Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1972, Blaðsíða 23

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1972, Blaðsíða 23
ákaflega gestkvæmt enda rómað fyrir gestrisni og myndarskap. Þaðan eiga margir góðar minningar. Ég er einn hinna fjölmörgu, sem oft gisti þau hjónin. Ég hlakka ævinlega til að koma þangað og fer þaðan rikari góðra minninga. Árið 1949 varð Einar byggingarfull- trúi Mýlasýslna og hefir haft það starf með höndum. ásamt Austur-Skafta- fellssýslu. fram á þennan dag. Hann hefir komið mikið við sögu byggingar- framkvæmda á Austurlandi á siðustu áratugum. Einar er mjög eðlisgreind- ur maður. ráðhollur og hinn bezti drengur. Hann er ágætur bygginga- maður. Þessir kostir hans ásamt með- fæddum hæfileikum til að afla sér vina og vinsælda hafa styrkt hann mjög i starfi. Eins og að likum lætur hafa Einari verið falin ýmis trúnaðarstörf, auk hans aðalstarfs. Hann er félagslega sinnaður og heilbrigður i skoðunum. Hann átti t.d. sæti i hreppsnefnd Egils- staðakauptúns i mörg ár. Hann er deildarstjóri Egilsstaða- deildar Kaupfélags Héraðsbúa. Þá er hann trúnaðarmaður Seðlabanka Is- lands á Egilsstöðum. Hann var einn af stofnendum Byggingarfélagsins Brún- ás. Fleira mætti nefna. Eins og raunar margir íslendingar vorra daga ber Einar aldurinn mjög vel. Hann er enn i fullu fjöri, vel á sig kominn og vasklegur. Hann er sannur fulltrúi sinna heimabyggða, enda hefir hann tekið rikan þátt i uppbyggingu þeirra með Iifi sinu og starfi. Þessi skrif eru engin heildarúttekt á lifsferli Einars vinar mins, heldur litil afmæliskveðja til hans og fjölskyldu. Þau Einar og Sigríður dvöldust á af- mælisdaginn hjá Stefáni og fjölskyldu hans i Sviþjóð. Vinir þeirra og frændur senda hjartanlegar hamingjuóskir og vonast til að afmælisbarninu endist lif og heilsa um langa framtið. Er það ein- læg von min, og tala ég áreiðanlega einnig fyrir fjölmarga aðra, að eiga þess sem oftast kost að sækja þau heim i Laufás. Tómas Arnason. Jóhann Salberg Guðmundsson Framhald af bls. 24 hversu þeim málum hefur nú loks þok- að áleiðis eftir mikið þóf og langvinnt stimabrak. Hann er og mjög eindreg- inn samvinnumaður, hefur setið i stjórn Kaupfélags Skagfirðinga um árabil og jafnan lagt þar gott til mála. 1 fjölmennu hófi, er þeim sýslu- mannshjónum og fjölskyldum þeirra var haldið i Miðgarði i tilefni af sextugsafmæli sýslumanns, var á það bent af einum ræðumanni. að þrir menn ágætir, allir vaxnir úr grasi i Barðastrandarsýslu en siðar gerzt grónir Skagfirðinga»-, hefðu átt merk- isafmæliá siðustu mán: Hermann Jónsson. fv. sýslunefndarmaður og hreppstjóri á Yzta-Mói, mikill félags- málaleiðtogi. varð áttræður þ. 12. desember. sr. Björn Björnsson, pró- fastur á Hólum i Hjaltadal, átti sextugsafmæli 7. mai, og Jóhann Salb. Guðmundsson. sýslumaður og bæjar- fógeti. varð sextugur hinn 4. septem- ber. Það er hverju héraði, hverju sam- félagi, ómældur gróði. að verða ,,inn- rásar' -vettvangur þvilikra höfðings- manna og mega njóta áhrifa þeirra og starfa. Gisli Magnússon Jóhann Salberg Guðmundsson er fæddur i Flatey á Breiöafirði 4. sept. 1912, og á þvi sextugsafmæli á þessu hausti. Hann ólst upp hjá foreldrum sinum, Jóninu Eyjólfsdóttur og Guð- mundi Bergsveinssyni, i stórum syst- kinahópi. Um ættir hans og frændfólk veit ég litið, það helzt, að tónskáldið Atli Heimir Sveinsson er systursonur hans, og að rithfundurinn viðfrægi, Jón Sveinsson, var ömmubróðir hans. Mér hefur oft flogið i hug, hvort Jó hann Salberg mundi ekki likjast þess- um ömmubróður sinum. Hann hefur svo mildan svip, og ætlar jafnan öðr- um allt það bezta, sem er einkenni góðra manna. Jóhann Salberg gekk menntaveg.og lauk lögfræðiprófi 1938. Tuttugu árum siðar gerðist hann sýslumaður i Skagafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Sauðárkróki. Fluttigt hann þá til Sauðárkróks með konu sinni, Helgu Jónsdóttur og fjórum son- um þeirra, sem nú eru allir uppkomnir menn, og bera foreldrum sinum og heimili gott vitni, vel gefnir, duglegir og framúrskarandi háttprúðir. Kynni min af frú Helgu og Jóhanni Salberg eru jafnlöng og vera þeirra hér i Skagafirði, eða 14 ár. Fyrst eftir kom- una hingað bjuggu þau við mikil þrengsli i gamla sýslumannshúsinu við Suðurgötu, sem fyrir löngu var orðið alltof litið og ófullnægjandi fyrir skrifstofur embættisins, og einkaibúð- in litil, en skömmu siðar var byggt stórt og fallegt embættishús á Viði- grund 5. Þar er ágætt skrifstofuhús- næði og rúmgóð ibúð. Þar hafa sýslu- mannshjónin gert sér yndislegt heim- ili, og oft er þar fjölmennt innan dyra. Barnabörn þeirra eru þar oft, og á há- tiðum safnast fjölskyldan þar saman eftir þvi sem kostur er á. Þangað er gott að koma gestur, þvi að húsbænd- urnir hafa þann höfðingsbrag að gest- urinn finnur sig hjartanlega velkom- inn. Sennilega hvarflar aldrei að nein- um, að gestakoma geti valdið töf eða truflun á þvi heimili. Mér er kunnugt um, að vinnudagur sýslumannsins er oft mjög langur, en hversu önnum kafin sem hjónin eru, verða gestir þess tæplega variri. Frú Helga segir máske eitthvað á þá leið, að hann Jóhann sé aðeins við bundinn á skrifstofunni, en komi innan stundar. Fyrr en varir er sezt að vel búni kaffiborði, og aldrei hefur mér dottið i hug að húsmóðirin hefði nokkra fyrirhöfn i sambandi við það. Þar er eins og allt þess háttar komi af sjálfu sér. Allir hafa hugann við aö tala saman, og umræðuefni eru óþrjót- andi. Þar er rætt um þjóðmál og stjórnmál, og menn og málefni innan héraðs. Enginn kemur i sýslumanns- húsið án þess að verða fyrir sterkum persónulegum áhrifum frá þessum gáfuðu og glæsilegu hjónum. Frá þeim streymir góðvild og samúð með þeim sem standa höllum fæti i lifinu eöa eiga af einhverjum sökum erfitt upp- dráttar. Þau eru mjög hreinskilin, og eiga til gamansemi i ríkum mæli, ekki siður frú Helga, og það á sinn þátt i þvi hvað skemmtilegt er að koma til þeirra. Jóhann Salberg er mjög hlédrægur maður, en vegna stöðu sinnar hlýtur hann að taka þátt i fjöldamörgum málum i þessu héraði, og hafa af þeim veg og vanda. Og þótt við ramman reip sé að draga, þar sem er skagfirzkt tómlæti, hygg ég að þegar frá liður muni viða sjást og finnast árangur verka hans, ekki sizt i skólamálum og öðrum menningarmálum, en þau eru honum sérstaklega hugstæð. Honum verður þakkað margt og mikið á sin- um tima, þegar fjarlægðin skapar möguleika á að greina sundur stórt og smátt. Og það vona ég, að hann verði sýslumaður okkar í þessi tiu ár, sem hann enn má þjóna sliku embætti. Við, öll á Silfrastöðum, sendum Jó- hanni Salberg innilegar afmælisóskir. Hafi þeim frú Helgu fundist anda köldu til þeirra hérna i Skagafirði þá vona ég, að þau finni þó miklu betur hlýjan blæ frá hugum allra þeirra mörgu, sem óska þeim góös og þakka liðna samverutima. Helga Kristjánsdóttir 23 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.