Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Side 28
Einfríður María Guðjdnsdottir
F. 20. apríl 1888.
C. 24. júní 1971.
Hún fæddist að Bjargi á Gríms-
staðaholti, dóttir hjónanna Helgu
Sigríðar Auðunsdóttur og Guðjóns
Einarssonar, útvegsbónda.
Einfríður missti föður sinn 3ja
vikna gömul og stóð þá móðir
hennar ein uppi með 3 börn.
Einfríður byrjaði að vinna á
bókbandsstofu ísafoldar 4. okt.
1904, þá 16 ára gömul. Fyrst fram-
an af vann hún við ílagningu í
pressu, en síðar við bókband sem
fullgildur sveinn og við það vann
hún síðan í nær 60 ár og alltaf
á sama stað. Hún var mjög rösk
og dugleg við vinnu og húsbónda-
holl var hún, enda voru húsbænd-
ur hennar mjög rausnarlegir viS
um, gat dulizt, að undir bjó hlýr
hugur. Skap hans var ríkt en
hann kunni öðrum betur að
stjórna því.
Hann var fyrst og fremst bóndi
alla sína ævi, en fylgdist vel með
þjóðmálum og unni sveit sinni,
landi og þjóð. Hann var búinn
mörgum beztu kostum íslenzka
bóndans og mér finnst auðara eft-
ir að hann er farinn. En ég á
margar góðar minningar um Jó-
hann a Hamarsheiði og þakka hon
um fjörutíu ára vináttu, opinskáa
gagnrýni hans, sem stundum sveið
dálítið undan í bili, en hjaðnaði
jafnharðan, er ég fann velvild
hans og hlýju.
Á Hamarsheiði eru viðlend beit-
arlönd og ég mun minnast hans,
er hann smalaði fé sínu austan við
ána, fram Snasir og Brúnir. ríð-
andj á röskum hesti, og fór geyst,
þegar honum þót.ti við þurfa. Ég
óska honum fararheilla í hans síð-
ustu för.
Haraldur Bjarnason.
hana eftir að hún hætti störfum
og skal það þakkað hér.
Alsystkini hennar voru þau Sig-
urður bakarameistari á Siglufirði
og Guðrún, gift Theódór Anton-
sen, mætum manni. Mörgum árum
síðar eignaðist móðir hennar son,
Karl A. Jónasson, vélsetjara, sem
vann alltaf hjá Morgunblað-
inu. Hann missti ungur föður sinn
og aðstoðaði Einfríður móður sína
við uppeldi hans. Enda átti hún
alltaf skjól á heimili hans alla tíð,
eftir að hann kvæntist og stofnaði
heimili. Sem dóttir hans á ég marg
ar góðar minningar um Fríðu
frænku og alltaf átti maður hauk
í horni þar sem hún var. Hún kom
alltaf færandi hendi og var ávallt
rausnarleg. Sama sagan endurtók
sig eftir að ég giftist og eignaðist
börn, alltaf var Fríða að koma og
gleðja börnin mín með gotti í
poka eða einhverju öðru. Þau
vissu, að Fríða' frænka var alltaf
með eitthvað í töskunni sinni.
Einfríður giftist aldrei, en ól
upp 2 systurdætur sínar, Sigríði
og Fríðu, sem dóu báðar úr berkl-
um fyrir mörgum árun, og olli
það henni mikilli sorg.
Systkini hennar svo og hálfbróð-
ir eru nú öll látin.
Hún reyndist systkinabörnum
sinum og þeirra börnum ákaflega
vel.
Fríða frænka var mikil hann-
yrðakona og falleg var vinnan
hennar, og munu þeir fáir ættingj-
ar hennar, sem ekki eiga eitthvað
af handavinnunni hennar.
Rétt fyrir jólin árið 1968, er
Fríða var á 81. aldursári, varð hún
fyrir því óhappi að lærbrotna og
dvaldist hún allt árið 1969 á sjúkra
húsum, en á fætur komst hún, því
að hún var viljasterk og ósérhiíf-
in.
í ársbyrjun 1970 fór hún svo á
Elliheimilið Grund og þar lézt hún,
eftir stutta legu.
Elsku frænka mín. Þessi kveðja
á að vera þakklætis- og minningar-
kveðja til þín. Ég veit ekki hvort
þú hefðir viljað að ég skrifaði
þetta, en vegna mín og barna
minna, get ég ekki látið það vera,
þvílíkan kærleika og velvild sem
þú sýndir okkur ávallt.
Blessuð sé minning þín, kæra
frænka.
Elín Karlsdóttir.
28
ÍSLENDINGAÞÆTTIR