Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1972, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1972, Blaðsíða 2
Herdís Jónasdóttir frá Húsafelli begar ég hugsa til Herdisar Jónas- dóttur, sem jarðsett var frá Húsafelli kemur mér sá staður fyrst i hug. Þar sá ég hana fyrst árið 1931, og kvaddi hana þar siðast 14. ágúst s.l. Þá virtist hún vera við aligóða heilsu. En skyndi- lega var klippt á lifsþráðinn aðfara - nótt 6. þ.m., og var hún þá stödd á Húsafelli. Herdis Jónasdóttir fæddist á Reykjum i Hrútafirði 27. júli 1890. Herdis gerðist ráðskona hjá Þor- steini borsteinssyni bónda á Húsafelli, en kona hans, Ingibjörg Kristleifsdótt- irandaðist árið 1930 frá fjórum ungum börnum. Þorsteinn andaðist 1962. A efri árum bjó Herdis hér i borg hjá frændkonu sinni og nöfnu, Herdisi Steinsdóttur, og manni hennar. Baldri og skörungsskap og þvi góður mál- svari þeirra hugðarefna, sem hún beitti sér fyrir, eða tóku hug hennar fanginn. Og heimili þeirra auðkenndist af snyrtimennsku og myndarbrag. Þar var ómengaö andrúmsloft. Vinur þeirra hjóna, sem þá bjó i útjaðri borgarinnar. lét þau orð falla, að um margra ára skeið hefðu það ver- ið sinar mestu ánægjustundir. þegar þau hjónin bar þar að garði. En það var ærið oft. þvi hjá honum áttu þau nokkrar kindur. sem hann sá um. Og þau þurftu oft að koma og blanda geði með þessum vinum sinum. þótt þau vissu, að þær voru i góös manns hönd- um. — Slikar voru skemmtistundir þeirra og samkvæmislif. Og þess nutu einnig sumir aðrir. Þau Guðriður og Guðmundur eign- uðust tvo syni. Alfreð og Kára. sem báðir eru þekktir manndómsmenn og augljósir arftakar góðra eiginda for- eldra sinna. Sonum sinum var Guöriður mikil móðir. og barnabörnin nutu einnig umhyggju hennar og for- sjá i rikum mæli. Og börn Kára ólust aö miklu leyti upp hjá afa sinum og ömmu. og var ekkert til sparað. að hlutskipti þeirra yrði sem bezt. Að endingu skulu henni þökkuð gömul og ný kynni og óskað alls vel- farnaðar á óförnum leiðum. Guðm. Þorláksson. Jónssyni kaupmanni. Létu þau sér mjög annt um liðan hennar. En á sumrin leitaði hugurinn ætið til Húsa- fells. og þar dvaldi hún i nokkrar vikur hjá þeim hjönum Astriði dóttur Þor- steins. og Guömundi Pálssyni. 1 góðu skjóli þeirra naut hún þess að dvelja á þessum fagra og ástkæra stað, þar sem hún hafði i bliðu og striðu annazt ráðskonustörfin á búi Þorsteins bónda. Herdisi var mikill vandi á höndum, er hún tók að sér bú og börn á þessu stóra og gestkvæma heimili. En hún var skyldurækin og vinnusöm kona svo að af bar. og ráðdeild var henni i blóð borin. og hún var heil i öllu, sem hún tók að sér. Og þessara kosta hennar naut Húsafells-heimilið i rikum mæli, en hagur þess og velliðan fólksins var henni fyrir öllu. Og ekki voru það siður málleys- ingjarnir. sem hún lét sér annt um, en engan hefi ég hitt á lifsleiðinni, sem hlynnti jafn vel að dýrum og hún. Heimilishundunum og köttunum var ekki gleymt á matmálstima. Og ófá voru þau sporin, sem „aldursforset- inn” i hópi hrossastóðsins átti að eld- húsglugganum i kjallaranum i þeirri von. að Herdis rétti að honum brauð- bita. Og aldrei fór gamli klárinn i erindisleysu. 1 rödd hennar mátti ætið heyra sérstakan hlýleikstón, þegar hún talaði til dýranna. Með Herdisi er horfinn siðasti heimilismaðurinn á Húsafelli af eldri kynslóðinni. F'Iestar minningar minar frá fyrri árum i sambandi við Húsafell eru jafnframt tengdar henni. Mikill gestagangur var á heimilinu, og sumir þeirra urðu fastagestir i ára- tugi. eins og ég. Þar rikti sérstakt and- rúmsloft. sem hin töfrandi náttúra skapaði og fólkið,sem þarna bjó. Her- disi var ákaflega annt um gesti heim- ilisins. Hún gerði sér far um að dvölin á Húsafelli yrði þeim til sem mestrar ánægju og gagns. en margur kom þarna sér til hressingar i sumarleyfi. En sá af gestunum. sem ég held að hafi orðið Herdisi kærastur allra,var Asgrimur Jónsson málari. Hann dvaldist á Húsafelli i áratugi. svo að segja á sumri hverju. nokkrar vikur i senn. en sá staöur varð honum á efri árum mikið og margþætt yr kisefni i myndlistinni. Þar uppgötvaði hann nýjan heim. Asgrimur var ..ekki allra”, eins og kallað er. En Herdisi auðnaðist fljótt að læra á hann. og komst hún að þvi með hægð. hvað hentaði honum bezt, og gætti hún þess t.d. vandlega, að hann yrði ekki fyrir ónæði af gestum, en margur átti leið um Húsafell. Asgrimur var mikill morgunmaður, og fór hann eldsnemma á fætur og út að mála. þegar veðurútlitið var gott. Og þá fór allt af stað i Húsafellseldhús- inu. Kveiktur var i snatri eldur i stóru eldavélinni. kaffi hitað á brúsa As- grims. og útbúið kjarnanesti til dags- ins. Einnig borinn fram saðsamur morgunmatur. Þetta var verk Her- disar. Hún var vakin og sofin yfir vel- ferð hans. — má segja, að hún hafi dekrað við Ásgrim. Enda kunni hann vel að meta hugulsemi hennar og um- hygggju, og sýndi hann það lika i 2 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.