Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1972, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1972, Blaðsíða 14
lézt. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Dósóþeusdóttir i Görðum, Aðalvik, Hermannssonar, og þýzkur maður: Karl Krautwurst vélfræðingur frá BerlinJ Hanna ólst aö mestu upp austanfjalls hjá fóstru sinni Kristinu Þorláksdóttur, mikilli gæðakonu, en var einnig samvistum við móður sina, einkum eftir að til Reykjavikur kom, meðan hún var i skóla. Hanna lauk prófi frá Kennaraskóla Islands vorið 1931, en það er einmitt á námsárum hennar þar, sem kynni okkar hófust, þvi báða mina vetur i Samvinnuskólanum var ég til húsa hjá móður hennar að Lindargötu 38 hér i borg: einn og i fæði fyrri veturinn, en við kona min bæði seinni veturinn i mjörg nánu sambýli. Þá hittumst við Hanna daglega, og ég var einn þeirra, sem þá nutu geislandi lifsfjörs hennar hressandi viðmóts, að ógleymdum öll- um „söngtimunum” hjá henni, þegar orgelið var knúið þróttmiklum tilþrif- um og hver ,,söng með sinu nefi” af hjartans lystisemd. Þá ,,var oft i Koti kátt”! Frá þessum æskusamskiptum rofnaði samband okkar aldrei, þótt löngum væri ,,vik á milli vina”. Og nú eftirá þykir mér vænt um að hafa átt þess kost að komaalloftitilHönnu meö- an hún lá banaleguna, og siðast kvöld- ið áður en hún dó. Og það var i eina skiptið, sem hún var ekki fær um að tala við mig. I öll hin einkenndist tal hennar af meðfæddum lifsþrótti og jafnvel gáska — löngu eftir að hún vissi fullvel að hverju dró, enda spann- st það ósjaldan inn i umræður okkar vegna verkefna, sem við höfðum á prjónunum. Slikur var kjarkur henn- ar. Æðruorö mælti hún aldrei, en vann að áhugamálum sinum alla stund eftir þvi sem kraftarnir frekast leyfðu. Minnist ég þess nú m.a. að einhverju sinni, þegar ég lét i ljós aðdáun á dugnaði hennar, tók hún frammi fyrir mér og sagði af sinni alkunnu spozku og með fjörlegu augnatilliti: „Já, þú meinar, að ég sýni dugnaö i að deyja! ” Það geröiHanna vissulega.rétt eins og hún hafði verið hetja i lifinu. Eftir að Hanna lauk kennaraprófi vann hún löngum að fræðslustörfum: fyrstu þrjá veturna i móðurættbyggð sinni á Hesteyri i Sléttuhreppi, (og kom þá m.a. upp i henni útilegu- og baráttuhugurinn, sem hún naut þarna i vetrarriki ,,á hjara veraldar”!) Tvo vetur var hún við smábarnakennslu i Reykjavik, en siðan um ellefu ára skeiðfastur kennari við Miðbæjarskól- ann, þar sem söngur var aðalkennslu- grein hennar. Einnig stundaði Hanna margþætta kennslu fyrir austan, eftir að hún kom i Holt, og var m.a. um tima skólastjóri viö Seljalandsskól- ann. Svo varð hún aftur kennari hér i Reykjavik siöustu árin, eftir að hún varð ekkja. Ég ætla að öll kennslustörf Hönnu hafi einkennzt af fjöri, dugnaði og samvizkusemi. Kennslan var henni áhuga- og hugsjónamál svo sem æski- legast er, ef fullt gagn á að verða að, en viða skortir á. Einkum var hún vin- sæl sem söngkennari, og sem slikrar mun margur minnast hennar með hlýjum þakkarhug. Tvö sumur stundaði Hanna nám og störf við barnagarða i Danmörku. Sýnir það m.a. uppeldisáhuga hennar. En viöar kom þessi óvenju lifandi manneskja við sögu. Eftir að hún flutt- ist austur undir Eyjafjöll, stóð hún framarlega i margþættum félagsmál- um, ekki sizt á sviði safnaðar- og söng- mála: var löngum organisti og söng- stjóri við kirkjur manns sins, og auk þess formaður Kirkjukórasambands Suðurlands um margra ára skeið. Þá átti hún og sæti i stjórn Prestsekkna- sjóðs tslands, o.fl. mætti til tina. Það fer vart á milli mála, hver voru helztu persónueinkenni Hönnu Karls- dóttur. Eitt var óvenjulegur lifskraft- ur samfara hreinu harðfylgi, þegar um áhugamál var að ræða. Hún hefði þess vegna getað stjórnað heilli her- deild með myndugleik. Hún var aldrei veil né hálf i neinu, heldur gekk heils- hugar og af eldmóði að öllu þvi, sem hún á annað borð sinnti. Náskylt þess- um skapgerðareinkennum hennar voru hreinskilnin — ósjaldan óþægileg i bráð — nákvæmnin og glaöværöin. Vettlingatök voru henni sjálfri ekki töm, og hún átti bágt með að liöa öðr- um þau. Engan var jafngaman aö rif- ast ærlega við, enda elduðum við gjarna saman grátt silfur, ef þvi var að skipta, en oft endaði slik senna með striðnisglettni i gáskafullum svip hennar og jafnvel dillandi hlátri, sem var henni svo tamur. En þótt Hanna væri að eðlisfari svo opinská,sem ég hefi látið liggja aö, var lund hennar samt einlæg og bljúg, þegar inn úr skelinni kom. Ekkert aumt mátti hún sjá án þess að koma til hjálpar, og stórgjöfull höfðingi var hún, þegar svo bar undir — raunar langt um efni fram. Hanna Karlsdóttir var tvigift. Fyrri mann sinn, Stein Ásbjörnsson stýri- mann frá Ólafsvik gekk hún að eiga 24. nóv. 1935, en missti hann eftir ör- skamma sambúð, þvi hann drukknaði ásamt heilli skipshöfn 9. sept. árið eft- ir. Minnumst við hjón ýmist komu hans eins eða þeirra beggja á Siglu- firði þetta eina sumar, sem þau áttu saman, og þó aðeins stopular stundir. Seinni maður Hönnu var, svo sem alkunna er, séra Sigurður Einarsson skáld i Holti; einn rismesti og um- deildasti embættismaður landsins fyr- ir og um miðbik aldarinnar. Þau gengu i hjónaband 21. sept. 1944 og eignuðust einn son: Stein Hermann, langferðabifreiðastjóra i Reykjavik, kvæntan Mariu Ingibjörgu Guðbjörns- dóttur frá Selfossi, og eiga þau einn dreng 6 ára, Sigurð Einar. Þau Hanna og séra Sigurður komu oft á heimili okkar hjóna, bæði á Siglu- firði og hér i Reykjavik, og ósjaldan brugðum við okkur austur i Holt, þar sem yngri sonur okkar og móðir min ásamt beztu vinkonu sinni; Vigdisi, móðursystur Hönnu, áttu langdvalir. Er nú margs að minnast frá þessum samverustundum, ekki sizt frá As- vallagötunni, þegar þau prestshjónin komu i heimsókn. Leið þá margt kvöldið i aftansólarskini Vesturbæjar- ins við freyðandi mælsku og viðfeðma þekkingu séra Siguröar, en gneistandi athugasemdir og tilsvör Hönnu. Þá get ég ekki gleymt leiðangrinum mikla sumarið 1965 á vegum Atthagafélags Sléttuhrepps til Aðalvikur, einkum messugerðinni einstæðu i Staðar- kirkju, þar sem séra Sigurður flutti ógleymanlega stólræðu, en Hanna var organistinn og söngstjórinn. Þaö var ógleymanleg stemmning yfir þessari guðsþjónustu, og aldrei mun hafa ver- ið jafnmikið fjölmenni samankomið við Staðarkirkju i Aðalvik og þennan sólfagra sunnudag. Aðdragandinn all- ur og þátttaka margra gömlu sóknar- barnanna, þ.m.t. forsöngvara og hringjara — gerðu lika sitt til þess að auka á eftirminnileik þessarar stund- ar og hrifningunni yfir frábærri 14 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.