Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1974, Page 1

Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1974, Page 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 1. júni 1974 — 14. tbl. — 7. árg. — nr. 165. TIMANS Sæmimdur Pétur Sverrisson f. 14./4. 1965 d. 3/4. 1974 Frá þvi greinir i gömlum sögum, að maður átti hesta tvo, og rann annar jafnan með laus, hvert sem ferð var heitið. Enn eru til menn á landi hér, sem þessa list kunna. Sæmundur átti þennan töfrasprota, gerðan af myndugleik og mildi, sem skapar traust, vináttu og hlýðni þeirra mállausu. Hann þurfti ekki annað en að fara út i kyrru veðri, gjarna snemma dags og kalla: „Komdu, Gunna min. Komdu Gunna min”. Og Gunna kom, ekki hlaupandi fyrir horn, heldur fljúgandi tíðum vængja- tökum, og hlassaði sér á gangstéttar- hellurnar. Gunna var önd, (ef til vill frænka Andrésar) og dvaldi að mestu við Eiðisgrandann, eða einhvers staðar i nágrenninu. Hvers vegna hét hún Gunna? Hvers vegna fannst honum ég vera afi á Knerri? Hvers vegna blanda börn saman ævintýri, skáldskap, leik og djúpri skynjun á alvarlegri þáttum lifsins? Á sinni stuttu ævi dvaldi Sæmundur langdvölum á barnaspitala Hringsins, deild 7 C, og hann vissi vel að það var læknunum Kristbirni Tryggvasyni, Birni Júliussyni og Sigmundi Magnús- syni, ásamt Guðbjörgu Sveinsdóttur meinatækni, Rannsóknastofu Land- spitalans, hjúkrunarkonum og starfs- fólki, að ógleymdum Blóðbankanum og þvi fórnfúsa fólki, sem honum gefur blóð, að þakka, að honum auðnaðist að koma heim annað veifið og vera með fjölskyldu sinni, heimsækja vinina á Skaftafelli II, hjónin Ólafiu og Ingi- mund, og aðra nágranna, kalla á öndina Gunnu og rabba við hana á þvi máli, sem hún skildi, eða leika við vin sinn og leikfélaga, Rúnar. Þegar sjúkdómurinn færðist i aukana, var flúið á náðir spitalans. Það var hans annað heimili. Þessir vistaflutningar vöruðu hálfa ævina. Og þrátt fyrir óteljandi stungur og sprautur, blóðtökur og blóðgjafir, mænu- og mergrannsóknir, var skilningur Sæmundar svo heill, aðdáun hans og þakklæti til þess fólks, sem verkin unnu, svo mikil, að hann var i engum vafa með starfsval, þegar hann yrði stór. Læknir vildi hann verða, ekkert annað en góður læknir. Börn og unglingar eiga sér oft fyrir- myndir, sem þau gera sér að leiðar- ljósi. Það er glöggt, hvert þessi fyrir- mynd var sótt. Þó vissi hann vel, að hlutskipti læknisins er ekki alltaf léttara en sjúklingsins. Spitalinn var hans annað heimili. Þar ætlaði hann að beita starfskröft- unum, vinna i anda þess fólks, sem hann vissi bezt. Slikur var dreng- skapur hans, að það stóð i björtu, hvers vegna sá eðlisþáttur, sem þjóðin metúr mest, er kenndur við drengi, þótt hitt sé oplægður akur að skilja, hvern þátt móðirin á i að beina huga barnsins á þær brautir. Sæmundi hlotnaðist ekki skólaganga með venjulegum hætti, en bækur las hann af svo miklu kappi, að móður hans þótti nóg um. Þá svaraði hann: ,,Þú veizt það mamma, að til þess að verða læknir þarf að lesa mikið”. Hann náði ótrúlegum árangri i sumum undirstöðugreinum skólalær- dómsins, Davið og Stefán frá Hvitadal voru sáluféiagar hans, eins og vinirnir, sem heimsóttu hann, Steinar Karlsson og hans fólk, hjónin Mjöll og Ólafur, og frænkurnar Halldóra og Gréta og Inga, sem var á Völlum og margir fleiri, sem gerðu þessa stuttu ævi hamingjurika og bjarta. Bernska þin og brosin og bjarti svipurinn verma enn og ylja, elsku vinurinn. Grimur S. Norðdahl f Skyldum sálum sárt er æ að kveðjast sem i cining hugðust lengi gleðjast fram að gröf þó gangan vari skammt gjafir slikar þökkum drottni samt. S.J.J. Þann 3. april lézt i Landspitalanum Sæmundur Pétur Sverrisson, tæplega 9 ára. Hann fæddist 14. april 1965, að Skaftafelli v/Nesveg, sonur Freyju Jónsdóttur og Sverris Aðal- björnssonar. Hann var yngstur af fjórum systkinum. Sæmundur Pétur var óvanalega þroskað og efnilegt barn, en skjótt bregður sól sumri. Þegar Sæmundur var aðeins 4 ára kenndi hann fyrst þann erfiða sjúkdóm, sem hann barðist við i nær 5 ár, oft við miklar þjáningar. Okkur sem þekktum Sæ- mund litla og fylgdumst með veikind- um hans, var oft um megn að skilja

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.