Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1974, Blaðsíða 13
Einar
kennari, Höfða
F. 13.11.1886. D. 15.03.1974.
Heima er hægt að þreyja,
hvild þar sál min fær.
Þar mun þægt aö deyja
þiöum vinum nær.
Ljúft mun þar að ijúka
lifsins sæld og þraut,
viö hiö milda og mjúka
móöurjarðar skaut.
Einar á Höfða fór með þetta erindi á
júnikvöldi fyrir 7 árum, er við sátum
saman heima i Vallanesi og undir-
bjuggum útför Eyjólfs bróður hans.
Einar lét hugann reika til hins fyrra,
sem var farið, minntist uppruna
þeirra Hallbjarnarstaðasystkina og
æsku i Skriðdal, búnaðar þeirra i
Skógum og á Völlum og ástvinamissis
á löngu liðinni tið. í svip hans var i
senn fjarrænn æskuljómi og tregi
manns, sem horfir i hið fyrra og er
minntur á söknuðinn við þau timamót,
sem nú voru orðin á Höfða. Þau syst-
kinin voru öll á niræðis aldri, nema
Aðalheiður, sem þó var nær áttræðu,
er þetta var, og sýnt að hverju fór,
enda kvaddi Jónas i vetrarbyrjun það
á r, en Hólmfriður um hin næstu
sumarmál. Svo skammt varð i mill-
um.
Og nú er Aðalheiður ein eftir á Höfða
með fóstursyni þeirra systkina, Aðal-
steini Bjarnasyni, sem lengi hefur
staðið fyrir búi þeirra. Hún minnist
þess i vor, að hálf öld er liðin, siðan
þau fluttust búferlum frá Mjóanesi að
Höfða. Og nú er það hún, sem hugsar:
Ljúft mun þar að ljúka lifsins sæld og
þraut — við hið milda og mjúka
móðurjarðar skaut. En i viðsýni
suðuráttar á Höfða skin æskusveitin i
ljóma minninganna.
Með sira Bjarna Sveinssyni kom að
Þingmúla 1852 ungur drengur sunnan
úr Skaftafellssýslu. Hét hann Jón,
fæddur 1839 á Kálfafellsstað, Jónsson
siðar bónda á Hellu i Borgarhafnar-
hreppi, Eunólfssonar. Hann staðfestist
i Skriðdalnum, er hann kvæntist Vil-
borgu Jónsdóttur frá Kollsstöðum og
fékk ábúð föður hennar á kirkjujörð-
inni Hallbjarnarstöðum. Var Vilborg
systir þeirra Pálinu og Herborgar,
móður Magneu i Sauðhaga, og
Þórunnar konu Kristins á Eyjólfs-
stöðum, sem kunnugt er á Héraði.
Börn Jóns og Vilborgar urðu
íslendingaþættir
Jónsson
á Völlum
ellefu, er lifðu. Elztur var Jón
Björgvin bóndi á Vaði, er kvæntist
Ingibjörgu frá Viðfirði Bjarnadóttur,
en hún var áður gift Birni ívarssyni og
áttu þau mörg börn. Meðal þeirra er
Amalia i Geitdal, nú á Mýrum, merk
kona og fyrirmannleg. Börn Jóns og
Ingibjargar voru: Snæbjörn i Geitdal,
nú látinn, Armann á Vaði, Vilborg á
Akureyri, áður húsfreyja i Litla-Sand-
felli og Björg prestsfrú i Vallanesi og
siðar húsfr. á Jaðri, organisti i Valla-
nes- og Þingmúlakirkjum um áratugi,
fágæt að mannkostum. — Sigurborg og
Bjarni frá Hallbjarnarstöðum giftust
einnig og áttu niðja, en önnur þeirra
systkina ekki. Voru þau Björg ljós-
móðir og Halldór, sem ólst að mestu
upp hjá skyldfólki á Kollaleiru,
Benedikt, d. á Höfða 1933, búandi þar
með þeim systkinunum 5, sem þegar
getur. — Vilborg móðir þeirra dó á
hásumri 1904 og tóku eldri systkinin
sem heima voru, við búi þar á næsta
ári og sátu jörðina til 1911, er þau fóru
búnaði sinum að Mjóanesi i Skógum,
en þaðan i Höfða 1924, er frú Sigrún
Pálsdóttir og Benedikt Blöndal tóku
Mjóanes, eignarjörð sina, til skóla-
halds og ábúðar. Jón frá Hallbjarnar-
stöðum var jafnan með þeim börnum
sinum unz yfir lauk. Hann dó á Höfða
snemma árs 1928, nær niræður.
Vorkvöldið i Vallanesi var hugur
Einars á Höfða bundinn ungu árunum
með foreldrum og systkinum. Það var
ljúft að fylgja honum fram i Skrið-
dalinn i æ.skunnar vor, þar sem lágu
smaladrengsins léttu spor. Og allar
götur að helztu kennileitum starfs og
samveru þeirra systkinanna. En
Einar átti margs annars að minnast,
eins og siðar kom fram, er við
fundumst. Yndisstundir i fegurð
náttúrunnar á Héraði voru honum
hugleikið umræðuefni, góðir gestir
fyrri tiðar og gengnir sveitungar,
merkir atburðir, skáld og bækur.
Kynnin við skólasystkini og fræðarana
i Flensborg 1906-08 og á kennara-
námskeiði syðra 1914 vöktu með
honum gleði og þakklæti. Um allt lék
birta, af þvi að hann stafaöi sjálfur frá
sér ljósi sanngirni og góðvildar.
Einar var kennari i Skriðdal um sinn
og á Völlum 1911-15,1918-19 og samfellt
1929-45, en lengi siðan heimilis og
einkakennari. Nemendahópurinn var
þvi harla stór. t fjölbrigðunum sjald-
gæflega samdóma álit um hinn
ljúflynda kennara og góða mann. Með
þolinmæði vann hann þrautir
kennarans þar, sem þungt var fyrir,
og mismunun var honum fjarlæg.
Sjálfur var hann ókvæntur og barn-
laus. En ungum foreldrum og barn-
mörgum fjölskyldum reyndist hann
hinn bezti ráðgjafi og hollvinur. Fyrir
honum var hreinleiki barns-
sálarinnar æðsta opinberun sköpunar-
verksins. Og sina löngu ævi hélt hann
þeirri fegurð i eigin sál. Allt um
veikindi siöustu þriggja ára og elli-
hrörnun líkamans varð hann aldrei
gamall. Hann dó ungur, þessi kviki og
siglaði vormaður — eins og þeir, sem i
fyrndinni var sagt um, að guðirnir
elskuðu. Sálin hvildist við heiðrikju
minninganna, þiðum vinum nær. Þau
stóðu fast við hlið hans Aðalheiður og
Aðalsteinn, bróðurson þeirra, og
nánustu vinirnir, hjónin Ingibjörg
Stefánsdóttir og Vilhjálmur Emilsson,
en frændur og trygglyndir sveitungar
hið næsta. I þvi umhverfi var honum
ljúft að ljúka lifsins sæld og þraut. Hið
milda og mjúka móðurjarðar skaut
beið duftsins i sveitinni, sem hann
elskaöi, en faðmur æskudalsins opinn i
suðri. Yfir friði viðskilnaðarins heldur
birtan vorinu á loft. Fyrirheiti hins
eilifa rætist i fegurðinni, þar sem sálin
finnur aftur kynslóð sina, og engla þá,
sem barn hún þekkti fyrr.
Agúst Sigurðsson
á Mælifelli.
13