Íslendingaþættir Tímans - 06.03.1976, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 06.03.1976, Blaðsíða 2
Keypti ég af honum þesskonar gripi, sem lofuðu meistarann og entust vel. Sjómaður þótti hann lipur og sela- skytta góð. Óli var bókhneigður og vel gefinn á þeim sviðum. En lengi ævinnar ölkær, sér og sinum til baga. Fátæk voru þessi hjón, enda var á þeirra tið þröngt i búi hjá mörgum. Börn þeirra voru sex: 1. Árnifæddur að Vikingavatni 2. des. 1888, rithöfundurinn þjóðkunni, fjöl- fróði, afkastamikli garpurinn siungi. 2. Kristjana fædd að Vikingavatni 23. marz 1891, lengi skrifstofustjóri Vest- mannaeyjabæjar. Dáin fyrir nokkrum árum. 3. Þórarinnfæddur að Kilakoti 1. marz 1893, trésmiður, dáinn 19. okt. 1958. 4. Kristján fæddur að Kilakoti 27. júli 1894, skrifstofum., dáinn 24. okt. 1975. 5. Guðbjörg fædd i Kilakoti 26. febr. 1896, húsfreyja, dáin 24. okt. 1960. 6. Sigurður fæddur að Bakka i Keldu- hverfi 25. ágúst 1900, skrifstofumaður i Vestmannaeyjum. Þetta var mannvænlegur niðjahópur og glæsilegur. begar börnin komust á legg var engu að kviða með fjárhag- inn. Gátu þau valið um vistir. Ræktu þau vel frændsemi sin á milli og við foreldra sina. Óli J. Kristjánsson andaðist 31. jan. 1929. Hólmfriður Þórarinsdóttir lézt 6. des. 1939. IV. 1 Kelduhverfi var landlæg tignun bókmennta. Verkleg kunnátta einnig i heiðri höfð og hverskonar iþróttir mikils metnar. ólabörnin voru þvi fædd inn i andrúmsloft, sem örvaði til þroskaleitar. Kristján var i æsku sinni mikið á Vikingavatni hjá náfrændum sinum, gætti fjár og vann allt, sem daglegar þarfir kröföust. Þar var fleirbýli og fjölmennt. Samkomuhald stundum og gestkomur miklar. Þar fór hann ung- lingurinn, — að hætti margra sveit- unga sinna — að skjóta fram visum, þótt fyrst i staö færi hann dult með þá iðju. Við þetta fagra vatn — Vikinga — batt hann ævilangar tryggðir endur- minninga, eins og margt, sem hann orti, vottar. A bænum Grásiðu, sem stendur á bakka sama vatns, varð Kristján ráðs- maður eftir að Þórarinn móðurbróðir hans bóndi þar féll frá. Kristján var þá oröinn vel að manni, hafði góða burði og verklagni. Fórst honum ráösmennskan vel. En ekki ilentist hann samt til langframa á Grási'ðu. Arið 1916 fluttist hann inn á Tjörnes og settist að á Hringveri. Þar vantaði 2 vinnukraft eftir lát Geirs bónda Jóns- sonar, sem var frændi Kristjáns af Sveinsættarbálki. Þá var atvinnulif mikið á Tjörnesi, af þvi að mókola — og surtar- brands-námugröftur var stundaður bæði á Hringveri og Ytritungu, sem eru nágrannajarðir. Rikið rak námur i Ytritungu og leigði þar öðrum vinnslu- rétt: Kolin og surtarbrandurinn voru flutt i ýmsar áttir og seld landsfólkinu viðs vegar, vegna eldsneytisskortsins á timabili fyrra striðsins. Vel varð Kristjáni Ólasyni fagnað af okkur ibúum Tjörness. Ungmenna- félag var i blóma. Hann gekk strax i það og gerðist góður starfskraftur þar. Tók mikinn þátt i ritun félagsblaðs. Flutti erindi á fundum. Las upp bundið mál. Fékkst við sýningar smáleikrita. Tókþátt i glimum og fleiri iþróttum. A öllum þessum sviðum var hann ákaf- lega kærkominn liðsmaður og listfeng- ur. Það fannst á aö hann var i engu lit- ill fyrir sér, þó aö hann væri að jafnaöi hlédrægur. Ég var á þessum tima formaður ungmennafélagsins, allmetnaðar- gjarn fyrir hönd þess og fagnaði þvi liðsaukanum af heilum huga. Við Kristján höfðum litilsháttar kynnzt áður, og talið til frændsemi okkar á milli, — báðir af Sveinsætt. En nú urð- um við vinir og entist sú vinátta óslitið alla tið, þótt ævidagarnir yrðu margir og veröldin sé veltigjörn. V. Þótt Kristjáni félli, að þvi er virtist, vel við Tjörnesinga, var hann haldinn útþrá. Allmargir tslendingar lögðu um þessar mundir leiöir sinar til Noregs. Kristján fór þangað 1919. I Noregi dvaldisthann þangaö til sumariö 1921, aðallega i Haugasundi og Stafangri og gekk að ýmiskonar algengum störfum. Kynntist mörgu fólki og las norskar bókmenntir af alúð. Heim kominn dvaldist Kristján á timabili ýmist á Tjörnesi eða Húsavik, en á Húsavik áttu nú foreldrar hans og flest systkini heima. Arið 1922, 11. desember, kvæntist Kristján ólason eftirlifandi konu sinni, Rebekku Pálsdóttur frá Bakka á Tjör- nesi. Dóttir hjónanna Nönnu Jakobs- dóttur og Páls Þorbergssonar, sem þar bjuggu þá, en fluttust siðar að Bakka og áttu þar lengi heima. Voru bæði af merkum ættum.sem hér verða þó eigi raktar. Páll var um langt skeið sveitarstjórnarmaður. Nanna var gáfuð kona, frið sýnum, íingerð, mjög heilsuveil og þoldi illa likamlega áreynslu. Páll var skynsamur maður. Aflasæll og góður sjósóknari. Geðstillingar- maður mikill, gamansamur i viðræðu og fyndinn. Sjálfstæður i skoðunum. Orö fór af þvi — og það með réttu — að Páll kynni að umgangast og laða til vinnu menn, sem aðrir komu ekki tauti við. Páll Þorbergsson skemmti mér oft með sérstæðri fyndni sinni og sýndi mér trausta vinsemd og tiltrú, þótt aldursmunur okkar væri mikill. Mér er hlýtt i huga til hans. Kristján Ólason og Rebekka Páls- dóttir settu saman heimili i Héðinsvik á Tjörnesi. Leigðu sér þar ibúð, eina af þremur i húsi, sem reist hafði verið þar á sjávarbakka, rúmum áratug áð- ur, vegna útgerðar, og tilheyrði húsið Héðinshöfða. Grasnyt fylgdi dálitil og hægt að fá engjar til viðbótar til slægna á Héðinshöfða og hagbeit eftir þörfum fyrir búpening. Kristján var dýravinur, hirti skepn- ur sinar vel og fóðraði ágætlega. Þetta voru: fáeinar kindur, ein kýr og hest- ur. Skammt var á fiskimið og stutt sjávargata, þvi lending var á fjörunni við ibúðarhússgrunninn. Kristján brá sér alloft i róður. Ekki var frágangssök að skreppa stundum dag og dag i vinnu til Húsa- vikur, 3-4 km leið. Ungu hjónin bjuggu þarna i full þrjú ár. Hjá þeim var smekklegt innan- húss, og þau komust snoturlega af. Þá fluttust þau til Húsavikur og Kristján réðst starfsmaður hjá Bjarná kaup- manni Benediktssyni, sem rak auk verzlunar mikla útgerð og landbúnað. Annaðist einnig pósthús staðarins. Vann Kristján margs konar verk i þessari vist, af þvi að hann var svo fjölhæfur. ARIÐ 1931 gerðist Kristján starfs- maður hjá Kaupfélagi Þingeyinga á Húsavik. Fyrst varhann verkstjóri við liskverkun, skipaafgreiðslur og ýmis utanbúðarstörf. En brátt íærðust verksvið hans alveg inn á skrifstofur lélagsins. Hann var fastur starfsmað- ur K.Þ. i þrjá áratugi, — og lengst af þeim timaá aðalskrifstofu þess. Hann var listaskrifari og svo vandvirkur að til sannkallaðrar fyrirmyndar var. Skrautritaði, þegar þess þurfti með. Reikningsmaður var hann góður. Vinsæll var Kristján meðal starfs- lélaga sinna, tillitsamur, ósérhlifinn, geðprúður og ávarpsglaður. En oMfár og engum til truflunar i vinnutima. Aður en hafin voru verk, gengu oft ýmislegs efnis ,,morgunvisur", er hann hafði ort i það sinni, — milli manna á skrifstofunni. Þetta var eins og upphefjandi menningarleg vigsla dagsins. A sinn hátt eins og morgun- söngur i skóla. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.