Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1974, Blaðsíða 6
Dr. Þórður Þorbjarnarson
Miðvikudaginn 20. marz var til
moldar borinn dr. Þórður Þorbjarnar-
son, forstöðumaður Rannsókna-
stofnunar fiskiðnaðarins, en hann lézt
að Vífilsstöðum aðfaranótt þriðju-
dagsins, 12. marz, eftir löng og erfið
veikindi.
Þórður fæddist á Bildudal 4. mai
1908 og voru foreldrar hans Þorbjörn
héraðslæknir þar Þórðarson, hrepp-
stjóra og útvegsbónda að Hálsi i Kjós,
og kona hans Guðrún Pálsdóttir,
prófasts að Prestbakka, Ólafssonar.
Að loknu stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum i Reykjavik 1929 sigldi Þórð-
ur til Kanada og hóf þar nám i fisk-
efnafræði,sem hann svo lauk prófi i frá
Dalhousie University i Halifax árið
1933.
Hann hélt siðan háskólanámi áfram
i Englandi og lauk Ph D-prófi i lifefna-
fræði frá University College i London
1937. Það er haft fyrir satt,að fátt móti
menn meira en æskustöðvarnar, og
mörgum endast áhrif þeirra ævilangt.
Þórður Þorbjarnarson ólst upp i vest-
firzku sjávarþorpi, Bildudal, þar sem
hann kynntist islenzkum sjávarútvegi
þegar i æsku af eigin raun. Sá áhugi,
sem þá var vakinn á málefnum út-
vegsins, entist honum ævilangt.
Það var ekki algengt á þessum árum
að islenzkir stúdentar leggðu leið sina
til náms i Kanada, en fyrir ungan
mann, sem sérstaklega vildi kynna sér
sjávarútveg og fiskiðnað á fræðileg-
um grundvelli, voru kanadiskir
háskólar grinilegir til fróðleiks.
Árið 1934 varð Þórður svo ráðunaut-
ur i fiskiðnfræðum hjá Fiskifélagi Is-
lands, en stundaði þó einnig fram-
haldsnám á vetrum i London, allt til
1937.
Á árinu 1934 urðu raunverulega
veigamikil þáttaskil i lífi hans, þvi að
ráðunautsstarfið átti eftir að þróast
yfir i þau rannsókna- og leiðbeininga-
störf i þágu fiskiðnaðarins, sem urðu
ævistarf hans. Svo ör hefur vöxtur
þessarar starfsemi orðið, að á árinu
1974 er það rannsóknastofnun með yfir
30 manna starfsliði, sem nú sinnir
þeim verkefnum, sem áður gerði einn
ráðunautur. Ævisaga Þórðar Þor-
bjarnarsonar er þvi snar þáttur i þró-
unarsögu þessarar starfsemi.
Fyrstu rannsóknastofurnar urðu til
6
á neðstu hæð Fiskifélagshússins við
Ingólfsstræti. Þarna var ekki vitt til
veggja og tækjakostur af skornum
skammti fyrstu árin, en 1946 voru
samþykkt á Alþingi lög, þar sem svo
var kveðið á, að ákveðinn hundraðs-
hluti af útflutningsverðmæti sjávaraf-
urða skyidi renna til byggingar fyrir
fisk- og fiskiðnaðarrannsóknir. Með
þessum lögum var brotið blað og
grundvöllurinn lagður að Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins, eins og hún nú
er.
Oft höfum við, starfsmenn þessarar
stofnunar, rætt það okkar i milli,hviliku
grettistaki hafi I raun réttri verið lyft,
þegar ákveðið var á árinu 1946 að
reisa stórhýsi fyrir rannsóknastarf-
semi að Skúlagötu 4. Hér munu sjálf-
sagt ýmsir hafa lagt hönd á plóginn, en
ekki er ég i vafa um, að áhugi Þórðar
Þorbjarnarsonar og elja við að sann-
færa ráðamenn þjóðarinnar um gagn-
semi rannsókna i þágu atvinnuveg-
anna hafi orðið þyngzt á metaskálun-
um.
Það er ekki ætlun min að rekja hér i
þessum kveðjuorðum starfsferil Þórð-
ar Þorbjarnarsonar, en hann lét sér
raunar ekkert óviðkomandi, sem við
kom nýtingu sjávarafla, allt til ævi-
loka. Þó eru það tvö atriði, sem verða
mér öðrum fremur minnisstæð, vegna
þess að bæði mörkuðu á sinum tima
djúp spor i atvinnusögu þjóðarinnar.
Þegar Þórður hóf störf hjá Fiski-
félagi íslands, var framleiðsla þorska-
lýsis þýðingarmikil atvinnugrein og
nam verðmæti þess 10% af út-
flutningsverðmæti sjávarafurða.
Hann hóf nú þegar skipulagðar
mælingar á A-vitaminmagni i þorska-
lýsi og ýmsum öðrum lifrarlýsis-
tegundum, og áttu þær drjúgan þátt i
þvi,að farið var að miða verð á lýsi við
vitaminmagn, en það var til hagsbóta
fyrir íslendinga, sem framleiddu lýsi
auðugt af vitaminum. En Þórður lét
ekki hér við sitja. Lútsuðan, sem er
bræðsluaðferð til vinnslu á lýsi úr
fiturýrri lifur og lifrargrút, er i sinni
núverandi mynd að verulegu leyti
hans verk og i erlendum fræðibókum
oft nefnd islenzka aðferðin.
Framleiðsla þorskalýsis hefur að visu
dregizt saman á seinni árum vegna
tilkomu ódýrra gervivitamina, en lút-
suðan er þó enn i fullu gildi og viða not-
uð i lifrarbræðslum landsmanna.
Sumarið 1935 varð alger aflabrestur
á sildveiðunum fyrir Norðurlandi.
Þórður dvaldi þetta sumar á Sólbakka
við Flateyri og ætlaði að annast þar
efnafræðilegt eftirlit við sildarbræðsl-
una. Það voru aðallega togarar, sem
leggja áttu upp á Sólbakka, en nú urðu
bæði verksmiðjur og veiðiskip verk-
efnalaus, vegna aflaleysisins. Þórður
og félagar hans á Sólbakka lögðu nú
ráð sin saman, og árangurinn varð, að
togararnir skyldu veiða karfa i
bræðslu. Þetta heppnaðist ágætlega og
gekk bræðsla karfans snurðulaust. Is-
lenzkir togarar hirtu yfirleitt ekki
karfann fram að þessu, svo að hér var
um algera nýjung að ræða, sem átti
eftir að valda straumhvörfum i is-
lenzkum sjávarútvegi.
Það má að leiðarlokum undrast yfir
þvi,hve mörgu Þórður Þorbjarnarson
kom I framkvæmd og hve margvisleg-
um verkefnum hann sinnti, ekki hvað
sizt vegna þess að hann gekk sjaldan
heill til skógar. Það fór ekki framhjá
samstarfsmönnunum, að heilsa hans
leyfði oft á tiðum ekki, að hann væri á
vinnustað, en hann var þar samt og
vildi ekki annað. Bezt naut hann sin
fyrr á árum, meðan hann gat sjálfur
íslendingaþættir