Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1972, Blaðsíða 24
60 ára
Jóhann Salberg Guðmundsson
sýslumaður
Sýslumaður er æðstur valdsmkður i
héraði, enda svo til orða tekið i mæltu
máli, að hann fari með sýsluvöld. Svo
má kalla, að héraðsbúar flestir eiga
meira og minna undir sýslumanninn
að sækja. Þeir eiga við hann alls konar
og óteljandi erindi. Þeir leita ráða
hansog fulltingis i margvislegum efn-
um. Þeir fela honum ágreiningsmál til
úrskurðar. Sýslumaðurinn er oddviti
sýslunnar út á við sem inn á við. Hann
er forsjármaður hennar sem félags-
legrar heildar, og hann er lika, með
vissum hætti, forsjármaður hvers ein-
staklings innan þessarar heildar. Og
siðast, en ekki sizt: Sýslumaðurinn
setur niður deilur manna.
Það er augljóst mál, að á miklu velt-
ur fyrir alla aðila, aö embætti sýslu
manna skipi nýtur maður, er sé þeim
kostum búinn, að hann fái notið hylli
héraðsbúa, traust þeirra, virðingar og
vinsælda.
Nú eru sýslumenn að sjálfsögðu
ólikir sem aðrir menn og misjafnlega
starfhæfir. Fer þvi og fjarri, að allir
hafi þeir hlotið almanna lof, einkum
fyrr á tíð. Hitt er eigi að siður vist, aö i
þeirri sveit hafa jafnan verið ýmsir
ágætismenn, er markað hafa heilla-
spor og ávallt beitt valdi sinu og áhrif-
um á þann veg, er öllum mátti betur
gegna.
Einn þeirra mætu manna átti nýlega
sextugsafmæli. Jóhann Salberg Guð-
mundsson, sýslumaður, er fæddur i
Flatey á Breiðafirði 4. dag september-
mán. 1912. Voru foreldrar hans Guð-
mundur kaupmaður og útgerðarmað-
ur i Flatey og siðar bóndi þar, Berg-
steinsson, mikiil athafnamaður, og
kona hans Guörún Jónina Eyjólfsdótt-
irkaupmanns i Flatey, Jóhannssonar.
Jóhann Salberg lauk stúdentsprófi
1932 og lögfræðaprófi 1938. Tók þá
þegar við sýsluvöldum i Strandasýslu
og hélt til 1958, er hann, i byrjun þess
árs, var skipaður sýslumaður i
Skagafjarðarsýslu og bæjarfógeti á
Sauðárkróki. Jóhann Salberg er
kvæntur Helgu Jónsdóttur tsleifssonar
verkfræðings og konu hans Jóhönnu
Pálmadóttur prests i Hofsósi,
Þóroddssonar. Er frú Helga mikil
myndarkona og manni sinum samhent
um alla hluti. Þau hjón eiga fjóra sonu,
24
uppkomna efnismenn, tiltakanlega
prúða og geðþekka.
Þetta er umgerðin — og stiklað á
stóru. Þarf eigi marga dráttu til að
móta þá mynd, er i umgerðina fellur
—: Drenglpnd og réttsýni, ásköpuð
prúðmennska, einstök góðvild og
ijúfmennska, — þetta eru þeir eigin-
leikar, sem ég ætla að rikastir séu i
öllu fari Jóhanns Salbergs og um leið
þeir, sem áþreifanlegastir eru i sam-
skiptum hans við aðra. Og þetta eru
góðir valdsmannskostir.
Við vorum góðu vanir, Skagfirðing^
ar. Hér hafa löngum setið i valds-
mannssessi góðir menn og merkir og
mikils háttar á ýmsa lund. Forveri Jó-
hanns Salbergs, Sigurður frá Vigur,
hélt Skagafjarðarsýslu nál. hálfan
fjórða tug ára, röggsamt yfirvald,
rómaður dómari, vinsæll maður og
drengur góður. Nýjum valdsmanni
var þvi vissulega vandi á höndum er
hingað kom, ölium ókunnur. Og eftir-
vænting lá i lofti. Hversu mundi þessi
nýi valdsmaður falla okkur Skagfirð-
ingum i geð? Orð hafði farið af vin-
sældum hans meðal Strandamanna, og
mátti þvi að visu góös vænta. Og við
uröum ekki fyrir vonbrigðum. Jóhann
Salberg er góður og skyldurækinn
embættismaður og má hiklaust full-
yrða, að hann njóti óskoraðra vinsælda
og trausts allra góðra manna i þessu
héraði. Hann er giæsimenni i sjón og
raun, mannkostamaður og manna-
sættir. Hann er óvenju seinþreyttur til
vandræða, en gleymir hins vegar
trauðla, að ég hygg, ef á skortir dreng-
skap i samskiptum eða rógmælgi er
beitt á bak. Maðurinn ersvogerður, að
hann ætlar hverjum og einum gott eitt
að óreyndu — og sárnar, eif oftreyst
var, þótt eigi gæti á ytra borði.
Raddir hafa heyrzt um það, að
fækka beri lögsagnarumdæmum og þá
að sjálfsögðu sýslumönnum um leið.
Hverju mundi fólkið i dreifbýlinu
svara, ef spurt væri? Landsbyggðin
hefur smátt og smátt orðið á bak aö sjá
æ fleiri embættismönnum, sem henni
var á margan hátt styrkur að hafa inn-
ann sinna vébanda — og flestum ,,suð-
ur”. Þar er þorri embættismanna og
menntamanna þjóðarinnar saman
safnaður á lófastórum bletti lands, en
sveitir og þorp sitja með sárt enni.
Dreifbýlið hefur þarna, sem viðar,
goldið mikið afhroð. Risið hafa nýjar
og nýjar stofnanir á vegum hins opin-
bera, stofnuð ný og ný embætti — og
svo til öll i Reykjavik. 1 annan staö er
torvelt orðið og oft ógerlegt að fá menn
til að gegna embættum utan Reykja-
vikur. Þeir tolla ekki úti á landsbyggð-
inni. Gildir það einkum um lækna og
presta. Þeir kjósa heldur aö ganga
breiða veginn, þann er liggur suði"- á
Seltjarnarnes — og eiga þó ekki allir
óskiliö mál, sem betur fer. Enn mun
eigi hafa reynzt vandkvæðum bundið
að fá skipað i sýslumannsembætti, þau
er losnaö hafa. Vonandi verður þar
eigi breyting á. Sýslumaðurinn er á
margan hátt skjöldur og skjól þeirra
byggöarlaga, er áhrifavald hans nær
til, hvað sem liður öllu hjali um nauð-
syii á áðgreiningu umboðsvalds og
aomsvaids. Sýslumannsembættin eru
eigi mörg. Það væri óþurftarverk og
enn einn bjarnargreiðinn við dreif-
býlið, ef þeim væri fækkað.
Þetta var nú útúrdúr, semmérvarö á
að taka vegna þakklátrar hugsunar i
garð þeirra embættismanna sem, eins
og Jóhann Salberg Guðmundsson, una
sér úti á landsbyggðinni og helga henni
lifs -itt og starf.
Jóhann Salbergsýslumaður er mikill
félagshyggjumaður og ötull stuönings-
maður þeirra mála allra, er fram
horfa. Hann hefur haft mikil afskipti
af skólamálum i sýslunni og honum
meira að þakka en öörum mönnum,
Framhald á bls. 23
islendingaþættir