Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1974, Qupperneq 12

Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1974, Qupperneq 12
Bæn vor til Guðs um daghugsun dauðans á að vera björt, því að grund- völlur hennar er fegurð. Morgun- bjarminn af komu hins eilifa himna- arfs stafar i lif vort þeirri dýrð, sem lyftir oss frá duftinu og lýsir gleði yfir daginn. 1 þeirri hugsun gerum vér kveðju Sigurðar Eirikssonar, þvi að sál hans hefur leystst i friðinn, er dag- arnir voru tald r að siðasta kvöldi og lifstiðin liðin til hins eilifa framhalds. Hann var fæddur i Breiðargerði i Tungusveit 12.ágúst 1899, son Eiriks i Villinganesi Guðnasonar, er á alda- mótum bjó 2 ár i Breiðargerði, og fyrstu konu hans, Guðrúnar Þorláks- dóttur frá Hofi Hjálmarssonar. Guðrún lézt hinn 8. september 1905 á Akureyrarspitala, aðeins 29 ára. Hún var greind kona og fingerð. Harmaði Eirikur hana mjög, þritugur ekkju- maður með tvo sonu unga, en yngri þeirra bræðra, Guðmundur Zóphanias bóndi á Lýtingsstöðum, fæddur haustið 1903. Voru þau hjónin þá aftur komin að Viliinganesi, þar sem þau höfðu áður setið að búi 1897-99, en Eirikur bjó siðan til 1946, er hann átti 3 ár ólifuð. Var hann jarðsunginn að Goðdölum, en Guðrún Þorláksdóttir á Akureyri, hálfum fimmta áratug fyrr. Miðkonu sina, Margréti Sveinsdóttur frá Bjarnastaðahlið, missti Eirikur eftir 4 ára hjúskap 1912, og voru þau barnlaus. Hinu þriðja sinni kvæntist hann á hásumri 1914, Petreu Einars- dóttur frá Svartárdal ytra. Hún lézt siöla vetrar 1946. Eru börn þeirra Aðalsteinn og Guðrún, er tóku við búi i Villinganesi eftir foreldra sina. — Eirikur i Villinganesi reyndi það ungur, að sem þverhönd ein er ævin breið. Hann var maður mikillar reynslu og hinn bezti drengur. Búþegn góður og bætti jörð sina. Að kveðju Sigurðar sonar hans viljum vér signa yfir liðna sögu hans og kvenna hans allra á jarðneskum vettvangi og biðjum þeim blessunar Guðs, sem blikar i ljóssins geimi, — en fjarlægð og nálægð fyrr og nú — oss finnst þar i eining streymi. Sigurður ólst upp með foreldrum sinum meðan beggja naut við, en föður sinum og fólki hans frá 6 ára aldri. Móðurminningin var honum kær og hugsunin um hana viðkvæm og ljúf alla ævi. En þeim var ei skapað nema aö skiljast ungu móðurinni og drengjunum hennar. Þeir, sem reyndu að veita þeim ástuð og umhyggju hlutu gæfu i góðu verki. — Segir ekki gerr af uppvexti Sigurðar, en snemma var honum trúað fyrir fjárgeymslu ofan við byggð i Vesturdal, i Lamba- tungunum, og krafðist það áræðis og dugnaðar, er veður voru hörð frammi við öræfin og hrlðar börðu brattar hliðar. Um sinn bjóSigurður á hluta úr Villinganesi, en siðan með Helgu Sveinsdóttur konu sinni, Sveinssonar frá Mælifellsá Gunnarssonar um skeið i Gilhaga, þá i Teigakoti, sem varð eignarjörð hans, 1937-49 og loks 3 ár á Stapa, unz þau fluttust með börnunum 3 að nýbýli i Sveinsstaða- landi, er þau reistu og nefndu Borgar- fell eftir Sveinsstaðaborginni. Þetta fallega nafn vitraðist Sigurði i draumi og er það heillatákn ábýlisins. Þegar hér kom var búferlum fjölskyldunnar lokið og gekk hagur vel fram, en hitt mega allir þekkja, hvert átak það er og erfiði að reisa nýbýli, byggja allt frá grunni og rækta völlinn. Umtals- verður stuðningur var að landsnytjum i Teigakoti fyrir austan Eggjar. En það dylst engum, að áhugi hjónanna og barnanna dró lengst og færði sigur- launin. Að baki búskaparsögunnar er mynd af manni, sem til annars og fleira var fær, en að vera bóndi og eiga allt sitt undir sól og regni. Sigurður Eiriksson Var greindur maður i bezta lagi og skáldhneigður. Er óvist að ætla hvers nú væri minnzt, ef hann hefði gengið langskólaveg. Það kom fyrst i ljós fyrir nokkrum misserum, að hann var prýðilega ritfær, er grein hans, Kvöld við Miðhlutará, birtist I Skagfirðinga- bók. Þá eru i prentun þættir hans um Egil Benediktsson á Sveinsstöðum, en með þeim var hin bezta vinátta og gott nágrenni. Er skaði, að Sigurður skrifaöi ekki meira, en þar visast á dagsönn hans og búumsýslu. Ljóða- gerðinni vildi hann litt flika. Hún var honum unun, er hann naut I einrúmi hjartans, þegar dagurinn var hljóður og kyrrðin rikti um hann. Þær stundir að visu stopular endranær, en góðar, þegar gáfust, og lyftu huganum i hæðir. — Sigurður var heimakær og undi bezt með fjölskyldu sinni og vinum heimafyrir. Barnabörnin voru honum hamingja og nutu þau elsku hans og umhyggju rikulega. Er þar einkum að geta barna Þórdisar, er ásamt honum voru lengstum, einnig, er foreldrar þeirra bjuggu á Suður- nesjum, en þar var Sigurður nokkra vetur vinnandi og dvaldist með Þórdisi og fyrra manni hennar, Ármanni Magnússyni frá Jaðri (Vallanesi) á Héraði. Bera þau systkinin nú söknuð i huga, eins og litlu systurnar á Tungu- hálsi, er þau sjá bilið auða og þakka allt hið góða. Afi i Borgarfelli mun ekki gleymast ungu vinunum sinum, þvi að hann var þeim hjartagróinn félagi og ljúfur fræðari. — Þannig þökkum vér öll, ástvinir hans, frændur og sveitungar, þá góðu gengnu tið, er saman áttum. Eysteinn son þeirra Sigurðar og Helgu er nú að búi i Borgarfelli með móður sinni, Þórdis hjá Magna Kjartanssyni að Argerði i Saurbæjar- hreppi i Eyjafirði, en Björk, sem er yngst þeirra systkinanna, húsfreyja á Tunguhálsi, gift Guðsteini Guðjónssyni bónda þar Jónssonar. Þegar vér sjáum aftur til hins fyrra er það eins og sviphending allt, þvi „skuggi liður lifið manns, hraðfær straumur, hverfull draumur, þannig öll er ævin hans.” Hvort það er bernska hans sjálfs, gleði hennar og sorgarefni, ár staðfesti og mótunar með ungri og glaðri eiginkonu og börnunum eða enn síðar við birtu hinnar nýju kynslóðar og hennar yl, — þegar dagarnir eru taldir og jarðnesk ævin runnin að ósi, finnst oss það allt berast i hröðum straumi og dvöl vor á flugsandi við hið eilífa úthaf, sem áður gat virzt svo fjarri byggð i Skaga- fjarðardölum. Það er hlutskipti mannsins, sem kemur, að kveðja. Búin örlög hverjum, sem lifir að deyja af jarð- vistinni, þvi að lif vort stefnir á æðri leiðir. ,,Og upphiminn fegri en auga sér — mót öllum oss faðminn breiðir”. Þvi stafar hugsunin um dauðann likn- geislum andlegrar fegurðar i lif vort og sameinar i veru einnar andrár fyrirheiti Guðs eilifu elsku um ltfið af jörðu til himins. Lofað sé nafnið Drottins frá kynslóð til kynslóðar. Lofað i þökk mannsins og blessað I hverri bæn i veran tiginnar framlifss^nar, sem horfir i heiðrikju bjartrar trúar til hins eilifa og háa. Agúst Sigurðsson á Mælifelli 12 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.