Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1976, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1976, Blaðsíða 14
En eftir að samvinnustefnan dróst inn i þjóðmáladeilurnar og þeir Jónas og Tryggvi brugðu bröndum henni til varnar, var Kristján ekki i neinum vafa um afstöðu sina. Hann var sam- vinnumaður af lifi og sál. Hugsjónir samvinnustefnunnar voru hans hug- sjónir. öll siðari ár æfinnar var Kristján framsóknarmaður. Um þá ákvörðun sina farast honum sjálfum þannig orð i sjálfsæfisögu sinni: „Nýr flokkur, Framsóknarflokkur- inn er nii kominn til sögunnar með Timann að málgagni. Kom brátt á daginn, að það blað myndi reynast biturt vopn i landsmáladeilunum, og hinir yngri ritslyngu menn þar myndu valda straumhvörfum i félagsmálum ogalmennum framfaramálum. Atti ég þegar skoðanalega samleið með hin- um nýja flokki, en gekk þó ekki form- lega iFramsóknarflokkinn fyrr en 4—5 árum siðar. Þar hefi ég nú verið til flokkshúsa siðan að visu ekki ávallt stórhrifinn.en hefi þó ekki iðrazt þess að hafa gengið til liðs við Framsóknar- flokkinn.” Já, Kristján á Garðstöðum var vissulega alla þá tið sem ég man, ákveðinn samvinnu- og framsóknar- maður, — var þar „til flokkshúsa”, eins og hann sjálfur orðar það, og stundum ekki stórhrifinn. En þó að hann hrópaði ekki búrra fyrir öllu þvi, sem flokksforustan sagði og geröi, var hann sannur og trúr framsóknar- maður. Hann vildi áreiðanlega flokks- ins gagn i hvivetna. En hann var ekki bara flokksatkvæði. Hann hafði sjálf- stæða pólitiska hugsun og skoðun, og það sem meira var, hann hafði póli- tiskt nef, sem kallað er. Kristján taldi flokksforustuna stundum of bundna skammtimasjónarmiðum, og vildi hann þá fremur lita á málin Ut frá þvi sjónarmiði sem að hans áliti þjón aði betur málstað og markmiðum lengra fram i timann. Þannig gat tafl staðan verið, aðhann teldi bókstaflega rangt að kjósa Framsóknarfl. En slika afstöðu rökstuddi hann jafnan rækilega bæði fyrir sjálfum sér og öðrum. f bæjarmálum fsafjarðar taldi hann stundum pólitiskt mikilvægara aö stuðlaaðmeirihluta jafnaöarmanna i bænum heldur en berja fótastokkinn fyrir þvi skammtimamarkmiöi, að flokkur hans fengi 10, 20 eða 30 at- kvæðum meira. Það taldi hann ekki skipta máli pólitiskt meöan Framsókn átti litlu fylgi að fagna i bæjarfélaginu. Sama varð uppi á teningnum hjá honum fyrir alþingiskosningarnar 1971. Þá gerði hann sér ljóst að það væri biekking, að Framsóknarf lokkur- inn og Alþýöubandalagiö gætu ein sér fellt rikisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Til þess þurftu þessir flokkar að bæta við sig 7 þingsætum. Hann sá þvi að einasta leiðin til að ná þvipólitiska takmarki örugglega væri, að Samtök frjálslyndra og vinstri manna gætu að kosningum loknum lagt til þann þingstyrk, sem á kynni að vanta. — Ekki hefði það verið Kristjáni likt að laumast til að kjósa annan flokk en sinn eiginn. Enda gerði hann það ekki. Hann mun hafa rök- stutt það gagnvart flokksstjóm sinni, að nú teldi hann pólitiskt rétt að styðja Hannibal. Og það gerði hann opinskátt og svikalaust. 1 Vestfjarðakjördæmi sýndi hann framá, að Framsókn ætti vissa kosningu tveggja manna, en væri vonlaus með þann þriðja. Þessi umframatkvæði hefðu enga póiitiska þýðingu fyrir Framsóknarflokkinn en gætu hæglega ef svo stæði á, ráðið úr- slitum um kjöreins manns i viðbót hjá Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Ekki mun Kristján hafa fengið neina heimild flokks sins fyrir þessari skynsamlegu afstöðu, en við það sat. Hann fór sinu fram og vann ódeigur að kosningu minni. Svo haga sér aðeins þeir sem lifa I pólitiskri skoðun en ekki blindri flokkstrú. En nú segir sagan að þegar Kristján gekk um gólf i stofu sinni á Hliðar vegi og horfði á sjónvarpið flytja frétt ir af atkvæðatalningu i Vestfj.kjör dæmi og komin voru um 800 atkvæði á lista Frjálslyndra. Var hann glaður i bragði ogá að hafa sagt: Nú er komið nóg, Hannibal. Nú er komið nóg. Svo hélt talning atkvæða áfram, og komin voru rösk 1000 atkvæöi. Þá er sagt að Kristján hafi numið staðar frammi fyrir sjónvarpstækinu og sagttNei, — nú er komið meira en nóg, þetta verður að stoppa — Þarna var fram- sóknarhjarta Kristjáns farið að slá. Sjálfsagter sagan tilbúingur, en hún gæti verið sönn. Svo llk er hún við- brögðum hans undir svipuðum kring- umstæðum. Eru til fjöldamargar sögur af skemmtiiegum og falslausum skynditilsvörum hans við óliklegustu tækifæri. Eru mörg þeirra svo hnyttin og hittin, að þau munu lifa með þjóðinni, meöan græskulausar skemmtisögur eru sagðar á Islandi. Já undir það munu flestir taka sem þekktu Kristján á Garðstöðum, að hann var skemmtilegur maður. Hann setti svip á bæinn. Með honum átti ég margar glaðar stundir bæði fyrr og siðar, og mörg áttum viö sameiginleg áhugamálin. ' Hann var alla tið ungmennafélagi aldamótanna samvinnumaður i húð oghár, einlægur umbóta- og framíara- sinni, opinskár og hreinskiptinn og drengur hinn bezti. Af kynnum við hannmunu fáir annað geyma en góðar minningar og bjartar. Kristján á Garðstöðum var kominn nokkuð á fimtugsaldur, þegar hann festi ráð sitt og gekk að eiga Sigriði Guðmundsdóttur frá Lundum i Staf- holtstungum, meztu myndar- og ágætiskonu. Hún er látin fyrir fáum árum. Voru þau hjón samhent i hvi- vetna og þeirra samfarir hinar beztu. Ekki varð þeim barna auðið, en kjör- son tóku þau og ólu upp sem sitt eigið barn. Undi Kristján vel á sinu myndarlega heimili umkringdur ágætu safni úrvalsbóka. Þar færði hann margt i letur, sem annars væri þögn og gleymsku grafið. Ekkimun Kristján hafa talið sig trú- mann i þess orðs venjulegu merkingu, en margt hugsaði hann um guðspeki og spiritisma. — Endaði hann æfi- minningar sinar með þessum orðum. „Treysti ég þvi, að ég skilji geiglaus við þennan heim og sáttur við jarðlif- ið”. Svo hyggég lika að það hafi orðið. Kristján kvaddi þennan heim áreiðan- lega sáttur við guð og menn. Hannibal Valdimarsson. Leiðrétting t minningargreininni um Sigurð Þorsteinsson frá Fremri-Hliö, (Islend- ingaþættir 7. febr. 1976), hefur mis- prentast nafn seinni konu Sigurðar. HUn hét Guðrún Sigriður Sigurjóns- dóttir, en ekki Guðrún Jónsdóttir, eins og stendur i greininni. --------------------, Þeir, sem skrifa minningar- eða afmælisgreinar í íslendingaþætti, eru eindregið hvattir til þess að skila vélrituðum handritum, ef mögulegt er. 14 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.