Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1974, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1974, Blaðsíða 15
Ragna Stefánsdóttir fi/4 188!) — 2!)/:i 1974. Minn 29. marz sl. andaðist Hagna Stefánsdóttir, Hringbraut 26 hér i borg, eftir skamma sjúkdómslegu. Ragna var fædd að Eystri-Sólheim- um i Mýrdal 6. april 1889. Foreldrar hennar voru hjónin, Stefán Gislason læknir og fyrri kona hans, Ragnheiður Einarsdóttir. Ragna ólst upp með for- eldrum sinum, fyrst i Mýrdal og siðar á Fljótsdalshéraði. Þar andaðist móð- ir hennar 1903, en árið eftir fluttist hún aftur i Mýrdalinn með föður sinum. Hún fékk góða menntun á æskuárum sinum, eftir þvi, sem þá var um að gera, enda greind og bókhneigð. Meðal annars stundaði hún nám i Kvenna- skólanum i Reykjavik. Hinn 14. nóvember 1914 giftist hún Nikulási Friðrikssyni frá Litluhólum i Mýrdal. O Dr. Þórður tekið virkan þátt i fiskiðnaðartilraun- um rannsóknarstofunnar. Hann var mildur stjórnandi og var það i samræmi við frjálslyndar skoðanir. Enda þótt heilsufarið hafi sjaldnazt veriðsem skyldi, hygg ég þó,að Þórður Þorbjarnarson hafi verið mikill gæfu- maður bæði i starfi sinu og einkalifi. Hann var i hópi forystumanna i sjávarútvegi og fiskiönaði á storma- sömu framfaraskeiði og hafði sem slikur mikil áhrif á þróun mála, sem voru honum hugstæð allt frá æskuár- um. Árið 1936 gekk Þórður að eiga Sigriði Þórdisi, dóttur Arents Claessens, aðal- ræðismanns og konu hans, Helgu Þórðardóttur. Þau hjónin eignuðust einn son, Þórð, sem nú er borgarverk- fræðingur i Reykjavik. Frú Sigriður eða Bella.eins og hún oftast var nefnd, reyndist manni sinum ástúðlegur og traustur lifsförunautur, sem engir erfiðleikar fengu bugað, allt til hinztu samverustundar. Samstarfsfólk Þórðar Þorbjarnar- sonar sendir frú Sigriði og fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur, þótt orðin kunni að vera fátækleg, þegar svo góður drengur er horfinn yfir móð- una miklu. Geir Arnesen. Þau hjónin fluttu til Reykjavikur 1921, þar sem Nikulás varð einn af fyrstu starfsmönnum Rafveitu Reykjavikur. Þegar á árinu 1928 reistu þau hjónin sér hús að Hringbraut 26 og þar bjó Ragna alia tið siðan. 1 hjúskapnum biðu Rögnu hin venjulegu kjör hús- móður og eiginkonu. Heimilishald, barneignir og barnauppeldi. Börnin urðu sjö. Þau eru öll á lifi og eiga fjöld barna og barnabarna. Ragna var mik- il móðir og annaðist börn sin vel. Hún var með afbrigðum barngóð og ástsæl af börnum, bæði sinum eigin börnum og afkomendum og einnig óskyldum. Arin liðu. Nikulás eiginmaður hennar andaðist á árinu 1949. Yngsta barn hennar var þá á átjánda ári og starfs- sviðið að minnka. „Hvað ætlar þú nú að gera?” spurði ég Rögnu skömmu siðar. ,,Nú ætla ég að gera það, sem mig iangaði til að gera i æsku”. Hún gerði það lika. Settist á skólabekk og nam listvefnað og meira að segja iærði að teikna mynstur. Þá kom i ljós mikil listhneigð og sköpunarhæfileiki, sem hún hafði eigi fyrr fengið útrás fyrir. Hennar 'beztu stundir voru við vefstól- inn. Þar leið henni vel. Hún gleymdi þó ekki börnunum sinum, barnabörnun- um og barnabarnabörnunum. Þau flokkuðust heim til hennar að Hring- braut 26 og nutu ástrikis hennar. Hún uppskar lika það endurgjald, sem dýr- mætast er, að öll börn hennar, aðrir afkomendur og tengdafólk umvöfðu Elísabet og þeirra, og mun hún áreiðanlega geymast lengi. í félagslifi tók Elisabet nokkurn þátt, og má þar til nefna Kvennadeild Verkstjórafélags Reykjavikur, og ennfremur Reykvikingafélagið.en i þvi voru þau hjónin bæði heiðurs- félagar. A undanförnum árum hafði Elisabet verið lögð nokkrum sinnum inn á Landakotsspitala, i nokkar vikur hverju sinni. Fyrir alla þá hjálp og vinsemd, er hún naut þar, svo og nú i hennar siðustu legu, eru hér með bornar fram alúðarþakkir tii lækna, er þar eiga hlut að, og ekki siður til St. Jósefssystra þeirra er umgengust hana og hjúkruðu henni, en milli hana ástúð. Tengsl hennar við börnin voru óvenju náin. Hún var svo ham- ingjusöm, að geta búið i gamla húsinu sinu og hugsað um sig sjálf, en verið þó i skjóli sonar sins og tengdadóttur. Þannig leið ellin á ánægjulegan hátt. Ileilsan var góð bæði andlega og lik- amlega og alltaf var nóg að starfa. Einn dag var æviskeiðinu lokið. Ragna var iasin i nokkra daga og svo kom svefninn langi. Það er enginn héraðsbrestur þótt kona á niræðis aldri deyi, en það er brestur fyrir ástvinina. Ég færi öllum börnum og tengda- fólki Rögnu minar innilegustu sam- úðarkveðjur. Ben. Sigurjónsson. hennar og þeirra myndaðist órofa vin- átta, ennfremur til allra þeirra starfs- stúlkna er veittu henni hjálp i veik- indum hennar. Nú, er ég og íjölmargir aðrir kveðjum Elisabetu, þá er það með mikilli virðingu og heilshugar þakk- læti fyrir samfylgdina. Ég veit að henni mun verða vel tekið, er hún nú flyzt yfir til fyrirheitna landsins. Eiginmanni hennar, börnum og barnabörnum, svo og öllum öðrum ástvinum hennar bið ég blessunar Guðs. Megi minningin um góða og ást- rika eiginkonu, móður og ömmu verða þeim öllum huggun og styrkur. Yfir minningu Elisabetar mun ævin- lega verða bjart, fagurt og hlýtt. Jón G.Jónsson. ísiendingaþættir 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.