Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1974, Síða 6

Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1974, Síða 6
Oskar Elenbert Sigurðsson Stóra Kálfalæk fæddur 1. april 1913, dáinn 25. april 1974. Þann 4. mai s.l. var jarðsunginn frá kapellunni i Fossvogi Óskar Elenbert Sigurðsson frá Stóra-Kálfalæk i Hraunhreppi i Mýrarsýslu, en búsettur siðustu árin að Löngubrekku 19 i Kópavogi. Foreldrar Óskars voru hjónin Guð- rún Oddsdóttir, Jónssonar á Stóra- Kálfalæk og Sigurður Maris Þor- steinsson búendur á sama stað. Að Óskari stóðu i báðar ættir manndóms og dugnaðarfólk. óskar missti móður sina þegar hann var þriggja ára gamall, en nokkru siðar kvæntist faðir hans aftur Guðrúnu Jóhannsdóttur frá öxney á Breiðafirði, sem gekk Óskari i móðurstað. Þau héldu áfram búskap á nokkrum hluta Stóra-Kálfalækjar i sambýli við móðurfólk Óskars. Þarna ólst óskar upp ásamt þremur hálf- systkinum og eru tvö þeirra á lifi, Arn- björg húsfreyja að Asgarði 73 hér i borg og Jóhann bóndi að Stóra-Kálfa- læk. Sigurður, faðir Óskars, er dáinn fyrir allmörgum árum, en Guðrún stjúpmóðir hans lifir i hárri elli. Á milli Guðrúnar Jóhannsdóttur og Óskars var náið samband, eins og milli móður og sonar, og ég held að hún hafi ekki unnað þessum stjúpsyni sinum minna en eigin börnum. „Hann var alltaf svo elskulegur og ljúfur i minn garð,” sagði hún þegar ég hitti hana eftir jarðarförina. Og hún bað mig að flytja kveðju sina og þökk fyrir Guðriði , gifta Benedikt Sveinssyni, hæstaréttarlögmanni og Gunnar Björn, viðskiptafræðing Heimili þeirra var jafnan fagurt og þangað var gott að koma. Jón og frú Sigurlin voru fyrstu frumbyggjarnir i hrafninu þar sem leið liggur út á Alftanes. Þar girti Jón landspildu, er hann leigði af jarð- eignum rikisins og plantaði þar þús undum trjáa. — 1 þessari fjölskyldu paradis undi hann betur en á nokkrum öðrum stað. Með Jóni Gunnarssyni er horfinn einn af duglegustu, fram- kvæmdasömustu og traustustu sonum tslands. — 1 dagsins önn hlifði hann sér aldrei og hann kunni ekki að hræðast. Ég á þessum manni mikið að þakka og 6 kynningu og samfylgd i þessum minningarorðum hér. Um tvitugsaldur hélt Óskar að heiman og lá leið hans hingað til Reykjavikur. Eftir það var hann mest sem gestur á æskuheimili sinu að Stóra-Kálfalæk. Þegar þetta gerðist voru erfiðir timar hér á landi og mikið atvinnuleysi langtimum saman, en Óskar var bjartsýnn æskumaður, sem trúði á lifið og var ákveðinn i þvi að bjóða erfiðleikunum byrginn og sækja á brattann. Og Óskar Elenbert hafði margt i slika baráttu. Hann var friður maður á velli, ljós yfirlitum, söngvinn, gæddur góðum hæfileikum, með list- sendi þvi þessa siðbúnu þakkarkveðju yfir móðuna miklu og . bið þess að land okkar megi eignast til forustu i atvinnumálum þjóðarinnar slika syni. Þegar þetta er ritað eru komnir páskar — hátiðin mikla, sem minnir á sigur lifsins yfir dauðanum. Eg sendi ástvinum Jóns Gunnarssonar inni- legustu samúðarkveðjur frá okkur hjónunum. Ég vona að minningin um frábæran föður og maka mildi söknuð þeirra. Við hinir, sem fjær stöndum, en mátum mannkosti Jóns Gunnarssonar mikils, minnumst hans með virðingu og þökk. Ritað á páskum 1974 Jón Kjartansson rænt skyn. Hann var fæddur slikur hagleiksmaður, að flest verk léku honum i höndum. Hann stundaði hér lengst af ýmiss konar byggingarvinnu og viðhald á húsum og var eftirsóttur til starfa sökum þess hve velvirkur hann var. Gleðimaður var Óskar á góðri stundu og hrókur alls fagnaðar i hópi vina. Árið 1942 kvæntist Óskar GUÐLEIFU Guðjónsdóttur mikilli myndar og dugnaðarkonu og hófu þau búskap hér i Reykjavik. Eftir sextán ára hjúskap slitu þau svo samvistum. Þeirra sonur er Gunnar Sigurður, sem er múrari hér i borg. Siðari kona Óskars var Sveinbjörg Guðmunds- dóttir, Illugasonar, hin mikilhæfasta kona. Sú ætt er mérk og þekkt um Borgarfjörð. Sveinbjörg og Óskar eignuðust saman tvo drengi, sem ennþá eru á bernskuskeiði. Hlynur 14 ára og Viðir 12ára. Þá ólust einnig upp hjá þeim þrjú börn Sveinbjargar frá fyrra hjónabandi þau Óskar og Svein- björg settust að i Kópavogi, að Löngu- brekku 19 og bjuggu þar æ siðan. Fyrir nokkrum árum dró svo ský fyrir hamingjusól hjónanna, þegar Óskar veiktist af hjartabilun og var lengst af sjúklingur eftir það. Siðustu árin var Óskar algjörlega óvinnufær og lang- dvölum á sjúkrahúsum. Þetta var mikið áfall, sem kollvarpaði mörgum framtiðardraumum hjónanna. Nú reyndi mikið á konuna, sem varð að axla byrðar þeirra beggja, vinna ein fyrir heimilinu og sjá drengjunum þeirra farborða. Hún gekk að þessu æðrulaus og stundaði jafnframt mann sinn af ástúð og kostgæfni, allt til hinztu stundar og reyndi eftir þvi sem kostur var, að létta hina þungu byrði hans. Nú er þessi þunga reynsla að baki. Óskar Elinbert Sigurðsson er horfinn okkur yfir móðuna miklu, en eftir lifir minningin um góðan dreng. Ég vil enda þessi kveðjuorð með þvi að votta frú Sveinbjörgu, sonum Óskars, stjúpmóður, systkinum og öðrum aðstandendum mina dýpstu samúð. Jóhann J.E. Kúld. islendingaþætíir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.