Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1974, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1974, Blaðsíða 14
Eiríkur Karl Guðjónsson Tóarseli í Breiðdal fæddur 30. júli 1903. dáinn 7. nóvember 1972. Ég ætla um stund að dvelja, þar var min heimabyggð og æskuslóð, hvert lifið, sem mig ber. Dalurinn minn fagri, hann drjúpir nú i hryggð dáinn einn hans bezti sonur er. Myndir sé ég leika um minninganna þil um mörg þau ár, sem liðin eru hjá. Frá bernskudögum ljómar enn birta um Tóarsel, svo bjarma slær á timans viða sjá. Ég minnist þess svo oft, er þig gest að garði bar, hve glaðværðin varð rik i okkar bæ. Þú miðlaðir auðlegð, sem er ei alls staðar og ekki verður kastað út á glæ. Lifsins elfa rennur ei alltaf áfram lygn oft leynist erfið færð á sléttri grund. Að vera góður drengur það var þin aðalstign og vörður um þitt lif á hverri stund. Að ieiðarlokum, Kalli, þegar grær i gengna slóð og gatan liggur inn á hulið svið. Af hjarta minu óska ég þér, að heimkoman sé góð og hollar verur, standi þér við hlið. Þá vil ég að siðustu þakka fyrir allt, sem þú varst mér og minum alla stund. Trú min er sú, þér launist þúsundfalt. þig verndi guð i kærleiksrikri mund. Helga Björg Jónsdóttir frá Þorvaldsstöðum i Breiðdal. Ljóð þetta birtist hér i annað sinn, þar sem i það slæddust nokkrar villur, er það var birt 9. marz si. o Kristín heimili ykkar, en hann gat aldrei nóg- samlega lofað hvað hún Stina væri sér góð. Slikur dómur er ekki auðfenginn frá vandalausum. Mér eru minnisstæðar móttökurnar i Minni-Brekku. Þar var ég og fjöl- skylda min jafnvelkomin, hvort heldur okkur bar að á nóttu eða degi, og sjálf- um fannst mér ég fremur vera heimilismaður en gestur á þvi heimili. Og þótt mörgu væri að sinna, gafst alltaf tækifæri til að spjalla saman og rifja upp skemmtileg atvik frá þeim tima, er við kölluðum „gamla daga”. Þessar samræður voru sérstaklega skemmtilegar vegna þess, hve mikil kimni var fólgin i frásögn þinni. ,,Hún var glettin spaugsöm og spræk”. — Þessar ljóðlinur úr þekktum grallara, sem við höfum svo oft sungið saman, komu mér i hug undir þessum sam- ræðum, og mér fannst þær höfða til þin. Þessar látlausu setningar finnst mér að endurspegli skapgerð þina á ljósan og einfaldan hátt. Nú þegar þú ert að kveðja er sveitin okkar að klæðast sinum vorskrúða til heiðurs þeim, er með elju og athafna- semi hafa haldið merki hennar á lofti, þrátt fyrir að hún af mörgum er talin harðbýl. Margt hefur breytzt frá þvi að við vorum að aiast upp. óræktarmóum og mýrarfiákum hefur verið breytt i ræktað land og búskaparhættir hafa breytzt að sama skapi, en við þet.ta hafa ýms kenniieiti horfið. Tóftarbrot- ið i túnfætinum, þar sem búið okkar stóð, sést ekki lengur, og leggur og skel skipa ekki sama sess og þau áður gerðu sem leikföng barna. En fjallið, lækurinn og áin eru á sin- um stað og minna á þá atburði, er þar gerðust fyrir rúmum fjörutiu árum. Þú varst ein af þeim, er kaust að leggja fram starfskrafta þina til að skapa blómlega byggð i þessum dal, og það mun hafa verið ósk þín, að komandi kynslóð viöhaldi henni um langa framtið. Sveitin þin og ibúar hennar áttu sterk itök i lifi þinu og fátt af þvi sem þar fór fram var þér óviðkomandi. Þú varst driffjöðrin i þvi félagsstarfi, er þar fór fram. Kvenfélagið, söngkórinn og ungmennafélagið, öll þessi samtök, sem héldu uppi menningar- og skemmtanalifi sveitarinnar nutu starfskrafta þinna, þar er nú skarð fyrir skildi. 1 systkinahópinn hefur einnig komið óvænt skarð. Þú varst þeirra yngst og bjóst yfir mikilli lifsorku og þeim sjö, er eftir lifa, mun vart hai'a komiö til hugar, að þú hyrfir þeirra fyrst af sjónarsviðinu. Þau munu nú ásamt sveitungunum og öllum öðrum, er þig þekktu, vilja á þessari kveðjustund votta þér hugheil- ar þakkir fyrir ánægjuleg kynni og gott starf. Við erum öll rikari eftir að hafa kynnzt þér og starfað með þér. Minn- ingarnar um þær samverustundir munu verða okkur örvun til góðra verka. Ég votta eiginmanni og börnum ykkar dýpstu samúð og þakka þeim fyrir ánægjulegar samverustundir, sem ég vona að eigi eftir að verða margar ennþá. Undir þær óskir tekur öll min fjölskylda og þá ekki sizt öldr- uð fósturmóðir og föðursystir þin, sem nú dvelst á Keflavikurspitala. Þetta skyndilega fráfall eiginkonu og móður mun hafa mikla röskun i för með sér hvað ykkar lif snertir, og óhjákvæmilega mun syrta að i bili. Sviplegir atburðir, sem gerast með svo skjótum hætti, kalla fram ýmsar spurningar, er ekki fást svör við, en þegar dýpra er skyggnzt virðist. sem hinar óræðu orsakir gefi okkar jarð- vist aukið gildi. Hjálmar Jónsson © Sigurður Að leiðarlokum vil ég þakka hin góðu kynni og trausta vináttu, er hann jafnan sýndi mér, og óska honum vel- farnaðar á nýjum vettvangi, er hann trúði að væri bak við gröf og dauða. Aðstandendum öilum votta ég innilega samúð. Þrátt fyrir geysilegar framfarir á sviði raunvisinda hefur gátan um lif og dauða ekki verið ráðin, né svarað til hlitar hinni áleitnu spurningu allra •alda: ,,Er nokkuð hinum megin?” En við, sem erum enn ofar moldu og höfum stundartöf, getum verið viss um, að dauðinn veit heimilisfang okk- ar allra. Sigurður Egilsson, frá Sveinsstöðum. 14 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.