Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1972, Blaðsíða 20
Helga Sigurdís Björnsdóttir
Helga Sigurdis hét hún og var dóttir
Kristrúnar Eyjólfsdóttur og Björns
Bjarnasonar að Grafarholti i Mosfells-
sveit, og i þeirri sveit bjó hún reyndar
þau tæp 75 ár, sem henni voru léð, en
hún lézt hinn 26. ágúst s.l. Hún fædd að
Reykjahvoli 4, nóvember 1897, en
fluttist siðan með foreldrum sinum að
Gröf og þá að Grafarholti og bjó þar
unz hún giftist 13. mai 1922, unnusta
sinum, Hreiðari Gottskálkssyni frá
Vatnshóli i Austur-Landeyjum, sem
nú sér á bak konu sinni eftir rúmlega
50ára sambúð. Þau hjón settu fyrst bú
saman að Reynisvatni, bjuggu siðar
að Þormóðsdal og Engi, en siðast að
Hulduhólum, unz þau brugðu búi nú
fyrir fáum árum og fluttu að siðasta
heimili sinu við Hliðartún og enn i
Mosfellssveit. Þeim Helgu og Hreiðari
varð fjögurra barna auðið, sextán eru
barnabörnin og ellefu barna-
barnabörnin i dag.
1 fljótu bragði er hér ósköp venjuleg
saga, þótt þeir viti sem til þekkja^ að
að baki býr barátta ungra hjóna við að
byggja nýbýli, um leið og börnunum
er komið á legg, en sæta þvi á miðjum
aldri, að verða að sjá af bæ sinum til
að valdastreitumenn úr öðru byggðar-
lagifáisinum málum borgið, og mega
þá enn á ný leggja á brattann og reisa
nýtt býli frá grunni, og koma úr þeirri
raun með staðfasta trú á landið og
fólkið sem byggir það, — slik eru ein-
dæmin.
Mennirnir eru vissulega misvel af
guði'verðir og eiga að auki ójafna að
stöðu til að þroska góða eiginleika
sina, og það er ekki að efa að gott at-
læti i foreldrahúsum og uppvaxtarár,
sem næstyngsta systir i stórum hópi
samhentra systkina og siðan einstakt
ástriki i hjónabandi hefur eflt góða
eiginleika Helgu, en að guðsgjöfin hafi
verið stór, sér hver sá sem hugann
leiðir að hversu ósparlega oft var
ausið af brunni glaðværðar og hjarta-
hlýju öðrum til handa og eins þá þegar
erfiðast gekk hennar eigin málum. Sá,
sem hér skrifar, átti þvi láni að fagna
að njóta þessa ómælt, en þótt það
sanni e.t.v. engum neitt, sýnir þó
glöggt, hvern mann Hega hafði að
geyma, þegar unglingur á þessum
siðustu timum efa og hraða, vill taka
vini sina með sér i heimsókn, svo þeir
missi ekki af að hitta þessa fallegu og
góðu frænku.
Ég veit reyndar, að liti frænka min
yfir öxl mér nú, hlæi hún dátt og
segði: sei, sei frændi sæll, nú þykir
mér þú ýkja heldur betur, það var
hennar hógværð, og þannig var hún,
nett og fingerð og sómdi sér hvar-
vetna og átti að auki þá innri fegurð,
sem varðveitti til fullorðins ára, ein-
lægni barnsins, sem öll börn skynjuðu
og löðuðust að og fullorðnir fundu að
treysta mátti.
Og svo mætti lengi telja, þvi
minningarnar eru margar og munu
lifa með þeim sem Helgu þekktu og
áttu að vini og sakna hennar i dagj.
þótt söknuður þeirra verði léttvægur
mót missi bónda hennar og næstu fjöl-
skyldu, en um leið og við hjónin
þökkum Helgu tryggð og vináttu við
okkur og börn okkar, frá fyrstu tið,
sendum við Hreiðari og fjölskyldu
hans samúðar- og vinarkveðjur.
E.Birnir
Guðmundur Jónsson
skipstjóri
Fæddur 29.6 1908.
Dáinn 22.8. 1972.
I dag verður til grafar borinn frá
Akraneskirkju Guðmundur Jónsson
frá Gamla-Hrauni, Kirkjubraut 21,
Akranesi. Ein af hetjum hafsins er
fallin i valinn. Frá þvi i bernsku og
þar til i sumar var hann á sjónum og
sjórinn átti hug hans allan. Ungur
drengur byrjar hann hrognkelsa- og
handfæraveiðar, og siðast nú i sumar
stundaði hann grásleppuveiði i fri-
stundum. 1 meir en 40 ár var sjó-
mennska hans aðalstarf, frá ferm-
ingaraldri og fram undir sextugt.
Meginhluta þess timabils sem vél-
stjóri og skipstjóri. Siðustu 6-7 árin,
sem hann stundaði sjó. Eftir að hann
hætti skipstjórn var hann hjá Runólfi
Hallfreðssyni á „Skirni” og „Jörundi
II” og vann þá flest störf, sem fyrir
komu um borð, leysti yfirmennina af i
frium og vann svo sem háseti þess á
milli.
Sjálfsagt hefur hann oft komizt i
háska á sjónum, þvi hér fyrr á árum
voru skipin og aðbúnaður ekki likur
þvi,er nú er.
En öllum, er þekktu hann mun þó
minnisstæðast, er hann sigldi skipi
sinu „Sigrúnu” heilu i höfn i janúar-
byrjun 1952eftir mikla hrakninga. Það
var i senn afrek og kraftaverk, að þeir
skyldu ná landi eftir tveggja sólar-
hringa hrakninga og geta bjargað
stýrimanninum, er féll útbyrðis. Og
ekki lét Guðmundur sinn hlut eftir
liggja i þeim hildarleik. En einhvers
staðar segir, að ekki sé ófeigum i hel
komið og þeim átti öllum að verða
lengra lifs auðið, og er hann nú sá
fyrsti af skipshöfninni, er fellur i val-
inn, að þvi er ég bezt veit. Eftir að
20
íslendingaþættir