Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1976, Síða 7

Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1976, Síða 7
Jóhanna Margrét Magnúsdóttir Núpum, Ölfusi Þann 27. desember andaðist amma okkar Jóhanna M. Magnúsdóttir að heimili sinu Núpum i Olfusi. Útför hennar fór fram frá Kotstrandarkirkju 3. janúar við mikið fjölmenni. Hún var fædd að Hörgslandi á Siðu 14. nóvember 1889, dóttir hjónanna Ingigerðar Jónsdóttur og Magnúsar Þorlákssonar hreppstjóra. Siðar flyzt hún að Fossi á Si'ðu ogelzt þar upp með foreldrum og systkinum. Á Fossi var margbýli og góður félagsandi. Var þar oft bæði dansað og sungið. Um nokkurt skeið dvaldi amma i Reykjavik þar sem hún lærði sauma- skap. Kom það sér vel siðar að geta saumað á barnahópinn. Arið 1916 missir Jóhann Sigurðsson konu sina Ragnheiði af barnsförum, en hún og amma voru miklar vinkonur. Réðst þá amma til hjálpar á heimili, og gengur barninu i móður stað. Nokkrum árum siðar giftist hún Jó- hanni. En barn þetta er Ragnheiður nú húsfreyja að Bakka, ölfusi. Árið 1927 festa þau afi og amma kaupá jörðinni Núpum i ölfusi. Var þá löng og erfið ferð fyrir höndum, yfir mörg stórfljót að fara með börn sin og aldraða móðurömmu Ingigerði. Fluttu þau með sér alla búslóð og búfénað og nærri má geta hve erfið íerðin hefur verið eins og samgöngum var háttað. Þeim búnaðistvel á Núpum, þvi afi var búmaður mikill. En vera hans á Núpum varð ekki löng. Árið 1935 þegar hann er að smiða skeifur i smiðju verður hann fyrir þvi óláni að járnflis hrekkur i auga hans og deyr hann sköm mu siðar af völdum blóðeitrunar. Stendur nú amma uppi ein með börnin átta.Urðu þá margir til að rétta hjálp- arhönd. Ber þá helzt aö nefna og þakka sérstaklega Hallgrimi Jónassyni, sem kemur frá fjölskyldu sinni afSiðu lil að annast búskapinn með ömmu um skeið. Hallgrimur starfar nú sem hús- viirður hjá Slátúrfélagi Suðurlands í Reykjavik. Einnig flyzt þá til ömmu Sigurveig systir hennar ásamt manni sinum og lóstursyni. Voru þau hjónin á islendingaþættir heimilinu til dauðadags. En þær systur voru einstaklega samrýmdar t.d. gengu þær alltaf eins klæddar. Sigur- veigmissir mann sinn einnig fljótt og voru þær amma hvor annarri stoð og stytta i sorgum sinum. Tveimur árum eftir dauða afa missir amma Lárus son sinn, 6 ára að aldri. Siðar veikist dóttir hennar Ingi- gerður mjög alvarlega og hefur hún aldrei gengiðheil til skógar. Hún er nú á sjúkrahúsinu i Stykkishólmi. Af frmantöldu má sjá að sorgin hefur oft kvatt dyra hjá ömmu. Þá leitaði hún til Guðs og hann hjálpaði henni gegnum allar raunir. Amma átti einnig ánægjustundir i lifinu. Gleðina yfir að þurfa ekki að láta börnin sin frá sér þrátt fyrir erfið- leikana. Að sjá þau vaxa upp og verða mætustu þjóðfélagsþegna. Eftirlifandi börn þeirra afa og ömmu eru: Ragnheiður hús- freyja gift Engilbert Hannessyni Bakka ölfusi. Helgi bóndi Núp- umkvæntur Jónu M. Hannesdóttur. Siggeir hóndi Núpum kvæntur Vilnýju Bjarnadóttur. Ingólfur bifreiðar- stjóri hjá ölgerð Egils Skalla- grimssonar i Reykjavik, kvæntur Álf- heiði Unnarsdóttur. Gunnlaugur bóndi Núpum k væntur Agústu Þorgilsdóttur. Hjörtur kennari Hveragerði kvæntur Margréti Þorsteinsdóttur. Guðriður húsfreyja i Reykjavik gift Lúðvfk Einarssyni. Og Ingigerður Svava áður nefnd. Amma var m jög bókhneigð og mikil hagleikskona. Um margra ára skeið saumaði hún t.d. peysuföt á vinkonur sinar og fleiri sem til hennar leituðu. Einnig prjónaði hún mikið og heklaði. Það var þvi mikið áfall fyrir hana þeg- ar sjón hennar leyfði ekki lengur lestur og hannyrðir. Amma var mjög gestrisin og minn- umst við systurnar þeirra stunda þegar hún og Sigurveig klæddust sunnudagafötunum og biðu þess að gesti bæ'ri að garði. Þegar þeir birtust fóru þærgjarnan útá hlaðog leiddu þá til stofu. Siðan var borið fram heitt súkkulaði rjómapönnukökur, kleinur. flatkökur og annað góðgæti. Amma var mikill snillingur í bakstri og mat- argerð og höfðum við systkinin það að orði að það væri sérstakt „ömmu- bragð” af kökunum hennar. Og voru kleinurnar hennar þær beztu sem viðC'höfum smakkað. A sumrum var mikill fjöldi barna og unglinga á Núpum, var amma þeim öllum sem bezta móðir. Þetta fólk hef- ur alltaf haldið tryggð við ömmu Qg heimsótt hana til hinztu stundar. Við áttum þvi láni að fagna að alast upp á sama hlaði og amma. Okkur er það ómetanlegt veganesti. Alltaf var jafn gaman að koma til ömmu. Og oft dvöldum viðþar langdvölum i veikind- um móður okkar. Elsku amma við þökkum þér l'yrir allar ánægjustundirnar og biðjum góðan Guð að geyma þig. Blessuð sé minning þin. Sigurveig og Gerður llelgadætur.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.