Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1976, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1976, Blaðsíða 12
 Kristján Jónsson Ég undraðist oft æskuna, sem gaf aö finna i samlifi Valgerðar og Andrésar, þetta eilifa tilhugalif hvernig sem árin færbustyfir, svo leikandi, einlægt og ó- skáldað. Arin og margháttaðir örðug- leikar og andstreymi náðu aldrei að særa ást sækuáranna. Gagnkvæm virðing þeirra hvors fyrir öðru og þetta sterka samband, samfara þeim mannúðarsjónarmiðum sem ég hefi beztum kynnzt, hóf heimilið i það veldi að þangað leituðu menn griða og styrks. Valgerður i Breiðuvik átti löngum við mikinn sjúkleika að búa. Marga feröina áratug eftir áratug mátti hún halda að heiman á vit lækna, leggjast undir hnifinn og búa við langar legur. Samt átti þessi manneskja alla tið meðan hún lifði aukaskammta af glettni, ósvikinni glettni sem töfraði burtu volog áhyggjur þess sem á vegi hennar varð. Og hún átti lika aðrar varabirgðir, hún virtist alltaf eiga aukakraft, gat aukiö á dug sinn eftir þvi sem verkefnin kölluöu að. 1 öllu þessu samanlögðu var mikil kona á ferð. Hinn mikli kinverski spekingur Lao-Tse segir i Bókinni um veginn: „Það, sem gróðursett er á réttan hátt, verður ekki rifið upp. Það verður aldrei á braut borið, sem vel er varð- veitt. Það vekur virðingu niðjanna.” Þegar ég hugsa til þeirra ósviknu tengsla, sem alla tið voru með dætrum þeirra hjóna og æskuheimilinu, með barnabörnunum og barnabarnabörn- unum þá þykja mér rætast þessi fornu spekiorö. Hugur dætranna var jafnan heima, það breytti enguþóttlangleiðir skildu i milli. Að komast heim á æskustöðv- arnar var draumur, sem látinn var rætast þegar tækifæri gáfust frá eigin heimilum. Barnabörnin úr nálægðinni áttu athvarf og uppeldi i ósviknu sveitastarfi og meö vorskipum komu jafnan fleiri eða færri barnabörn sunn- an úr Eyjum til afa og ömmu i Breiðu- vik. Hversu haldgott þetta reyndist sást bezt i haust, þegar dótturfeonur skauzt frá önnum sinum suður á Sel- fossi, i fylgd með tveimur bróðurson- um sinum til aðsmala löndin fyrir afa og langafa. Og þetta var ekki eins- dæmi. Nei, i Breiðuvik komst kynslóðabiliö fræga aldrei inn fyrir staf, niðjarnir fundu þann gróður sem vakti væntum- þykju þeirra og viröingu, og ég vona að hann marki þann ættboga lengi fram. Til hvers eru orð að leiðarlokum: „Innsigli engir fengu, upp á lifsstunda bið, en þann kost undir gengu allir að skilja við” 12 frá Garðstöðum t tsafjarðarbæ hygg ég mörgum þyki sjónarsviptir að Kristjáni frá Garðstöðum. Ég er einn i þeirra hópi, sem sakna vinar i stað og finnst yfir- bragð bæjarins daufara, þegar Kristján er horfinn af sviðinu. Kristján var sem kunnugt er fæddur að Garðstöðum i ögurhreppi 18. febrú- ar 1887. Hann var þvi 88 ára að aldri, er hann lézt og einn af elztu borgurum bæjarins. Mun hann nálega óslitið hafa átt heima á Isafirði alla tíð frá árinu 1904 eða i rúmlega 70 ár. Foreldrar Kristjáns voru Jón bóndi Einarsson á Garðstöðum og Sigriður Jónsdóttir kona hans. Einar afi Kristjáns var Magnússon Þórðarsonar Arasonar á Auðkúlu i Arnarfirði Gunnlaugssonar Snorra- sonar prests á Stað á Reykjanesi. Sigriöur móðir Kristjáns, kona Jóns Einarssonar á Garðstöðum var dóttir Jóns Auðunssonar bónda á Eyri i tsafirði, en hann var sonur séra Auðuns Jónssonar prests á Stóruvöll- um á Landi i Landsveit, Jónssonar Hannessonar prests á Mosfelli. — Er sú ætt auðrakin i beinan karllegg til Jóns biskups Arasonar. segir séra Hallgrimur. Þvi lögmáli verðum við öll að lúta. I þetta sinn var það Valgerður i Breiðuvik. Eftir stöndum við hnipin i hinu eilifa ráð- leysi vor mannanna andspænis þöglu miskunnarleysi dauðans. Einhver hefur sagt að þegar einhver vina manns deyi,deyi hluti af manni sjálfum. Vissulega er þetta satt. Við finnum þá öll tómið, sem eftir er skilið. Þvi fær ekkert svarað annað en minn- ingin um þann vin sem látinn er, og vonin og trúin á eilift lif. Vinur minn Andrés i Breiðuvik hefur mikils misst, það hefur sonur hans og félagi Sigfús og systurnar Björg og E- lisabet einnig gjört. Það hafa tengda- börn og niðjar gert. Við vinirnir stönd- um eins og allajaíná við slikar kring- umstæöur hnipnir og orðfáir. Vonin er Séra Auðun langafi Kristjáns og þeirra systkina drukknaði i Ytri-Rangá 8. ágúst 1817 á bezta aldri. Við hið sviplega fráfall hans tók bróðir hans, séra Arnór Jónsson, prófastur i Vatnsfirði, bróðurson sinn, Jón Auðunsson i fóstur, og er þessi ætt- leggur þannig til Vestfjarða kominn. Við Kristján á Garðstöðum vorum þannig fjórmenningar að frændsemi. Hans megin voru: Sigriður, Jón, Auðunn og séra Jón Hannesson á Mos- felli. Min megi: Elin, hennar móðir Sig- riður og Arnór Jónsson Hannessonar á Mosfelli. Ekki var það þó fyrir frændsemi- sakir sem leiðir okkar Kristjáns lágu hvað eftir annað saman á lifsleiðinni og stundum all náið. Nei, þvi réðu allt önnur atvik og örlög, sem að verður vikið siðar i þessari grein. Æfiferill Kristjáns á Garðstöðum er býsna fjölbreyttur. Hann vex upp við venjuleg sveitastörf fram yfir ferm- ingu, kemst að sjálfsögðu i snertingu við sjómennsku á árabát á unglingsár- unum, gerist siöan verzlunarmaður i Edinborgarverzlun á tsafirði og ræðst sú ciii, josa seiii oilu ræður mýki sárs- aukann. Ég sem þessar \inur rita vil að leiðarlokum þakka Valgerði i Breiðu- vik árin sem við áttum samfylgd. Þakka henni hlýjuna, tryggðina, gleð- ina og gestrisnina. Alls þessa naut ég og minir nánustu i svo rikum mæli. Hún var manneskja sem ekki gleymist, og henni þykja þaii orð hæfa sem höfð voru um aðra islenzka konu fyrir hálfri annarri öld: „Kurteisin kom að innan — sú kurteisin sanna, siðdekri öllu æðri af öðrum sem lærist.” Fyrir samfylgd við slika ber að Þakka Kristján Ingólfsson íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.