Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1976, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1976, Blaðsíða 3
Sigurður Hólm Hannesson bóndi Sigurður Hannesson, bóndi á Ar- múla við Isafjarðardjúp, andaðist að heimili sinu að kvöldi nýársdags 1976. Við sviplegt fráfall góðs vinar og ná- granna setur mann hljóðan og á þetta ekki sizt við i fámennum byggðarlög- um, þar sem hver einstaklingur er svo mikils virði. Sigurður á Armúla var fæddur 27. september 1909, foreldrar hans voru hjónin Guðrún Sigurðardóttir f. 14/7 1878, ættuð úr Hvammssveit i Dölum og Hannes Gislason, f. 1/8 1874 og átti Hannes ættir sinar að rekja úr sveitun- um við ísafjarðardjúp. Þau Guðrún og Hannes flytjast frá Skálavik i Mjóafirði að Armúla árið 1913 þar sem þau hófu búskap, en þá var þribýli á Ármúla. begar Sigvaldi fer svo frá Ármúla tóku Hannes og Guðrún við hluta Sigvalda i jörðinni og bjuggu frá þvi á allri jörðinni til dauðadags. 1 sinni búskapartið bættu þau jörðina bæði hvað snertir húsakost og ræktun, enda hefur Armúii ávallt verið talin ein af beztu jörðum við Djúp. Vegna aldursmunar kynntist ég ekki nægilega vel Armúlahjónum, Hannesi og Guðrúnu, en i minum huga komu þau hjón þannig fyrir að hún var hin rólega, umhyggjusama og gætna hús- móðir, en hann hinn öri og atorkusami bóndi, sem þoldi enga lognmollu. Eins og algengt var á þessum tim- um til sveita var fjölmennt i heimili á Ármúla og mörgu að sinna bæði utan húss og innan, enda reynt eftir fremsta megni að búa sem mest að sinu. Bærinn á Ármúla stendur undir samnefndu fjalli, sem er á milli Kaldalóns og Skjaldfannardals og er óviða viðsýnna frá nokkrum bæ við Djúp heldur en Armúla. Að baki ris Ármúlinn brattur og tignarlegúr, á hægri hönd er Snæfjallaströndin með sinar andstæður gróður og snjó, á vinstri hönd opnast Skjaldfannardal- ur, á móti sést allt frá Stigahlið og inn til innsta fjarðar Djúpsins, Isafjarðar i suðri, Svo opið er frá Ármúla til suðurs islendingaþættir að þar sést sól, er dagur er stytztur á norðurhveli jarðar. A kyrrum dögum speglast fjöllin beggja vegna Djúpsins i spegilsléttum sjávarfletinum. En það er ekki alltaf logn á Ármúla, þvi þar geta veður orðið nokkuð hörð, þegar norð-austan stormurinn þeytist með fannkomu og hamagangi út úr Kalda- lóni og Skjaldfannardal, þannig að hvin i fjöllum og klettum dimmum rómi og á hinn bóginn brotnar úthafs- aldan við sandinn á Ármúla með sinni sérstöku tóntegund. Er ekki að undra þótt tónskáldið Sigvaldi Kaldalóns hafi hrifizt af sliku samspili. Það var við þessar aðstæður, sem Sigurður á Ármúla sleit sinum bernskuskóm og þetta gróf sig svo inn i huga hins unga drengs og varð svo samtvinnað honum að Sigurður og jörðin Ármúli bundust órjúfandi bönd- um, sem enginn orkaði að slita, þó gull og grænir skógar væru i boði. Eins og flesta greip útþrá Sigurð og á sinum yngri árum fór hann að heiman i atvinnu- og ævintýraleit. Hann stundaði nám i Samvinnuskólan-, um. En innisetur og skrifborðsstörf voru ekki honum að skapi. Hann stundaði um tima algeng störf bæði til sjós og lands. Var um nokkurt skeið á togurum, en á þeim tima þ.e. kreppu- árunum um og upp úr 1930 var ekki hlaupið að að fá skipsrúm á togurum, nema fyrir góða og vana menn. En hvað um það Sigurður var eftirsóttur sjómaðurog varekki i nokkrum vanda að fá skipsrúm, er hann óskaði. Siðan i byrjun siðari heimsstyrjald- arinnar hefur mikill fjöldi fólks flutt úr hinum dreifðari byggðum til þéttbýlis- staðanna við Faxaflóa og skyldi mað- ur þvi ætla að ekki hefði verið óeðlilegt að Sigurður á Armúla hefði setzt að þar, þar sem hann var i góðri aðstöðu til að velja um atvinnu. En nú gerist það að heimþráin gripur hug Sigurðar allan. Hann brýzt á móti straumnum. heim f sina heimabyggð við Djúp og fer að búa á Armúla, fyrst i samvinnu með föður sinum og Kristjáni bróöur sinum og siðan sér eftir að Hannes fað- ir hans féll frá og þeir bræðurnir skiptu jörðinni á milli sin. Þeir Ármúlabræður, synir Guðrúnar og Hannesar voru f jórir, Gisli var þeirra elztur, vélstjóri i Reykjavik, siðan var Sigurður, þá Kristján bóndi á Armúla og svo Ásgeir, sem er póstmaður á Akranesi. Sigurður var kvæntur eftirlifandi konu sinni Rósu Jóhannsdóttur frá Skjaldfönn, en hún var dóttir sæmdar- og myndarhjónanna Jónu Jónsdóttur ljósmóður og Jóhanns Ásgeirssonar. bónda, sem bjuggu allan sinn aldur á Skjaldfönn, sem er næsti bær við Ár- múla. Var það mikil gæfa fyrir Sigurð að eignast Rósu fyrir sinn lifsförunaut. En Rósa er einstök i sinni röð hvað snyrtimennsku og dugnað áhrærir og skipti þá engu hvort það er utan húss eða innan. Reyndi ekki hvað sizt á þetta eftir að fólki tók að fækka á Ármúla og heilsu og þreki Sigurðar fór að hraka. Þau Rósa og Sigurður ólu upp fjögur fósturbörn, þau Jóhann Alexanders- son, Karl Kristjánsson, Sigurrósu Leifsdóttur og Guðnýju Björk Hauks- dóttur, sem er yngst þeirra, 15 ára gömul. Auk þess var alltaf fjöldi barna á Ármúla á hverju sumri og var ekki annað að sjá en þeim likaði lifið vel i þvi umhverfi, sem ég hef lýst hér að framan, njótandi móðurumhyggju hinnar elskulegu húsmóður og leið- beinandi athöfnum húsbóndans.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.