Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Qupperneq 29

Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Qupperneq 29
MINNINC Þuríður Jakobsdóttir Nokkur minningarorð, um Þur- fói Jakobsdóttur, sem andaðist á Hrafnistu 18. júlí 1971. Með þessum orðum mín- Um langar mig að minnast hennar og þakfea samveruna, á b«©Kint ateð. Hún mun hafa kom- ið hinga 1965. Þegar ég kom var bún í næsta herbergi við mig og ðeildum við því sama milli húsi. Hún tók mér vel, og var sama hlýja konan síðast sem fyrst. Hún V’ar greind kona, og glöð í sínum hióp. Hún var aðeins þriggja ára er hún missti foreldra sína, þá fór hún að Deildartungu til Vigdísar Jónsdóttur og Hannesar Magnússon ar. Þar ólst hún upp. Frá þeim fer hún til Guðrúnar Hannesdóttur ög Háls Zóphaníassonar Búnaðar- stjóra. Með þeim er hún alla þeirra búskapartíð, og þar til hún fer hingað, 1935. Hún minntist oft veru sinnar á Hólum, og átti þaðan margar góð ar minningar. Hún minntist bróður míns Björns frá Bæ, sagði hann hafa sungið og dæisað vel, sem ég sjálf vissi. Þuríður var ætíð glöð og prúð. Hún unni söng og dans, og tók þátt í hvoru tveggja síðastliðinn vetur. Hún giftist- ekki, og átti ekki börn. En hún mun hafa látið í té hlýju og umönnun, þar sem hun var lengst. Ég dreg þær ályktanir af því, hvað börn þeirra hjóna Páls og Guðrúnar sýndu henni mikla rækt og hlýju. Hjá þeim átti hún athvarf sem hjá nánustu ættingjum. Kæra nafna, ég hefði viljað fylgj a þér síðasta spölinn. En af því getur ekki orðið. Því sendi ég þessi fáu kveðju og þakkarorð. Nú andi þinn flýgur um ómælisdjúp. Og ekkert framar, þig nær að saka. Og moldin breiðir sinn mildasta hjúp og móður jörðin í faðm sinn mun taka. Ég lifi, og þér munuð lifa sagði frelsarinn. Við hittumst á landi hins lifanda Guðs. Far þú í friði. Með krcrri þökk. Ritað á Hrafnistu 25.7. 1971 af Þuríði Guðmundsdóttur frá Bæ. ferdinand - Framhald af bls. 15 hm á Svalbarðsströnd og land- þrengsli. Búskapur almennt rýr og bændur á sjó. Allar byggðar sveitir hafa mjög skipt um svip frá þessum tíma, en fáar þó svo gersamlega sem Sval- barðsströndin. En það var þó eink hm vegna þröngbýlisins, að ung hjón höfðu naumast önnur úrræði en að leita sér staðfestu í öðrum sveitum. Og það var vorið 1931 að Þau Ferdinand og Jenný á Gauts- stöðum töku sig upp og fluttust að Spónsgerði, sem þau keyptu þá Þegair. Sú jörð er lítil, en landgóð, Þó að ókostur væri, að allur bit- hagi var óskiptur með Möðruvöll- nm. Framtíð þeirra hjónanna á þessu litla býli í ókunnugri sVeit varð harla góð. Auk þess ®em frábært kúa'kyn í hinni beztu ÍSLENDINGAÞÆTTIR umhirðu ávaxtaðist, kom annað til, er gaf au'knar tekjur, en það var einkum matarnáman á Spónsgerð- isholtinu. Allt heimaland var brot ið til ræktunar, gamli bærinn þok aði fyrir vönduðu húsi, en fjós- bygging fylgdi þegar eftir. Skal hér ekki fjölyrt um búskapinn í Spónsgerði, en þess getið til dæm- is um það, hve vel var að öllu búið, að mjólkurinnlegg Ferdin- ands var oftast til jafns við þá, sem mun fleiri gripi höfðu, jafn- vel á borð við stærstu bændur hreppsins, þar fór ýmist úr lagi á köflum eins og gengur, en í Spónsgerði er þess ekki getið. Ég hygg, að þau Ferdinand og Jenný hafi unað hag sínum vel í Spónsgeirði, enda þótt flest væri ólíkt og í þeirra gömlu heimasveit. Þau munu ávallt hafa séð eftir fyrri stöðum og félagi frænda og vina þar, og má finna þar skýr- ingu þess, að þau sóttu't ekki eft- ir íhlutun félagsmála í Arnarnes- hreppi. En þar voru þau virt í bezta lagi vegna þess heiðarleika, sem allt dagfar þeirra bar vitni, og þeirrar hlýju velvildar, sem þau sýndu jafnan gestum og gang andi. En þeirf sem eignuðust vin- áttu þeirra hjóna og dætra þeirra geyma ævinlega minningu um hreina lund og hreina skoðun mik ils ágætisfólks. Og fyrir hönd fjöl skyldu minnar þakka ég hið elsku lega nágrenni og öll hin góðu sam- skipti, aðstoð og hjálpsemi á fjórða tug ára. Myndir horfins tíma eru vissu- lega margar. Þær koma svo skýr- ar fram í hugann, hver af annarri, þegar þeir, sem mótuðu þær hverfa af jarðneska sviðinu. Mynd irnar, sem Ferdinand í Spónsgerði gaf mér eru allar jafn góðar og sýnin til suðurfjalla af Spónsgerð- ishlaði í fegurð heiðríkjumorguns. Ágúst Sigurðsscn trA MöðruvölUu'i. 29

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.