Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1974, Blaðsíða 7
Anna Elín Gísladóttir
Anna Elin Gisladóttir, prestskona á
Breiðabólstað i Fljótshlið, andaðist á
sjúkrahúsi i Reykjavik hinn 20. febrú-
ar 1974 eftir langvinn og þungbær
veikindi og var jarðsungin frá Breiða-
bólstðarkirkju laugardaginn 2. marz
að viðstöddu fjölmenni. Með frú Onnu
á Breiðabólstað er gengin hin mætasta
kona i blóma lifsins. Hún var dugleg og
hugmikil húsmóðir á stóru myndar-
heimili, vinsæl og dáð af öllum, sem
hana þekktu, stoð og stytta eigin-
manns sins og elskuleg móðir barna
sinna. Við fráfall slikrar konu er mikill
harmur kveðinn að samferðarfólki
hennar. Við finnum það glöggt, sem
fjær stöndum, hvað þá hinir, er næstir
henni voru.
Anna Elin Gisladóttir var fædd 29.
april 1930 i Bakkagerði i Reyðarf.
Foreldrar hennar eru Gisli Sigurjóns-
son og kona hans Hulda Jónsdóttir.
Var Anna elzt af fimm börnum þeirra
hjóna. Föðurætt önnu er af Austfjörð-
um og úr Austur-Skaftafellssýslu, en
móðurættin af Vestfjörðum. Anna var
snemma starfsöm og tápmikil.
Vandist hún þvi fljótt að taka til hendi
og vinna fyrir
sér. Ung hélt hún úr föðurgarði i at-
vinnuleit og á þeim árum starfaði hún
tvö sumur i Fljótshliðinni, fyrst á Til-
raunastöðinni á Sámsstöðum og siðar
á Skógræktarstöðinni á Tumastöðum.
Þessa sumardaga i Fljótshliðinni hóf-
ust kynni hennar og tilvonandi eigin-
manns hennar, Sváfnis Sveinbjarnar-
sonar á Breiðabólstað, sem á þeim ár-
um var við háskólanám i guðfræði.
Mátti segja að vegir þeirra væru óað-
skiljanlegir upp frá þvi. Gengu þau i
hjónaband 10. sept. 1950.
Séra Sváfnir vigðist aðstoðarprestur
til föður sins, séra Sveinbjarnar
Högnasonar á Breiðabólstað, árið
1952, og settust þá ungu hjónin þar að.
En dvölin i Fljótshliðinni varð
skammvinn i það skiptið, þvi að sama
haust bað þáverandi biskup séra
Sváfni að fara austur að Kálfafellsstað
i Suðursveit, þar sem þá var prests-
laust. Fluttust þau hjónin þá austur og
settust þar að. Þótti ýmsum þau ráð-
ast i nokkuð mikið, þar sem aðkoman
þar eystra var harla erfið og húsalaust
að kalla á prestsetrinu. En þau voru
ung og bjartsýn og tókust með gleði og
þrautseigju á við erfiðleikana. Byggðu
þau staðinn upp með miklum myndar-
skap á skömmum tima. Fólkið þar
eystra tók þeim lika með opnum örm-
um og mikilli vinsemd, svo að allir
erfiðleikar urðu léttari viðureignar.
Þau Anna og séra Sváfnir dvöldust á
Kálfafellsstað i rúmlega tiu hamingju-
rik ár og þar fæddust þeim flest barn
anna. Mjög mæddi oft á húsmóðurinni
að gegna hinum fjölbreytilegustu
störfum á stóru heimili þvi oft varð
maður henn að vera langtimum að
heiman við embættisstörf i fjarlægum
sveitum, en samgöngur þá allar
erfiðari en nú gerist. En frú Anna
leysti öll sin störf af hendi með þeim
dug og glaðværð og myndarskap, sem
þeir einir geta, er mikið er gefið. Og
ekki mun það hafa verið sársaukalaust
fyrir prestshjónin að hverfa frá þeim
stað og þvi fólki, er þau höfðu bundizt
tryggðar- og vináttuböndum. En vorið
1963 fluttust þau að Breiðabólstað i
Fljótshlið, þar sem séra Sváfnir tók
við prestskap af föður sinum.
A Breiðabólstað hófu þau búskap að
nýju og þar hafa þau verið siðan til
dánardægurs önnu. Heimili þeirra var
alltaf fjölmennt, glaðvært og
menningarlegt og þvi einstaklega
skemmtilegt að sækja þau heim, enda
lögðu margir þangað leið sina. Þeim
önnu og Sváfni varð átta barna auðið
og eru þau öll á lifi, sum uppkomin, en
önnur ung i föðurgarði.
Anna Elin var löngum heilsuhraust
og kom það sér vel, þvi að hún hafði
jafnan ærinn starfa á stóru og barn
mörgu heimili sinu. En fyrir tveim og
hálfu ári tók hún að kenna þess sjúk-
dóms, sem nú hefur orðið henni að
aldurtila langt um aldur fram. Við
stöndum ráðþrota frammi fyrir þvi,
sem orðið er og spyrjum, hvers vegna
slikt hafi þurft að gerast. En vegir
guðs eru órannsakanlegir og það eina,
sem við getum gert, er að biðja hann
að leggja likn með þraut i harmi eftir-
lifandi eiginmanns og barna þeirra.
Þau hafa mikils misst, en minningin
um elskaða eiginkonu og móður mun
lýsa gegnum myrkrið og gera sorgina
léttbærari.
Anna Elin Gisladóttir er horfin sjón-
um yfir móðuna miklu. Við sam-
ferðarfólk hennar drúpum höfði i sorg
og hluttekningu. Við sendum dýpstu
samúðarkveðjur til eiginmanns henn-
ar og barna, foreldra hennar og syst-
kina og annarra vandamanna, og biðj-
um henni blessunar á nýrri vegferð
æðri tilveru.
Blessuð sé minning hennar.
Jón R. Hjálmarsson.
ATHUGIÐ:
Fólk er eindregið hvatt til þess að skila
vélrituðum handritum að greinum
í íslendingaþætti, þótt það sé ekki
algjört skilyrði fyrir birtingu greinanna.
íslendingaþættir
7