinahópi á heimili foreldra sinna og vandist á að vinna að öll- um venjulegum bústörfum, sem þá var títt. Skólagöngu naut hann ekki utan venjulegs fermingarund irbúnings og er hann hefði aldur til, fór hann til sjóróðra á vertíð- inni, eins og þá var algengt um unga menn. Árið 1909 kvæntist hann Þor- björgu Erlendsdóttur frá Hamars- heiði og hófu þau búskap á Ham- arsheiði sama ár. Þau eignuðust sex mannvænleg börn, sem öll eru búsett í fæðingarsveit sinni. Þor- björg lézt fyrir hálfu öðru ári og höfðu þau Jóhann þá lifað í fágæt lega farsælu hjónabandi í rösk sex tíu ár, enda ríkti ætíð sá andi á heimili þeirra, að þar þótti öllum gott að vera. Fyrstu búskaparár þeirra munu hafa verið erfiö fjárhagsega en með dugnaði, ráðdeild og sam- heldni tókst þeim að sigrast á erf- iðleikunum, auka búið og bæta jöröina. Fljótlega eftir að Jóhann hóf búskap, valdist hann til trún- aðarstarfa í sveit sinni, sat t.d. í hreppsnefnd og skattanefnd um árabil og rækti öll slík störf af dugnaði og samvizkusemi. En af þeim störfum, sem hann vann ut- an heimilisins hygg ég, að honum hafi þótt ánægjulegast það starfið, að vera fjallakóngur Gnúpverja, en því gegndi hann um þrjátíu ára skeið. Mig grunar að hann hafi alltaf hlakkað til þessara níu daga fjall- ferða inn að Hofsjökli og kannski hefur hann líka sótt þangað þá ró og jafnvægi hugans, sem svo mjög einkenndi allt hans líf. Þar nutu sín líka vel margir af beztu eiginleikum Jóhanns. Hann var ákveðinn í skoð- unum og fylgdi því jafnan- fast fram, sem honum þótti satt og rétt, en horfði ekki í kringum sig til að leita eftir hvernig hann ætti að vera til að geðjast öðrum. Hann gat verið ráðríkur og staðið fast á sínu máli, en menn gátu verið vissir um, að hann hélt fram sinni eigin sannfæringu. Þó hlust- aði hann vissulega á rök og skoð- anir annarra og mér eru í minni ummæli hans fyrir stuttu síðan, en þá sagði hann við mig þessum orðum: „Ég held, að ég hafi sjaldan átt viðræður við nokkurn mann án þess, að læra eitthvað af því“. Hann gat verið glettinn, stríð- inn og jafnvel kerskinn, en hann réðst aldrei á garðinn, þar sem hann var lægstur, heldur einungis þar, sem hann vissi verðuga fyrir- stöðu. Hann var ávallt ákveðinn raálsvari þeirra, sem stóðu höllum fæti, og var ekki smátækur á að- stoð, ef menn urðu fyrir óhöppum eða áttu um sárt að binda, enda öll meðalmennska fjarri hans skap lyndi. Jóhann á Hamarsheiði mun sein gleymdur þeim, sem af honum höfðu kynni. Hann var hár vexti og bar sig vel, svipmikill og nokk- uð stórskorinn, framgangan hæg, festuleg og örugg. Svipmót hans allt og fas höfðinglegt og stórbrot ið, en angum, ssm kynntist hon- 27 ÍSLEMDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.