Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1974, Blaðsíða 9
Steinunn Briem
Hinn 26. febrúar andaðist i
Kaupmannahöfn Steinunn Sigriður
Briem, dóttir hjónanna Sigriðar
Skúladóttur, Árnasonar læknis, og
Eggerts P. Briem, sem bæði eru
landskunnra, merkra og traustra ætta.
Með fráfalli Steinunnar brotnaði fögur
grein af gömlum stofni.
Steinunn var elzt barna sinna ágætu
foreldra. Skarpar gáfur hennar komu
snemma i ljós og eigi siður, að henni
var i blóð borin djúp þrá til alls, sem
fagurt er og göfugt i lifinu, og var að
þeim miklu mannkostum, sem komu i
ljós hjá henni ungri, hlúð af miklu ást-
riki i föðurgarði.
Ung að árum hóf hún nám i tónlist-
arskólanum i Reykjavik og var hún i
skólanum árin 1946-52, og framhalds-
tónlistarnám stundaði hún i Royal
Academy of Music i Lundúnum 1952-
1955 og hjá Maestro Rodolfo Caporall i
Rómaborg 1955-59. Hélt hún
pianótónleika þar 1957, 1958 og 1959, og
einnig hér i bænum og á Akureyri (1957
og 1960). Pianókennslu stundaði hún
um skeið.
Ahugi Steinunnar fyrir fögrum
bókmenntum kom einnig snemma i
ljós, og las hún mikið, einkum sigild rit
heimskunnra höfunda, og flest þeirra
á frummálum, en hún var mikill mála-
maður, átti mikið og gott bókasafn, og
bera hinar ýmsu þýðingar hennar úr
erlendum málum vitni um það, og það,
mun eigi ofmælt, að hún hafi bæði
talað og ritað þau mál, sem hún lagði
stund á, afburða vel. Hún var gædd
ágætri frásagnargáfu og still hennar
var aðlaðandi, flekklaus og fagur.
Meðal bóka þeirra, er hún þýddi,
eru: Yogaheimspeki, Fullnuminn og
Fulluminn vestan hafs. Hafði hún mik-
inn áhuga á heimspekilegum efnum og
guðspeki og las mikinn fjölda slikra
rita og kynnti sér rækilega skoðanir
hinna beztu manna, er um slik efni rit-
uðu. Eigi get ég hér allra þeirra bóka,
sem Steinunn þýddi, en minnast vil ég
með fáum orðum Svipmynda hennar,
eða viðtala, en það er mikið verk i
tveimur bindum. Um þetta verk skrif-
aði ég i Timann á sinum tima og sagði
m.a.: „Steinunn kallar sjálf viðtölin
svipmyndir, og að visu er brugðið þar
upp svipmyndum úr lifi nútimafóíks
og nútimalifi, en svo samvizku-
samlega og vel unnin eru viðtöl
hennar, að engum getur dulizt varan-
legt gildi þeirra”.
Svipmyndir komu út 1966 (fyrra
bindið) og hið siðara (Myndbrot) 1969.
Barnabækurnar, sem Steinunn
örfáar hendingar ætlum við að
afmælisbarninu festa á blað,
hamingjuóskirnar heils hugar ljá
hylla þig sjötuga vordögum á.
Ung ertu enn þó að aldur sé hár,
ennþá svo verður um komandi ár
vori um nafn þitt ég tengi mitt tal
þá tið kanntu að meta og blómanna
val.
Við almennar vinsældir veit ég þú
býrð,
i verkum og háttum er saga þin skýrð,
sveitungar gamlir allir sem einn
ótvirætt vita, að þinn skjöldur er
hreinn.
þýddi, eru gulls igildi, og hlotnaðist
henni mikil og verðskulduð
viðurkenning fyrir þær þýðingar, enda
eru þær frábærar. Og ég skildi það
betur, hverri fullkomnun hún hafði
náð, er hún eitt sinn sagði mér, að hún
læsi Þúsund og eina nótt áriega til þess
að bæta og fegra stil sinn.
Steinunn gerðist starfsmaður Visis
1963. Tókst þá með okkur einlæg,
traust vinátta, sem aldrei féll neinn
skuggi á og hélzt, þótt haf skildi á milli
tvöseinustu árin, og þetta ersagteinnig
með tilliti til hinnar miklu andlegu
auðlegðar hennar, sem hún miðlaði
mér af á mörgum ógleymanlegum
viðræðustundum.
Mérbarst sorgarfregnin um andlát
hennar, er ég var staddur austanfjalls
á slóðum, þar sem hún dvaldist barn á
sumri hverju, en ég áður sumarlangt á
unglingsárum, og áttum bæði þaðan
góðar minningar, sem urðu nánast
sameiginlegar og stundum bar á góma
okkar i milli — og þeirra og annarra
var nú gott að minnast þar, og gott til
þess að hugsa að geta notiö yls þeirra
og bjarma óstigin spor.
AxelThorsteinsson
Af mörkum þú hefur til menningar
lagt
mæta vel staðið þinni á vakt.
Traustsins þú nýtur, við verðum þess
vör
að velferð og hollustu greiðir þú för.
Þó halli degi og hausti nú að
og hverfi sól úr hádegisstað,
löngum finnst birta leika um þann,
sem langt umfram skyldu þjóð sinni
vann.
Hér enginn er lifsferill leiddur i ljós,
þér litið er gefið um heiður og hrós.
Við viljum það vona þér gangi allt i vil
og vorið þig umvefji birtu og yl.
Óskar Guðlaugsson
Sjötug:
Guðbjörg H. Árnadóttir
Steinsstöðum
Arnað heilla
íslendingaþættir
9