Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1974, Blaðsíða 2
Þórunn Ingileif
Sigurðardóttir
eins vel og unnt var og helzt betur en
það, til dýrðar skaparanum sjálfum
eða tónskáldinu sem staðgengli hans.
Sem kennari var dr. Róbert óvið-
jafnanlegur og einstakur. Það er ekki
mörgum gefið að vera pedagógar af
guðs náð, en dr. Róbert var einn af
þeim. Einnig hér var hann þjónandi,
engan nemanda var honum sama um,
hversu litið sem hann kunni. Hann
sagði eitt sinn við mig, að mestu
ánægju hefði hann af þvi að kenna
þeim,sem ekkertkynnu. Þessi afstaða
var dæmigerð fyrir dr. Róbert.
Kennslustarf hans einkenndist af
óþrjótandi hugkvæmni og þolinmæði,
ástúð á nemendunum og virðingu fyrir
þeim. Ekki var til það verkefni i þágu
tónlistar, sem honum þótti ómerkilegt,
hversu einfalt sem það var, ef það
þjónaði þeim tilgangi að gera nemand-
ann að betri tónlistarmanni. Mann-
gæzka dr. Róberts, pedagógiskur heið-
arleiki, þrotlaus orka og óskipt verk-
gleði gerðu það að verkum, að
kennsluárangurinn varð jafngóður,
hvort sem um var að ræða börn úr
Barnamúsikskólanum (sem hann
stjórnaði um skeið) eða fullorðið fólk.
Það eru ófáir, sem notið hafa kennslu-
krafta hans, leikir sem lærðir.
Dr. Róbert var kennari minn og
lærifaðir þegar ég var unglingur og
raunar fram á þennan dag. Hann var
skemmtilegasti og óvenjulegasti
kennari, sem ég hefi nokkru sinni
kynnzt. Honum tókst að framreiða
jafnvel leiðinleg verkefni þannig, að
þau urðu áhugaverð og skemmtileg.
Hann gleymdi oft stað og stund og
kennslutiminn varð oft margfalt lengri
en hann átti að vera. Með hrifningu
sinni og áhuga kveikti hann þann
neista i nemendum sinum, sem varð til
þess, að tónlistarreynsla þeirra varð
djúp og varanleg.
Dr. Róbert var meira en lærifaðir
minn, hann var mér einnig faðir.
Heimili þeirra hjóna stóð mér ávallt
opið og i mörg ár bjó ég hjá þeim. Mér
eru ógleymanlegar þær stundir, sem
hin siðari ár urðu þvi miður allt of fáar
þegár dr. Róbert settist við pianóið,
lék heilar óperur og söng öll hlutverk-
in. Timunum saman lékum við sinfóni-
ur meistaranna saman fjórhent á
pianó. Hann þreyttist aldrei á þvi að
ljúka upp fyrir mér fjársjóðum tón-
bókmenntanna. E’U þetta mér dýrmæt-
ar musikalskar og persónulegar minn-
ingar. Maður kemur i manns stað seg-
ir spakmælið, en i minum eyrum
hljómar það sem fölsknóta þegar það
tengist persónu dr. Róberts. íslenzku
tónlistarlifi verður seint bættur þessi
missir og þeim, sem þekktu dr. Róbert
og unnu honum,verður hann aldrei
F.12.feb.l889
D 16.jan.1974
Amma min.
Mér finnst það svo ótrúlegt og
einkennilegt að sjá þig aldrei aftur og
undarleg tilhugsun að sokkarnir og
vettlingarnir,sem þú sendir stelpunum
minum siðast liðin jól, væru þeir
siðustu frá þér. Ekki hvarflaði það
heldur að mér i sumar þegar við heim-
sóttum þig á Seyðisfjörð að ég myndi
ekki sjá þig aftur, en þetta er vist lifs-
ins saga. Ég minnist svo vel þeirrar
stundar þegar við sátum saman uppi i
herbergi hjá þér og þú varst að kenna
mér að prjóna. Einnig koma mér oft i
hug þær ófáu stundir, er við sátum og
spiluðum kasinu, hvað þið afi voruð
þolinmóð við að spila kasinu við okkur
krakkana, ég get ekki munað til að þið
hafið nokkurn tima neitað okkur um
það. En þú vannst mig alltaf amma
min, þú varst hál eins og áll i kasinu,
það var alltaf krókur á móti bragði hjá
þér, mér gekk miklu betur að eiga við
afa, enda er mér minnisstætt, þegar
ata tókst að vinna þig, hvað hann gat
hlegið dátt og innilega. Þú leyfðir
honum nú lika áreiðanlega að vinna
þig stundum, þvi þá skemmti hann sér
svo vel.
Hvað það var alltaf gott að koma
upp til ykkar afa, elsku amma min,
þar var alltaf svo friðsælt en þó oftast
nær glatt á hjalla, þú varst að visu
stundum dálitið önug, þó frekar við afa
heldur en við okkur en það var nú
reyndar eitt af þvi sem tilheyrði alveg
og ég furða mig oft á þvi siðan ég varð
fullorðin, að þú skyldir ekki vera
miklu oftar önug við okkur, þú varst
aldrei neitt reið, bara svolitið önug eða
ergileg þegar dróst úr prjónunum fyrir
þér eða við flæktum bandið eða slitum
bættur. Eftir standa verkin og gjörð-
irnar sem vörður á slitrottri slóð is-
lenzkrar tónlistarþróunar.
Ég flyt konu hans Guðriði Magnús-
dóttur, syni hans Grétari Ottó, tengda-
föður hans Magnúsi Sigurðssyni og
allri fjölskyldu hans minar dýpstu
lopann sem þú varst að prjóna úr, en
svo lagfærðir þú þetta allt saman án
þess að hafa fleiri orð um. Ekki man
ég til þess i eitt einasta skipti, að þið
hafið rekið okkur út frá ykkur eða ekki
hleypt okkur inn, þegar við komum
upp. Þið höfðuð kannski orð á þvi að
við ættum nú að fara út i góða veðrið
smástund, en við hörkuðum nú
kannski út tvær kasinur áður.
Amma, þú varst alltaf svo sterk og
róleg en ávallt að flýta þér en flýttir
þér þó raunar alltaf hægt, en ekki man
ég til þess að hafa séð þig aðgerðar-
lausa nema ef þú nauðsynlega þurftir,
þú varst svo sannarlega ein af þeim,
sem aldrei slepptir verki úr hendi, þú
varðst alltaf að nota timann til
einhvers. Það varst lika þú, sem
kenndir mér raunverulega að vinna,
einn góðan veðurdag uppgötvaði ég að
ég þurfti ekki að vera nokkra stund að
gera það sem ég átti að gera, bara með
þvi að byrja strax á þvi, demba mér i
það eins og þú. Ég finn það þegar ég
skrifa þessar fátæklegu linur, þegar
minningarnar byrja að streyma að,ég
gæti skrifað lengi um ykkur afa, en ég
finn það svo vel hvað orðin verða
fátækleg og tóm hjá minningunum,
þess vegna vona ég það.að þér og afa
liði vel þar sem þið eruð núna og getið
fylgzt með okkur, sem erum eftir hér,
svo þakka ég, amma min, fyrir allt
sem þú hefur mér vel gert og fyrir það
sem þú og þið afi hafið verið mér.
Þin Begga.
samúðarkveðjur og kveð vin minn, dr.
Róbert A. Ottósson með virðingu og
þakklæti.
„Jafnan kemur mér hann i hug þá er
ég heyri góðs manns getið”.
Stefán Edelstein.
2
islendmgaþættir