Íslendingaþættir Tímans - 06.03.1976, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 06.03.1976, Blaðsíða 15
Jón Ágúst Sigurðsson póstaf greiðslumaður Jón Agúst Sigurðsson var fæddur 23.8. 1896 að Stóru-Asgeirsá i Viðidal, Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru hjónin Guðbjörg Simonar- dóttir og Sigurður Jónsson. Voru þau hjónin vel ættuð, og mestu myndar- og sómamanneskjur. Þegar maður kveður gamlan vin og samstarfsmann hinstu kveðju, koma fram i hugann margar minningar um það sem gerst hefur, bæði i önn dags- ins og á gleðistundum, þegar timi vannst til aö rifja upp það liðna frá bestuárum ævinnar, er lifið brosti við, og þrekið virtist það mikið, að engin þörf var að hlifa sér. Þá virðast sól- skinsstundir tilverunnar fleiri og bjartari en þegar á ævina liöur. Þó er þetta misjafnt eins og annað með okk- ur mennina, það er eins og sumir sjái alltaf til sólar, en aðrir lifi i myrkri og dapurleika vegna sjúkdóma og ann- arrar ógæfu sem óhjákvæmilega virð- ist stinga sér niður hvarvetna i mann- anna lifi. En lifið sjálft er dásamlegt þrátt fyrir allt, ef við kunnum að lifa þvi á réttan hátt, bæði með tilliti til okkar sjálfra, og ekki siður með tilliti til ástvina okkar og meðbræðra. Þegar ég með þessum fátæklegu orðum kveð vin minn Jón Sigurðsson frá Asgeirsá, þá koma mér þessi fyrrsögöu orð i hug. Hann átti þennan lifs.rótt og lifs- gleði, sem veitti honum sjálfum svo mikinnstyrk,og gerði honum auöveld- ara að umgangast aöra. Þaðer mikil guðsblessun að fá i vöggugjöf þessa eiginleika, og geta miðlað öðrum, en láta skuggana og skúrirnar aldrei ná yfirhöndinni, sem þó urðu á vegi hans á langri ævi sem og hjá mörgum öðr- um. Það er gaman að eiga minningar um mann með slika eiginleika, og ég veit að það taka margir undir það með mér. Það er stundum sagt aö maður- innmótistaf umhverfi þvi er hann lifir i, og eflaust er mikill sannleikur fólg- inn i þeim orðum. Jón ólst upp i fögru héraði þár sem útsýni er mikið til allra átta. Hann ólst upp hjá góðum foreldr- um og i glaðværum systkinahóp, enda var heimilið orðlagt þar I sveit sökum gestrisni og góðs viðmóts viö gesti og gangandi. Jón fór ungur aö vinna öll algeng sveitastörf, eins og titt var með ung- ■ slendingaþættir linga á þeim árum, og kom sér þá bet- ur að unglingarnir væru vel hraustir likamlega og viljugir. T.d. fór hann i göngur á Viöidalstunguheiöi árið sem hann fermdist, og siðan á hverju hausti meðan hann átti heima í sveit- inní, og kunni hann margar sögur af þeim ferðum, þvi oftlentu menn i mis- jöfnum veörum og komu kaldir og þreyttir heim eftir margra daga úti- vist við slæmar aðstæður. En erfið- leikarnir gleymdust fljótt er menn höfðu jafnað sig. Það var einhver ævintýrablær yfir göngum og réttum, enda hlakkaði maður alltaf til þeirra, sagði Jón mér oft. Hann hafði lika mikið yndi af skepnum, og var talinn mjög góður fjármaður. Arið 1926 hættu foreldrar hans að búa og fluttu til Reykjavikur. Jón varð eftir i sveitinni og var vinnumaöur á Stóru-Asgeirsá hjá Ólafi Jónssyni, og hafðihann miklarmætur á honum sem góðum starfsmanni. Áriö 1930 flutti Jón suður og ræðst þá vinnumaður að Nesi á Seltjarnarnesi, en 1940 gerist hann starfsmaður póstþjónustunnar í Reykjavik, fyrst sem bréfberi, en sið- ar sem póstafgreiðslumaöur, og starf- aði þar til sjötugsaldurs og var mjög vel látinn i sinu starfi. En ekki lagði Jón samt árar i bát, þótt hann hætti vinnu við póstþjón- ustuna, en fór að vinna hjá fyrir- tæki sem hét Arinco. Vann hann þar i nokkur ár, en varð fyrir þvi ó- happi að lenda i bilslysi á leið til vinnu sinnar, og slasaðist mikið, enda má segja að hann bæri aldrei sitt barr eftir það. Þá varð hann að hætta að vinna, og var það þung raun fyrir svo starfsaman mann. öllu þessu mótlæti tók hann með sinni léttu lund, og gerði alltaf litið úr lasleika sínum. Ef maöur minntist á það við hann sagði hann einatt: „Eg hef það gott, en þaö er konan min sem þarf að stjana við mig,” og hafði hann oft áhyggjur af þvi, enda vanari að vinna öðrum og hugsa minna um sjálfan sig. Sagt er að góð eiginkona sé guðsgjöf, og það fékk hann að reyna þeg- ar hann gekk að eiga Gyðju Jónu Friöriksdóttur, þvi svo vel reynd- ist hún honum, og sérstaklega þeg- ar hann þurfti þess mest með. Hún bjó honum lika fallegt heim- ili, og var gaman að koma til þeirra, ekki sist vegna þess hvað þau voru glöð og hamingjusöm, þrátt fyrír heilsuleysi þeirra beggja. Jón dáði konu sina mjög, og kunni vel að meta hennar ástúð og umhyggju. „Þaö var min mesta hamingja i lifinu er ég eignaðist hana fyrir konu,” sagði hann eitt sinn við mig. Dætrum Gyðu sem hún átti frá fyrra hjónabandi og börnum þeirra, var hann sem besti faðir og afi, og var gagnkvæm vinátta frá þeirra hendi. Jón bjó með móöur sinni eftir að hún varð ekkja. Var hún oröin háöldruð þegar hún dó. Það var unun aö sjá þá umhyggju sem hann bar fyrir henni. Jón hélt alltaf mikilli tryggð við sin- ar æskustöðvar, og fólkið sem þar býr, og hafði gaman af að fá fréttir þaðan. Stundum hringdi hann til min og sagði: „Segðu mér nú einhverjar fréttir að norðan.” Minningin um Jón Sigurösson verður alltaf björt i hugum okkar vina hans. Hann var aldrei fyrir það að æðrast um neitt á lifsleiðinni, og við munum heldur ekki gera það, þvi eins og sagt er: „Ungur má en gamall skai,” og öll veröum viö að stiga skrefið yfir landamærin, og halda áfram á öðru tilverustigi sem okkur er hulið. En Kristur sagði: „Ég lifi og þér munuö lifa,” og við skulum trúa þvi. Að lokum vil ég votta eigin- konu og öðrum aðstandendum mina innilegustu samúð. Dýrmundur óiafsson. 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.