Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1972, Blaðsíða 13
Hanna Karlsdóttir
frá Holti
grunni hlö&ur og gripahús, að veggjum
til hlaðin úr torfi og grjóti, eins og alls-
staðar á þeim árum, en með járnvörð-
um þökum og vönduð að allri gerð, svo
óviða um Austurland mun hafa verið
betur byggt eða staðarlegra heim að
lita, en var á Stafafelli, um og eftir
1920. Þótt slikar byggingar svari ekki
kröfum nútimans eftir þá byltingu,
sem verið hefir að gerast i landbúnað-
inum siðustu áratugi þá báru þær á
sinum tima vott um stórhug og voru
með þvi bezta, sem gerðist i islenzkum
sveitum þá.
En það voru fleiri tegundir ræktunar
en túnræktin ein, er Sigurður hafði á-
huga fyrir. A yngri árum kynnti hann
sér trjárækt, eftir þvi sem þá varð við
komið hér á landi. Og e.t.v. hefir
frændsemin og kynningin við fjöl-
skylduna á Hallormstað átt sinn þátt i
að glæða þann áhuga.
Fyrir framan ibúðarhúsið og önnur
bæjarhús á Stafafelli var stór mat-
jurtagarður i skjólsælli brekku. Þar
var fyrst byrjað að planta röð af
trjám, reyni og birki, fyrir framan
húsin. Siöan var stanzlaust haldið
áfram, þar til allur garðurinn var orð-
inn að svo fallegum trjágarði, að ekki
verður annar dómur á það starf lagð-
ur en að árangurinn hafi verið frábær.
Enda fékk hann verðlaun úr sjóði
Friðriks konungs VIII. árið 1929 fyrir
trjárækt.
Eitt siðasta verk hans i ræktunar-
málum var að rækta stórt stykki á
sandinum vestan Jökulsár. Hafði hún
um aldir flæmzt um hið mikla auönar-
flæmi, Jökulsársand, og eyöilagt mik-
ið gróðurlendi, eins og önnur stórfljót
Skaftafellssýslu. Nú hafði hún verið
beizluð og brúuð og var þá einmitt að
fást sú reynsla, sem óneitanlega heföi
betur verið fengin fyrr, að sandar og
aurar Austur-Skaftafellssýslu, séu
jafnvel betri ræktunarlönd, en flest
önnur.
Einhver, sem les þessar linur, kynni
nú að álykta, að Sigurður hafi litið erft
af gáfum þeim og tilhneigingum til
fræðilegra iðkana, er svo rikar voru
bæði i föðurætt hans og móðurætt. En
þeir, sem bezt þekktu hann, vissu þó
að svo var ekki. Og það gefur að skilja,
að þegar bæöi mikil búskaparumsvif
og auk þess margvisleg fálagsmála-
störf hlaðast á einn mann, þá verður
timinn til að sinna öðrum störfum lit-
ill, jafnt þótt hugðarefni séu. Þannig
var það með Sigurð. Um áratugi var
hann formaður Búnaðarfélags sveitar
sinnar, hreppsnefndarmaður, formað-
ur skólanefndar, formaður Menn-
ingarfélags Austur-Skaftfellinga,
stjórnarnefndarmaður Kaupfélags A-
Skaftfellinga frá stofnun þess og for-
Þvi miður höguðu atvik þvi svo, að
mér var ekki unnt að fylgja til grafar
þessari eftirminnilegu vinkonu minni
um 40 ára skeið, en varð aö láta mér
nægja að fylgjast með atburðinum úr
fjarlægð og biðja henni blessunar það
an. Hanna lézt á Landakotsspitala
hinn 15. júli s.l. eftir stranga sjúk-
dómslegu, en var jarðsett við hlið
maður um alllangt skeið og fleira
mætti nefna, þótt hér verði ekki talið.
Allt er þetta fljótt að taka upp tæpar
tómstundir, og þeir sem kunnugastir
voru, vissu að hann unni þjóðlegum
fræðum, einkum ættfræði og sliku.
Einnig fylgdist hann mjög vel með
öllu, sem gerðist á hverjum tima. Og
þar sem Sigurður á Stafafelli var nær
staddur, var aldrei skortur á umræðu-
efni, enda. var honum flestum betur
lagið að halda uppi samræðum við
hvern sem i hlut átti.
1 stjórnmálum snerist Sigurður til
fylgis við Framsóknarflokkinn stuttu
eftir stofnun hans. Mun þar mestu
hafa ráðið, að þar taldi hann vera upp-
vaxandi flokk bændastéttarinnar og
landbúnaðarins. En ást hans á land-
búnaðinum þurfti enginn að draga i
efa, sem hann þekkti. Enn fremur átti
samvinnufélagsskapurinn i honum hin
sterkustu itök alla tið og hefir áður
verið minnzt á þátt hans i stofnun og
stjórn Kaupfélags Austur-Skaftfell-
inga.
En þrátt fyrir það, að hann væri
ákveðinn flokksmaður i stjórnmálum,
var hann þó laus við flokkslegt ofstæki,
svo sem ég vil segja, að hann hafi get
að verið jafn góður vinur pólitisks and-
stæðings sem samherja, ef ástæður
voru fyrir hendi að Öðru leyti. Enda
var hann manna fundvisastur á leiðir
til að jafna ágreining þótt verulega
bæri á milli. Kom það oft fyrir á fund-
um og var hann þá einatt laginn á að
ýta tii hliðar þeim aukaatriðum, er
stundum geta valdið meiri ágreiningi,
en efni standa til. Þykist ég fyllilega
geta mælt svo af eigin reynslu þvi að
allmikið bar á milli stjórnmálaskoð-
ana okkar án þess aö persónuleg vin-
átta liði fyrir það.
Árið 1917 kvæntist Sigurður frænku
sinni, Ragnhildi Guðmundsdóttur frá
Lundum i Stafholtstungum. Var hún
manns sins i Breiðabólsstaðarkirkju-
garði i Fljótshlið 22. s.m. eftir fjöl-
menna minningarathöfn i Dómkirkj-
unni.
Pálina Jóhanna, eins og hún hét fullu
nafni, (en ekki var henni likt að dragn-
ast með dagsdaglega ævina út!) var
fædd 6. júli 1910 að Gaulverjabæ i Flóa.
Hún var þvi réttra 62ja ára, er hún
dóttir þeirra merku hjóna, Guðmund-
ar Ólafssonar og Guðlaugar Jónsdótt-
ur frá Melum. Voru þau hjón þvi
systkinabörn.
Varð þeim þriggja barna auðið og
eru þau þessi:
Asgeir núverandi iióndi á Vighóls-
stöðum i Fellsstrandarhreppi i Dala-
sýslu.
Nanna.húsfreyja á Stafafelli, gift
Ólafi Bergsveinssyni.
Gunnlaugur, er lézt ungur fyrir tæp-
um 14 árum. Var kvæntur Guðrúnu
Guðjónsdóttur frá Djúpavogi. Var
hann þá fyrir skömmu orðin starfs-
maður hjá Kaupfálagi Berufjarðar.
Var sár harmur kveðinn aö þeim hjón
um, börnum þeirra og tengdabörnum
við fráfall hans, enda var hann hvers
manns hugljúfi, er honum kynntist.
Aður höfðu þau tekið til fósturs ung-
an dreng, er þau höfðu tekið ástfóstri
við jafnt sinum eigin börnum. En hann
lézt eftir tiltölulega stutta veru. Var
mér kunnugt um að öll fjölskyldan
harmaði lát hans, og raunar allir, sem
honum kynntust.
Flestir munu lita svo á, að það sé að-
eins eðlilegur gangur lifsins, að 87 ára
gamall maður hverfi af sjónarsviði.
En samt þótti mér veröa skarð fyrir
skildi, þegar ég heyrði andlátsfregn
Sigurðar.Þótl aldursmunur okkar væri
það mikill, aö hann væri fullþroska
ungur maður, þegar ég man hann
fyrst, þá voru samskiptin og kynning
við Stafafellsheimilið orðin það löng og
mikil, að minningar fyrnast ekki auð-
veldlega þótt samfundir hafi strjálazt
hin siðari árin.
Að lokum vil ég færa þessum látna
frænda minum innilegustu þakkir fyr-
ir alla gamla og góða kynningu, og
votta samúð eftirlifandi eiginkonu
hans og börnum jafnframt því að árna
þeim allra heilla i framtiðinni.
Ásmundur Sigurðsson.
isiendingaþættir
13