Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1971, Page 32
ÁTTRÆÐUR:
ÓLAFUR ÞORSTEINSSON
BÓNDI, HLAÐHAMRI
Öll eigum við ýmsar minningar
frá bernskuárunum, misjafnlega
ljósar þó, og oft er það svo, að
vissa menn eða atburði munum við
bezt. Einn af þeim mönnum, er ég
man einna bezt frá bernsku minni,
er Ólafur á Hlaðhamri. Hvers
vegna?, mun ef til vill einhver
spyrja, er hann þér ljósari en aðr-
ir samtímamenn? Þeirri spurningu
myndl ég svara á þessa leið. Það
er vegna þess, að honum fylgdi
alltaf hressandi blær og hann virt-
ist búa yfir óvenjulegum lífsþrótti
og lífsgleði, svo að af honum
gneistaði. í raun og veru var hann
í barnsminni mínu ímynd kjarks
og karlmennsku, og er mér ekki
grunlaust um, að hann hafi verkað
þannig á fleiri. Eitt er víst, að oft
var til hans leitað, ef eitthvað bar
út af, t.d. vitja læknis, sækja
meðul o.þ.h. og þá oftast í Búðar-
dal. Getur maður því gert sér í
hugarlund, að hann hafi oft þurft
á þeim eiginleikum að halda, sem
áður voru nefndir, því vafalaust
hefur byr oft verið óhagstæður
vegna veðurs, fanna og óbrúaðara
vatnsfalla, og hafa verður það í
huga, að mikil bylting í samgöngu-
málum hefur orðið, síðan Ólafur á
Hlaðhamri var ungur maður. Ég
veit ekki tölu á þeim ferðum, sem
Ólafur hefur farið í þesc,i skvni,
en þær eru margar og, að ég held
hafa þessar ferðir allar heppnazt
áfallalaust, þó að stundum væri
við mikla erfiðleika að etja.
óiafur fæddist 23. júní 1891 á
Fögrubrekku í Bæjarhreppi. For-
eldrar hans voru Þorsteinn Þor-
steinsson, er lengi bjó á Hlaðhamri
í sömu sveit, og kona hans Ingi-
björg Bjarnadóttir. Ólafur ólst upp
í foreldrahúsum ásamt þremur
bræðrum, en þar sem hann var
þeirra elztur, kom það í hans hlut,
að verða fyrstur til að leita atvinnu
utan heimilis, m.a. til að afla heim-
ilinu meiri tekna. Hann var marg-
ar vertíðir syðra, oftast í Hafnar-
firði og gat sér þar góðan orðstír
fyrir dugnað Off karlmennsku.
Ekki hlaut ólafur aðra menntun
en barnauppfræðslu, eins og hún
var algengust á þeim tíma.
Árið 1915 kvæntist Ólafur Jónu
Jónsdóttur, bónda á Valdasteihs-
stöðum, Jónssonar, hinni ágætustu
konu. Sama ár hóf hann búskap á
Hlaðhamri, fyrst á móti föður sín-
um, en fáum árum síðar, er faðir
hans lét af búskap, tók Ólafur við
jörðinni allri og hefur búið þar
síðan, nú síðustu árin í sambýli við
einn sona sinna, er reisti nýbýli í
landi jarðarinnar. Þau Hlaðhamars
hjón eignuðust sjö börn, se möll
eru á lífi. og eru þrjú þeirra bú-
sett. í sinni heimasveit. Hlaðham-
arssystkinin eru í flestu lík for-
eldrum sínum, enda hið mesta
mánnkostafólk.
Ég held, að þau Hlaðhamars-
hjón hafi alltaf komizt sæmilega
af, þrátt fyrir töluverða ómegð í
fyrstu, og má þakka það dugnaði
þeirra og framsýni. En ég býst við,
að á frumbýlingsárunum hafi þau
þurft að neita sér um margt, sem
nú þætti ekki gott að vera án. Þá
voru aðrir tímar, þá þekktust
hvorki fjölskyldubætur né sjúkra-
samlög og hvers konar aðstoð frá
frá því opinbera til frumbýlinga
var óþekkt fyrirbæri.
Ólafur hefur endurbyggt öll hús
jarðarinnar og aukið ræktun að
miklum mun, og er jörðin í hans
höndum orðin hið snotrasta býli.
Ólafur hefur haft dágott bú, að
vísu ekki neitt stórbú, en afburða
gott. Það var honum mjög til bú-
drýginda, þegar fiskur gekk í
Hrútafjörð, hvað fast hann sótti
sjóinn, enda var hann ágætur og
aflasæll sjómaður. Oft varð hann
að leggja mikið á sig, því langt
gat verið að sækja, einkum er leið
á haust og fiskur fór að dýpka á
sér. Þegar börnin uxu upp varð
allt auðveldara, þar sem þau voru
öll samtaka um að styðja foreldra
sína í starfi og báru heill heimil-
isins mjög fyrir brjósti.
Ólafur er prýðilega greindur
maður, athugull, gætinn og sam-
vizkusamur með afbrigðum. Hann
er mikill félagshyggjumaður og
hefur tekið virkan þátt í ýmsum
félagsskap er varðar bandastétt-
ina. Hann átti lengi sæti í stjórn
Búnaðarfélags Bæjarhrepps og var
fuiltrúi félagsins á ýmsum fund-
um, er um búnaðarmál fjölluðu
um áratuga skeið, þá átti hann
sæti í hreppsnefnd um hríð, í
stjórn Kaupfélags Hrútfirðinga var
hann marga áratugi og formaður
þess lengi, eða þar til hann sagði
því starfi af sér fyrir fáum árum,
þá hefur hann ennfremur verið
formaður stjórnar Sparisjóðs
Hrútfirðinga um langan tíma og
gengt ýmsum fleiri trúnaðarstörf-
um.
Ég, sem þessar línur rita, hef
unnið töluvert með Ólafi að félags
málum og á um það samstarf marg
ar góðar minningar. Hann var heill
í starfi og einstakur drengskapa
maður, tók á öllum málum með
velvilja og skilningi. Hann var
ótrauður að starfa að hvers konar
framfaramálum og taldi ekki eftir
sér ómak og umstang, sem því
fylgdi. Hugstæðust munu honum
þó hafa verið búnaðar- og sam-
vinnumál.
Þau Hlaðhamarshjón hafa verið
Framliald á bls. 31
32
ÍSLENDINGAÞÆTTIR