Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Page 30
90 ára:
Jón Rósinkrans Sveinsson
fyrrum bóndi að Hvilft III í Önundarfirði
Sá aldur fer aS vísu ekki að
/erða mjög sjáldgæfur nú, á tím-
um umfangsmikillar heilsugæzlu
og góðra lífskjara. Ekki er heldur
hægt að segja að Jón hafi rutt sér
harðfsnglega til rúms að tindum
íslenzks mannlífs, hann hefur alla
tíð verið smábóndi, sem varð að
stunda daglaunavinnu með búskap
sínum til þess að hafa sæmilega af-
komu. En Jón er sérstakur
persónuleiki, sem sjálfsagt á sér
enn færri hliðstæður, en jafnaldra
é þessum tímamótum.
Mé.r koma í hug þrjár myndir,
og tvær þó fengnar frá öðrum, því
hvorki voru kynni okkar Jóns svo
náin eða löng, að ekki hafi ég að
nokkru þekkingu mína á honum af
annarra sögn.
Sú fyrsta er frá konu, jafn-
öldru hans.
„Hann var svo fallegur hann Jón
og hann dansaði svo vel. Ekki fór
hann af gólfinu alla nóttina og
þarna var hann kófsveittur á skyrt
unni. Og allar vildum við fá að
dansa við hann“.
Önnur myndin er frá prestinum
í Holti í Önundarfirði. Þar leigði
Jón slægjur, því jarðarhluti hans
í Hvilft fóðraði ekki þann húpen-
ing, sem hann hafði, og þurfti að
hafa. Jafnframt vann hann við síld-
arverksmiðjuna á Sólbakka, en
vann að búskapnum á frívöktum.
„Þarna kom hann róandi á tvær
árar inn í vöð. Svo var bátnum
brýnt, spretturinn tekinn upp í
teiginn og hamast þar í nokkra
klukkutíma, þá var sami sprettur-
inn í bátinn aftur og róinn kapp-
róður út að Hvilft.
Þriðju myndina hef ég frá eig-
in sjón. Hún mundi vera tveggja
eða þriggja ára.
Gamall maður, bæklaður og
hnýttur af gigt, svo að hann verð-
ur að dragast áfram á tveim stöf-
um, stendur í sjónum við lítinn
árabii, 1 fjörunnj á Flateyri, og
selur rauðmaga, sem hann hefur
verið að veiða, því ekki er gefið
upp, þrátt fyrir aldur og ellibækl-
un. Hann á dálítið erfitt með að
afgreiða rauðmagann, því fæturn-
ir bera hann varla, ef stöfunum
sleppir, en þetta tekst þó, og hann
selur ódýrara en aðrir, ekki af því
að menn séu að þrúkka við hann,
en þetta verð hefur hann sett sjálf-
ur, og því verður ekki hnikað. Skrít
ið að fylgjast ekki með því hvað
krónurnar okkar eru orðnar litlar.
En svo skil ég. Þetta er einn af
mönnunum, sem á 70 árum kipptu
okkur frá kjörum og háttum land-
námsaldar inn á svið þeirrar menn
ingar og tæknialdar, sem við nú
búum við. Einn af mönnunum sem
verkið var aðalatriði, af því þeir
fundu, að það þurfti að vinnast,
gjaldið aukaatriði.
Eitt sinn heyrði ég mann leggja
unglingi það ráð að taka aldrei á,
eins og hann gæti. Ekki hefði ég
getað hugsað mér Jón leggja slíkt
ráð. Hann tók alltaf á eins og
hann gat. Eitt sinn vann ég smá-
verk fyrir Jón, og þá sagði hann
við mig: „Það er auðséð, að þú
kannt til verka“. Mér þótti vænt
um þessi orð, því ég vissi að meira
hrós gat hann ekki borið á neinn
mann.
Jón var ekki mikill kröfugerð-
armaður til annarra, og þó eina
kröfu gerði hann, „rétt skal vera
rétt“, en hann var mikill kröfu-
gerðarmaður til sjálf sín.
Foreldrar Jóns á Hvilft voru
hjónin Sveinn Rósinkransson og
Sigríður Sveinbjarnardóttir.
Sveinn var einn hinna kunnu
Traðarbræðra, mikilla atorku og
dugnaðarmanna. Sigríður var af
einni traustustu ætt í Breiðafjarð-
areyjum. Að honum stóðu því
sterkir stofnar. Það mun einnig oft
hafa reynt talsvert á kjark og þrek
Jóns á langri ævi. Kona hans var
sjúklingur árum saman, en tryggð
Jóns við hana og umhyggja, brást
ekki. Sonur hans, einn af þrem,
sem þau hjón eignuðust, hefur
einnig verið sjúklingur um áratuga
skeið, en umhyggja hinna hefur
hann notið í þeim mæli, sem við
hefur verið komið, því fyrsta boð-
orð hans er að bjarga sér sjálfur.
Af stórum systkinahópi munu
þau nú vera eftir ein, María, bú-
sett í Noregi, svo Jón og Guðlaug,
ekkja Finns bónda á Hvilft, þau
systkinin, sem hörðustum höndum
hafa unnið á ævinni. Ef til vill er
þar einnig lýkillinn að langri ævi.
En eitt er víst, að Jón Rósin-
krans bognar ekki, hinsvegar líð-
ur eflaust að því að hann „bresti
í bylnum stóra seinast“, enda er
hún orðin löng leiðin frá fallega
unga manninum, sem allar ungu
stúlkurnar vildu dansa við, að öld-
ungnum sem helzt mátti ekki
sleppa stafnum til þess að afgreiða
rauðmagann.
Og nú getur hann ekki einu
sinni veitt rauðmaga lengur. En
hann fer þó sínar leiðir á tveim
stöfum og tveim biluðum fótum.
Rétt skal vera rétt, og það á hver
að bjarga sér sjálfur, meðan hann
getur.
H. Hj.
30
ÍSLENDINGAÞÆTTIR