Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1972, Blaðsíða 17

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1972, Blaðsíða 17
að ástúð og umhyggju og allri menn- ingu. Sama máli gegndi um tengdabörnin og með barnabörnunum tóku dagarnir að geisla gleðistöfum að nýju, er birtu morgunsins var brugðið inn i fegurð kvöldsins. Heimilin öll voru tengd traustum böndum tryggða og alúðar og hver og einn lagði sig fram um að vaka með trúfesti á verði og sýna skilning og hlýja ræktarsemi. Þorlák- ur, sem annars var ekki orðmargur maður, allra sizt um einkahagi, lét þess iðulega getið við mig, hvilik auð- legð sér hefði gefist með börnum sin- um og þeirra fjölskyldum — og brúð- inni, sem hann unni aö efsta degi og átti um minningar, sem voru honum helgur dómur. Þorlákur lézt á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 22. júni sl. og var jarðsunginn frá Akureyrarkirkju 29. s.m. Ævikvöld hans að liðnum iöngum degi var eins og hann — auðugt að feg- urð. Minning hans vakir i vitund vina og verður ljós i hugum allra, sem áttu hjarta hans. Aðalsteinn Jóhannsson var fæddur 29. janúar 1894 að Nunnuhóli i Arnar- neshreppi og var bróðir Onnu konu Þorláks á Reistará. Var hann næst- yngstur af fjórum systkinum. Foreldr- ar hans, Þorgerður Vigfúsdóttir og Jó- hann Sigurgeirsson voru um nokkurt skeiði húsmennsku hjá Jóni A. Hjalta- lin skólastjóra á Möðruvöllum i Hörg- árdal. En voru siðan á ymsum stöðum á þessum slóðum, ýmist við búskap eða i húsmennsku. Aðalsteinn mun ungur hafa vanizt mikilli vinnu, sem titt var á þeirri tið, fór m.a. til sjós og stundaði það um árabil. Heimili átti hann hjá systur sinni á Syðri-Reistará frá þvi árið 1922. Varð hann önnur hönd mágs sins við búreksturinn og trúr vinur og félagi til æviloka. Var samband þeirra i gegn- um árin svo hlýtt og traust að varla var annað unnt en að hugsa sér þá saman. Aðalsteinn kvæntist ekki né eignaðist niðja, en systurbörnum sin- um mun hann hafa sýnt föðurlega um- hyggju og ræktarsemi og börn þeirra orðið honum gleðigjafar. Hugur hans rúmaði allar fjölskyldurnar. Aðalsteinn Jóhannsson var friður maður i sjón og fremur hæglátur i fasi. Skap mun hann hafa átt all rikt og kunnað að segja meiningu sina af ein- urð, ef honum þótti þess þurfa. Dreng- ur var hann i raun og óhvikull i trúfesti sinni við sérhvað það, er hann batt tryggðir við. Starfsmaður mun Aðal- Kristín Gnðb j artsdóttir Bæ 1. Hrútafirði Hún fæddist i Auða-Hrisdal i Arnar- firði l.oktober 1901 og ólst upp hjá for- eldrum sinum fyrstu árin, en fór svo með móður sinni að Brjánslæk á Barðaströnd og þar dvöldu þær mæðgur i nokkur ár. Frá Brjánslæk fluttu þær aftur i Arnarfjörðinn og þar vestra dvaldi Kristin til ársins 1930 að hún fluttist i Borgarf jörð og var þar til ársins 1936 nema eitt ár, er hún var i Skagafirði Arið 1936réðist hún sem ráðskona til Ólafs Guðjónssonar, bónda i Mið- húsum i Hrútafirði. Er Kristin kom i Hrútafjörðinn var hún 'með 16 ára dóttur sina með sér, Laufeyju, er alizt hafði upp hjá henni. Aðra dóttur Guð- rúnu eignaðist Kristin árið 1927, sem ólst upp hjá föður sinum Árið 1940 giftist Kristin.ólafi Guð- jónssyni og bjuggu þau i Miðhúsum þar til að þau fluttu að Bæ árið 1946. Þau eignuðust tvo syni Guðjón, nú bónda á Valdasteinsstöðum giftan Elsu Gisladóttur frá Svalhöfða i Dölum og Þórarin nú bónda i Bæ 1 giftan Dagmar Rögnvaldsdóttur frá Borðeyri. Ég kynntist Kristinu ekki steinn hafa verið góður og skilað dags verki sinu með sóma hvar sem hann var að starfi. Voru merkin eftir langan dag auðsæ orðin. Aðalsteinn lézt i Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 17. mai s.l. Á Möðruvöllum i Hörgárdal var honum hvila búin. 1 birtu vorsins fagnaði byggðin sinum trúa syni, er var kom- inn heim. Vorið 1958 urðum við systkinin grannar þeirra Þorláks og Aðalsteins frá Reistará. Höfðum við ekki verið lengi i nálægð við þá, er kynni hófust, sem siðar urðu aö hlýrri vináttu. Tið- um bar fundum saman, mætzt var á götu, hitzt á bæjarhlaði og lika litið inn. Tekið var tal saman og fylgzt með högum og fór jafnan hib bezta á i sam- skiptum öllum. Duldist okkur ekki að hér fóru sannir heiðursmenn með skira skildi. Er þeir mágarnir fluttu úr ibúð sinni i Brekkugötu 21 og fóru til vistar á Elliheimili Akureyrar haustið neitt að ráði fyrr en eftir að hún fluttist i nágrennið, það er að Bæ. Mann 1970, söknuðum við vina i stað. Við söknuðum þess að sjá þá ekki ganga um og geta ekki mælt þá málum. Um- hverfið — hið næsta var mun tómlegra eftir. Það hafði lika misst einhvern hlýjublæ, sem fór þvi svo vel áður. En þótt lengra yrði i milli, rofnaði sam- bandið ekki. Stundum var litið inn á Elliheimilið og mætzt að nýju i hand- taki vináttunnar. A þessu stóra heimili urðu þeir Þorlákur og Aðalsteinn vel virtir og vinsælir, sem annarsstaðar. f kyrrð kvöldsins sómdu þeir sér jafn vel og i starfsönn daganna áður. Vegna eigin verðleika sinna óg frá- bærrar alúðar og umhyggju þeirra, sem stóðu þeim næst, fylgdi fegurð heiðrikjunnar aftni þeirra. En þreyttum er þörf á hvild og þvi urðu þáttaskilin þeim þráð gjöf. Handan Fögrudyra fá þeir nú fagnað nýjum morgni — og birtan brosir við. Jórunn ólafsdóttir. frá Sörlastöðuni. islendingaþættir 17

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.