Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1974, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1974, Blaðsíða 8
Kristján Rögnvaldsson F. 7. april 1962 D. 29. jan. 1974 Hvað er langlifi? Lifsnautnin frióa.... (J.H.) Væri ég spurður, hvað væri dýrmætast i lifinu, vefðist mér eflaust tunga um tönn og er trú min, að svo myndi fleirum fara. En þegar ég nú margsinnis minnist brottkallaðs vinar, Kristjáns Rögnvaldssonar, verður mér ævinlega það svar efst i huga, að ekkert mikilsverðara verði okkur gefið, en einlæg vinátta og hlýtt viðmót meðbræðra. Vini skilur enginn aldursmunur og skilgreining á þvi, að annar sé þiggjandi, en hinn veitandi er jafnan ákaflega yfirborðskennd, þvi að gagn- kvæm vinátta byggist á þvi, að vinirnir gefi hvor öðrum eitthvað af þvi bezta, sem þeir eiga, meðvitað, en oftar ómeðvitað. Þrátt fyrir nokkurra áratuga aldursmun okkar Krkstjáns vona ég að i engu sé ofsagt, þó að ég fullyrði, að þannig var vináttu okkar varið, að þvi viðbættu, að virðing min fyrir honum og óvenjulega hrifandi persónuleika hans óx eftir þvi sem kynni okkar urðu lengri. Kristján var aðeins 11 ára, þegar hann lézt og vist hefði ég, svo og aðrir, sem hann þekktu, átt að vera viðbúnir brottför drengsins, sem langvarandi sjúkdómur hafði svipt heyrn, hreyfi- færni og sjón að miklu leyti. en ég finn æ skýrar, að ég var óviöbúinn, þvi að þrátt fyrir þetta allt var Kristján svo andlega virkur meðal okkar, fyigdist svo undra vel með þvi sem var að gerast, já, var meira að segja vis að hafa frumkvæði að ýmsu, tii þess að gera daglegt samstarf okkar i skólanum tilbreytingarikara og skemmtilegra allt fram til þess siðasta. Þvi hélt hann áfram að vera mér boðberi lifsins, þar til vegir skildust. Kristjáni var gefin afburða góð greind, en hún var þó aðeins einn af mörgum þáttum gáfna hans. Hógvær kimni og frábær smekkur, ekki einungis hvað snerti ú.tlit hlutanna heidur einnig framkomu alla eru, auk hugkvæmni hans, þær eðliseigindir. / sem skýrastar eru i minningunni um hann. En vinurinn, Kristján, átti lika þvi láni að fagna að eiga foreldra, sem skildu þarfir hans. Þau skildu að svo bezt nyti drengurinn þeirra sem fyllstrar lifshamingju, að hann lok- aðist ekki inni, heldur tengdist sem nánast lifinu i kringum sig. Það var ekki sizt þess vegna, að Kristján átti vini unga og aldna, þrátt fyrir þá ann- marka, að allir óvanir áttu i örðug- leikum með að skilja mál hans siðustu árin og hann þeirra. En skýrasta dæmið um raunsæja umhyggju þeirra Rögnvaldar skip- stjóra og Friðu konu hans, finnst mér þó, þegar þau tóku Kristján með sér i siglingu á siðastliðnu sumri eins og heilsu hans var þá komið. Ýmsir hefðu þá sjálfsagt álitið aö Kristján ætti betur heima inni á heilsuhæli, en hviiik reginvilla væri slik ályktun. Kristján naut ekki aðeins þessarar ferðar, méðan á henni stóð, heldur átti hann margoft eftir aö uppljómast af minningum frá henni. þegar við vorum að reyna aö ræða saman i skólanum um ,,útlöndin” og dýrin i út- löndunum og vinurinn gat þá ekki siður verið veitandi en þiggjandi með liflegum frásögnum. Þegar ég nú samhryggist foreldrum hans, er þau eiga á bak að sjá elsku- legum syni, get ég samt ekki látiö vera að samgleðjast þeim yfir þvi, sem þau af viðsýni, dugnaði og næmum skilningi gátu gert til að stuðla að lifs- nautn hans. Minningarnar streyma fram og það eru ekki minningar um sorg, heldur gleði: Mér finnst ævalangt siðan við Kristján ókum ásamt nokkrum bekkjarbræðrum hans um mjalldrifna heiði og þegar við Kristján geystumst tvimennandi á þotunni hans niður i mjúka lausamjöllina. Svo mikil var gleðin, að hún gagntók ekki aðeins drengina, heldur engu að siður kenn- arann. En sérstaklega stendur mér ljós- lifandi fyrir hugskotssjónum nokkurra ára minning, er ég vil ljúka með þessum fátæklegu orðum: Kristján var i heimsókn hjá okkur að vetrarlagi og komið fram á kvöld, þegar ég fylgdi honum heim. Kvöld- himinninn skartaði sinu fegursta, stjörnubirtu og bragandi norður- ljósum. 1 fáfræði minni hélt ég, að drengur, sem mátti hafa sig allan við að sjá stórkarlaletur, þó aö borið væri upp að augum hans, fengi einskis notið af dýrð þessa kvölds. En það var öðru nær. Vinurinn ungi varð frá sér numinn af dásemdum himinhvolfsins og hver spurningin rak aðra, spurningar, sem að visu afhjúpuðu fávisi fræðara hans um undur geimsins, en fylltu engu að siður hjarta hans gleði yfir þvi, að þessar dásemdir höfðu ekki verið frá vininum teknar þótt sjón dapraðist. 1 þessari minning vil ég kveðja vininn unga i vitund um það að ekki verðurgreint hver veitti og hver þáði, hver nam og hver kenndi, þegar um okkar samskipti var að ræða. Þökk kann ég, kona min og börn fyrir kynnin við Kristján, virðing og samhygð foreldrum hans, Friðu Krist- jánsdóttur og Rögnvaldi Bergsteins- syni, og systrunum Ragnheiði og Reginu. Hallgrimur Sæmundsson 8 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.