Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1974, Page 11

Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1974, Page 11
Sigurður Eiríksson bóndi Borgarfelli f. 12. ágúst 1899 d. 25. jan. 1974. 1 fornu ljóöi um dauðann, sem fyrst var þrykkt á vorri þjóðtungu í sálma- bók Guðbrands biskups, segir i hinum fyrstu hendingum: Um dauðann gef þú, Drottinn, mér ég dag hvern hugsa megi, að ’orátt min lífstið liðin er, það lát mér gleymast eigi. Mannssálin er hin sama i gær og i dag og um þúsund ár, og viðfeðmi hæfileikans til að þroskast og vaxa hið sama frá upphafi timans til vorra daga. Vér stöndum á einum grundvelli frá kyni til kyns, og alla dagana frá ári alda eru þau djúpfundin lausn á miklum og torleystum vanda þessi orð: kenn oss að telja daga vora. — Sem þverhönd ein er ævin breið, segir i sálminum gamla frá Hólum.„Svo stutt og fallvölt ævin er, að einkum henni likja ber við skjótt burt horfinn skugga”. Þannig hefur maðurinn komið, nýr og nýr, allar tiðir og tima, og horfið aftur, þegar minnst varði, til annars veruleika utan skynheims Sögur fleiri þú sagt mér hefur, ég má þær ekki telja. Ævintýri og indæl ljóð léstu mig læra og skilja. St.J.G. f Vertu sæl, vina min kæra, vil ég nú þakka sólrikar samverustundir, er slfellt ég geymi. Það var á æskunnar árum, að undum við saman, vafðar i vorgeislaljóma virðast þær stundir. Misst höfðu mátt þinir fætur, en máttur þins anda lyfti þér fljótar en fengu fætur mig borið. jarðarinnar barna. Þetta er hið eina visa öllum, sem fæðast og lifa þenna heim, þau örlög, sem hverjum manni eru búin ár og sið en hitt aðeins til- brigði i hljómkviðu lifsins, hvort ungur fellur eða gamlan brestur þrótt. Dag- arnir voru taldir með hverjum einum allra jarðneska sögu — og svo er enn. Hvenær sem oss verður hugsað til þeirra, sem fóru i fjarlægð hins liðna eða nánd samtiðarinnar, finnum vér með sira Matthíasi, að á flugsandi við feigðarhaf tyllt er voru tjaldi. En af mældum tima eilifðarinnar á jarð- neskum vettvangi að sem þverhönd ein er ævin breið. Hugsunin um það er staðreynd, sem vér megum sizt týna i heimsins glaumi. Hún er þroskandi þáttur gerðar vorrar, skapandi leyndardómur Guðs i framvindu lifsins þessa heims og annars, — og viðlag hennar þungur sláttur, sem hrærist i hverri taug og æð með þeim, er lifsandann dregur frá hinni fyrstu skynjun lifsins á ungum morgni mannsins tii hins siðasta andvarps er jarðneskt árið liður og sálin hverfur burt, eins og leyst af skugga i himneskt ljós. Þvi er hún oss eigi aðeins nákomin sannindi, en vakandi Hverja sturid varstu að vinna, — vannst allt með sóma. Brostir, þótt blikuðu tárin, bentir á ljósið. Auðlegð þins anda þú geymdir, auðgaðir marga, barst jafnan birtu i skugga, brosin gazt vakið. Alls staðar fannstu hið fagra, fegurð þú unnir. Svif nú á sólroðans vængjum til sælunnar heima. Lagður er likami i jörðu, nú lýðir þig kveðja. Sálin i gröf ekki geymist, hún Guði er falin. Siðar á sælunnar landi sjáumst við aftur. Krjúpum þar konungi lýða, * kærleikans Drottni. Guðrún Guðmundsdóttir frá Melgerði. vitund, þessi bæn allra kynslóða: Um dauðann gef þú, Drottinn,mér ég dag hvern hugsa megi, að brátt min lifstið liðin er. Þar er hamingja vor fólgin við veginn, að oss gleymist það eigi. Lifs- stefna vor er auðraktari i geisla þeirrar vitneskju, þvi að hún er björt og veitir oss gæfu þess samræmis, sem oss er hollast að lifa i nútið hvers dags og fyrir búinni framtið bak við árin, þegar dagarnir eru taldir og ómælis- heimurinn umlykur oss. — Þótt slik viðmiðun virðist sjálfgefin i mann- heimum á jörðu á hún tiðum vikjandi hlutdeild með oss eða fjarlægt gildi, eins og vér hikuðum við að þekkja vora eigin sál og vita hvað við oss er á vegferðinni. Einar Benediktsson undraðist hinn mannlega ótta, sem birtist i hvörfunum frá gjörþekktri ra's timans til hins eilifa — og sagði: Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum, sem himnaarf skulum taka? Oss dreymir i leiðslu lifsins draum, en látumst þó allir vaka, og hryllir við dauðans dökkum straum, þó dauðinn oss megi ei saka. 11 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.