Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1976, Blaðsíða 13
siðan i það stórvirki að fara til
verzlunarnáms i Kaupmannahöfn.
Hefur námið og dvölin i Kaup-
mannahöfn óefað aukið drjúgum á við-
sýni hans og orðið honum haldkvæmur
starfsgrundvöllur við ýmis þau störf,
sem hann tók aö sér á æfinni.
Um það er ekki að villast að félags-
legt uppeldi sitt hlýtur Kristján i Góð-
templarareglunni og ungmenna-
félagshreyfingunni. Hann verður
æðstitemplar i stúku og varaformaður
Ungmennafélags Vestfjarða. Sérstak-
lega tel ég, að ungmennafélagsandinn
hafi hrifið hug Kristjáns og gagntekið
hann i svo rikum mæli, að þess varð
vart i lifsviðhorfum hans alla æfi
siðan. Sjálfur hefur Kristján lika sagt:
,,Sá hugblær, sem fylgdi ungmenna-
félögunum á fyrstu árum þeirra og
lengi frameftir og gætir sumstaðar
ennþá, hefur jafnan setiö i hug mér að
meira eða minna leyti alla tið siðan”.
Annað sem ég tel, að rennt hafi
stoðum undir viðsýni Kristjáns þegar
á unga aldri, er það, að hann gerist
þingskrifari. Þá kynnist hann helztu
þingskörungum þjóðarinnar og funar
sjálfur upp i pólitiskum áhuga, sem
entist honum siðan langa æfi.
Er mér nær að halda, að þetta sé
kveikjan aö þvi, að hann gerist blaða-
maöur um langa hrið og siðan prent-
smiðjueigandi, ritstjóri og blaðeig-
andi. Er sá kafli i æfi Kristjáns ljós-
lega skráður og auðlesinn öllum i
fáaðinu Vestra, sem gefinn var út á
fsafirði 1901—1918.
•slendingaþættir
Kristján á Garðstöðum var félags-
hyggjumaður, einlægur, áhugasamur
og ósingjarn.
Ég gat þess hér að framan, að
félagsmálaskólun sina á yngri árum
hefbi hann hlotið i góðtemplararegl-
unni og ungmennafélagshreyfingunni.
A fullorðinsárum tók Kristján ávallt
þátt i störfum samvinnuhreyfingar-
innar af lifi og sál. Var hann um ára-
tugaskeið i stjóm Kaupfélags Is-
firðinga og einnig i stjórn Samvinnu-
félags ísfirðinga meðan það starfaði.
Allt starf i landinu á grundvelli og i
anda samvinnustefnunnar átti i hon-
um rik itök þar var engri hálfvelgju að
mæta. En af :öllum þáttum samvinnu-
starfsins hygg ég, að Kristján hafi
staðið tryggingastarfsemin hjarta
næst. Sótti hann fundi Samvinnu-
trygginga allt til hins siðasta, og vel
man ég brennandi áhuga hans fyrir út-
breiðslustarfinu, þegar Samvinnu-
tryggingar voru stofnaðar og voru að
vinna sig upp og festa rætur á Isafiröi
og i nágrannasveitunum. Attum við
margar góðar sameiginlegar minn-
ingar frá þeim árum.
En Kristján var ekki einhæfur i
félagsmálaáhuga sinum. Hann var
góður og vakandi félagsmaður i Nor-
ræna félaginu allt frá stofnun þess.
Hann var i forustusveit búnaðarsam-
taka á Vestfjörðum,. átti t.d. alllengi
sæti i stjórn Búnaðarsambands Vest-
fjarða. Þá var hann um áratugaskeið
erindreki Fiskifélags Islands á Vest-
fjöröum og oft fulltrúi á Fiskiþingum.
Kom hann á ýmsan hátt i snertingu við
sjávarútvegsmál. Auk þess sem þegar
er sagt, ber að geta þess, að hann var i
mörg ár sildarmatsmaður og fór þá
m.a. til Noregs og Sviþjóðar i sildar-
söluerindum, og árið 1933 var hann
kosinn i milliþingnefnd i sjávarútvegs
málum. Þá var Kristján lika með af
litlum efnum, þegar jafnaðarmenn
beittusér fyrir togaraútgerð i bænum i
atvinnubótaskym á erfiðum timum.
Af þvi, sem sagt hefur verið hér að
framan má ljóst vera að Kristján á
Garðstöðum kom viða við, áhuga hans
gætti mjög viða, og hann lagði hvar-
vetna þar hönd á pláginn sem stofnað
var til samtaka um framfara- og um-
bótamál.
Enn er þó ýmislegt ótaliö, sem hann
tók þátt i og honum var trúað fyrir.
Þannig var hann lengi kosinn i yfir-
skattanefnd og bankastarfsmaður var
hann um skeið fyrr á árum, þegar
Jón Auðun, bróðir hans var banka
stjóri Landsbankans á Isafirði. Svo
mun það hafa verið áriö 1939 að hann
varð endurskoðandi Landsbankans á
tsafirði. Varð þetta starf honum mjög
kært og gegndi hann þvi síðan af stakri
samvizkusemi til dauðadags, eða svo
lengi, sem hann með nokkru móti var
ferðafær milli banka og heimilis. Mun
hann hafa haft þetta starf á hendi i 35
eða 36 ár.
t tómstundum sinum fékkst Kristján
talsvert við fræðimennsku og ritstörf.
Varð honum furðumikið að verki á þvi
sviði. Hann átti drjúgan hlut að úgáfu
Barðstrendingabókar. í henni á hann
ritgerð um Kollabúðafundi. I timaritið
Dvöl skrifar Kristján þætti úr sjó-
mannalifi Bolungavikur. í ritsafninu
„Frá yztu nesjum” á hann ritgerð um
Skúlamálin. t timaritið Jörð ritar hann
um isfirzka blaðaútgáfu og i
Minningarriti Búnaðarsambands
Vestfjarða á Kristján ritsmfð um
landbúnaðinn i Vestfjarðasýslum.
Enn man ég eftir þáttum úr stjórn-
málasögu tslands, sem birtust i ritinu
„Heima er best”.
Til er lika smárit eftir Kristján um
Húsmæðraskólann Ósk . á tsafirði 50
ára.Og iársritiSögufélagstsfirðinga á
Kristján fjöldamargar greinar, enda
mun útkoma þess rits að miklu leyti
hafa hvilt á hans herðum ásamt Jó-
hanni Gunnari Ólafssyni bæjarfógeta
Þá skipta blaðagreinar Kristjáns i
ýmsum blöðum sennilega hundruðum.
Má þar einkum til nefna Lögréttu,
Vestra, Timann, tsfirðing, Skutul og
Vestfirðing.
Þetta er að sjálfsögðu engin
tæmandi upptalning á fræðimanns-
störfum og ritverkum Kristjáns á
Garðstöðum.ennægirþó til að sýna að
einnig á þvi sviði kom hann viða við.
Er þá lika ógetið æfiminninga
Kristjáns, sem út komu fyrir fáum ár-
um. Þetta er allstór bók 400 blaösiður,
i nokkuð stóru broti. Þessa bók nefndi
hann „Af sjónarhóli”.
Að minum dómi er bókin lipurlega
skrifuð, en ekki nægilega vel út gefin.
Fellir Kristján viða hispurslausa
dóma um menn og málefni og hittir oft
imark. Hika ég ekkivið aðtelja þessa
bók Kristjáns meö efnismeiri og
merkari sjálfsæfisögum, sem út hafa
komið á seinni árum. Hann vill
áreiöanlega hafa það i hverju máli,
sem sannara reynist, er um þaö er
sumum æfisagnariturum ekki mjög
sýnt, þ.e. að þeir kæra sig þá ekki svo
mjög um mikla nákvæmni i þeim
efnisatriðum æfiferils, sem með réttu
sé þeim hvorki til lofs né frægðar.
Þá vil ég vikja nokkrum orðum að
pólitískri afstöðu Kristjáns á Garð-
stöðum. Lengi framan af æfi var hann
heimastjórnarmaður en þó gagnrýninn
jafnan á ýmislegt i þeim herbúðum.
13