Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1972, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1972, Blaðsíða 4
Asgeir H. Gíslason F. 21. september, 1920 D. 23. ágúst, 1972. Fagrir hlynir, blóm og jurtir vaxa úr skauti móður, laufgast og blómgast, fölna og visna, og falla til foldar á ný. Svipað er varið með okkar mannlega lif. Lifið skapar tilveruna, sem er utan takmarka tima eða rúms. Þaö voraði snemma á þessu ári, en haustveðráttan hefur heldur ekki látið standa á sér þó enn sé ekki liðinn ágústmánuður. 1 sföustu viku lagöi heljar dómur dauðans fagurgerðan mannlegan hlyn til hinztu hvflu, Asgeir Gfslason bifreiðastjóra á B.S.R. Vissulega kom engum, sem til þekkti, fráfall hans á óvart, þvi hann háði vonlausa sjúkdómsbaráttu siðustu mánuðina. Snemma á þessu ári var gerð á honum höfuöaðgerð, en sjúkdómurinn var þess eðlis, að hvorki lærdómur, þekking eða mannlegar læknishendur fengu rönd við reist. Ásgeir var mjög gjörvulegur maður, stór og sterkur og samsvaraði sér vel, svipurinn hreinn og þýður, skemmti- legt sambland af karlmannlegri fegurð og myndarskap. Drengskapur, einlægni og góður vilji leyndi sér ekki i svip eða framkomu. Bifreiðastjórastarfið var hans aöal- starf, lifiö út i gegn. Allan sinn aldur var hann sérstaklega farsæll bifreiöa- stjóri og samofinn þeim tviþættu hæfi- leikum að vera góður ökumaður og fara vel með ökutækið, og hitt ekki siö- ur aö hafa góö áhrif á farþegana, glað- ur og hress, hjálpsamur og nærgætinn, Fossvogskapellu og jarðarförina að Ingjaldshóli bar þvi vitni, hvað Jón var með afbrigðum vinsæll. Ég átti Jóni mikið að þakka fyrir hans miklu alúð við foreldra mina og allt mitt fólk og viö hjónin þökkum honum af alhug allt gott á liðnum árum. Guð blessi eiginkonu hans og börnum minninguna um hinn látna heiðursmann. Hrefna Magnúsdóttir. 4 bifreiðastjóri en djarfur og ákveðinn þegar þess þurfti með. Þegar leiðir okkar lágu fyrst saman var hann bilstjóri á B.S.R.. Mér er sér- staklega minnisstætt frá okkar fyrstu kynnum, hvað hann haföi mikla tiltrú og traust, sem bifreiðastjóri og hversu hann fór vel með ökutækið sitt. Hann var þá mikið i utanbæjarakstri á sumrum og margir munu hafa leitað til hans aftur og aftur, sem kynntust honum, sem dugmiklum og farsælum ferðamanni. Þegar fyrirtækið „Norðurleiö” var stofnað og tók aö sér sérleyfið Reykjavik-Akureyri, gerðist hann hluthafi þar, og stundaöi akstur á þessari sérleyfisleiö um nokkura ára skeið. Komu þá fyrrgreindir hæfileik- .ar hans að góðum notum. A þessum árum lenti hann að vetra- lagi i bilslysi við Giljá i Húnaþingi. I þessu slysi brákaðist hann i baki og átti lengi við þrautir og vanheilsu að striða og grunur minn er sá, aö frá þeirri stundu hafi hann ekki gengið heill til skógar. Það skal tekið fram, að i þessari ferð var Asgeir ekki ökumaður bifreiðar- innar. Þaö má með sanni segja, að bif- reiðastjórastarf Asgeirs hafi verið tvi- þætt, annars vegar starfið á B.Sit. en hins vegar akstur á langferöabilum, og hygg ég, að það starf hafi fallið hon- um betur i geð. Asgeir var frábær heimilisfaðir, um- hyggjusamur eiginmaður og ástríkur faðir og afi. Það leyndi sér ekki, þegar hann ræddi um heimilið sitt, að fyrir það eyddi hann öllum sinum kröftum. Eiginkonan, dæturnar, og dóttur- börnin voru honum allt og þá ekki hvað sizt dóttursonurinn Asgeir litli sem hann hafði sérstakt yndi af. Hann var ekki auðelskandi maður, en lagði hart að sér til þess aö fjöl- skyldan gæti búið við sæmilega efna- legt öryggi, það tókst honum. Þó þyngdi fyrir fæti, þegar heilsan lét sig og þrekið fór að dvina. Það tilheyrir starfi okkar leigubifreiðastjóra að vinna lengri vinnudag en flestar aðrar stéttir. Þetta hefur ekki svo mikið að segja meðan menn eru á léttasta skeiði, en þegar aldurinn færist yfir verður þetta flestum ofraun. En þrátt fyrir þennan annmarka I lifi okkar og starfi eigum við einnig okkar gleðistundir. A einni slikri gleði- stundu um hásumar i viðfeðmum, fögrum fjallafaðmi, kynntist ég Asgeiri vini minum i nýju ljósi, frjáls úr fjötrum hins hverdagslega lifs. Þá kynntist ég ljóðelskum kvæðaþul, sem kunni frá mörgu að segja i bundnu og óbundnu máli. Bundið mál var honum sérstaklega hugleikið, og hann bjó yfir skemmtilegri kimnigáfu, þegar hann sagði frá ýmsu, sem á daga hans hafði drifið. Hann var góður söngmaður og söng meö Karlakór B.S.R. i nokkur ár. Söngfélagar hans hafa beðið mig aö flytja honum beztu þakkir fyrir söng hans og starfsemi i þágu kórsins. Asgeir var vinsæll og vinmargur á vinnustað, átti fáa eða enga and- stæðinga. Þó hafði hann ákveðnar skoðanir á þjóðmálum og félagsmál- um og hvikaði ekki frá þvi, sem hann áleit að væri rétt þó fast væri deilt. Ég naut þess á liðnum árum að skoðanir okkar á fyrrgreindum efnum runnu i sama farveg, og það er sannarlega ekki litils viröi aö njóta trausts hjá góöum og nýtum dreng sem Asgeir var. Viö starfsbræöur þinir á B.S.R. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.