Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1974, Side 8

Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1974, Side 8
Helgi Guðnason Guðmundur Helgason bændur í Haga í Grímsnesi Helgi Guðnason f. 1.12.1914, d. 4.4. 1974 og Guðmundur Helgason f. 21.9.1948, d. 4.4. 1974. „Syrgirekkja, sakna börn. Skarð er orðið i skildi sveitarfélags Grims- nesinga.” Þessar setningar eru skráðar i 132 ára gamalli grafskrift um frænda okkar i Búrfellskirkju. Mér fannst þær geta átt við enn i dag, þegar þau sorgartiðindi spurðust, að feðgarnir, Helgi og Guðmundur i Haga, væru allir. Hvernig mátti þetta ske? Þessir menn þekktu vatnið og staðhætti betur en flestir aðrir, en vegir Guðs eru órannsakanlegir. Helgi Guðnason fæddist i Haga 1. desember 1914. Foreldrar hans voru Elisa Bjarnadóttir og Guðni Magnússon, sem bjuggu i Haga allan sinn búskap, en þessi ætt hefur nú búið i Haga á aðra öld. Ólöf, amma min, sem bjó i Vatnsholti, næsta bæ við Haga, sagði mér margar sögur af vin- áttu, tryggð og hjálpsemi þessa fólks. Þessir eiginleikar voru Helga i blóð bornir, og veit ég, að margir Grims- nesingar telja sér eiga Helga skuld að gjalda. Helgi kvæntist Kristrúnu Kjartans- dóttur frá Austurey i\Laugardal, vorið 1943, og hófu þau búskap árið eftir i Haga. Helgi var mikill dugnaðarbóndi, fóðraði allan sinn fénað til hámarks- afurða, smiður var hann ágætur, og bera byggingar i Haga þess vott, að þar fór saman hugur og hönd. Ibúðar- hús sitt og útihús öll byggði Helgi á þessum 30 ára búskapartima sinum. Já, mörgum verkum kom Helgi af til bóta fyrir jörð sina. Td. var það ekki heiglum hent að gera 6 km langan veg upp að Haga upp á sitt einsdæmi, en þannig var Helgi, einbeittur, vilja- sterkur — snyrtimenni svo af bar. Þau Helgi og Kristrún eignuðust þrjú börn: Ragnhildi, sem er gift Hafliða Sveinssyni og býr á Ósabakka á Skeiðum, Kjartan, sem er kvæntur 8 Erlu Sigurjónsdóttur frá Stóru-Borg og býr i Haga, og Guðmund, sem fór sina hinztu för með föður sinum. Guðmundur fæddist i Haga 21. september 1948. Hann ólst þar upp með foreldrum og systkinum, og vildi hvergi frekar vera en heima i Haga. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, segir gamalt máltæki, og átti það vel við hér. Guðmundur fór i iþróttaskól- ann i Haukadal til Sigurðar Greips- sonar, og lagði alla stund siðan rækt við iþróttir, einkum glimu og körfu- bolta. Þá lá leiðin að Hvanneyri, og lauk hann búfræðiprófi 1968. A Hvann- eyri kynntist Guðmundur konuefni sinu, Aslaugu Harðardóttur, ættaðri frá Hrygg i Hraungerðishreppi. Hún lauk kandidatsprófi i búfræði frá Hvanneyri. Svo vel voru þau hjón undir lifsstarfið búin, búskapinn, sem hugur þeirra stóð til. Guðmundur og Aslaug voru nýbúin að byggja vandað ibúðarhús i Haga, og nú i vor ætluðu þeir bræður að ráðast i fjósbyggingu og voru búnir að kaupa mestallt efni og annan undirbúning, sem til þurfti, en eigi má sköpum renna. Ég, sem þessar linur rita, átti þvi láni að fagna að eiga Guðmund að vini og félaga. Við störfuðum saman i Ung- mennafélaginu Hvöt, þar sem Guð- mundur var formaður i 2 ár, en gaf ekki kost á sér lengur, þegar hann byrjaði á ibúðarhúsi sinu heima i Haga. Hann var samt alla tið vel virkur félagi, en vildi vera heill en ekki hálfur i öllu. Við vorum vinnufélagar á skurðgröfu að sumarlagi, svo að ég á margar góðar minningar um góðan dreng, sem var kappsfullur að hverju sem hann gekk, og vildi ekki láta sinn hlut eftir liggja. Guðmundur og Aslaug áttu einn son, Hörð Óla, 4 ára gamlan; augastein pabba og mömmu. Við hjónin biðjum góðan Guð að styrkja þær Kristrúnu og Aslaugu og annað heimilisfólk i Haga i þeirra djúpu sorg. Böðvar Pálsson. íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.