Íslendingaþættir Tímans - 06.03.1976, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 06.03.1976, Blaðsíða 4
átti við hann. Það form er i líkingu við sjónaukann. Viða hafa stökur hans birzt og mörg- um eru þær tiltækar i tali. Menningarsjóður gaf Ut bókina „Ferhendu”eftir hann 1963. Útgáfuna annaðist Hannes skáld Pétursson. Þar eru um 90 ferhendur margvislega stuðlaðar og rimaðar. Þaö er min skoð un, að „Ferhenda” sé fágaðasta og listrænasta eins manns visnasafn, sem komið hefur út á tslandi. Ég álit að það hafi verið mjög ámælisverð yfirsjón af nefnd þeirri, sem úthlutaði listamannalaunum fyrir rikið, að veita Kristjáni ólasyni ekki viðurkenningu i launum, þegar bókin kom út. Þarna var um að ræða svo augljósa yfirburða list i sérþjóðlegasta kveðskaparstil þjóðarinnar og alþýð- legasta. Hins vegar veitti Kaupfélag Þingey- inga honum dálitla fjárhæð úr Menningarsjóði sinum. Vissi ég að Kristjáni þótti mjög vænt um þá viður- kenningu, sem i þvi fólst, frá gömlum félögum allvel skáldfróðum. j IX. Fyrsta stakan i Ferhendu er hring- henda undir fyrirsögninni Veðra- hrollur.Staka þessi er ágætt sýnishorn af þvi, hvernig Kristján hugtók inn i kveðskap sinn með fáum orðum allt, sem virtist þurfa, til þess að stundin yrði salræn og lifandi: Þungt i falli þrymur Rán, þýtur i fjallanöfum. Það er allra veðraván, við skulum halla að stöfum. Finnst þér, stórviðrum vani lesandi, ekki allt mæla með þvi að láta bæinn aftur? Kristján yrkir visur, sem hahn nefn- ir Andinn og holdið. 1 þeim sést frábært vald hans á tungunni og bráð- fyndin ádeila á mannlegan breysk- leika: Þess hef ég einatt orðið vis og alvarlega stunduni goldið, eina leið að ekki kýs andinn skyggn og fávist holdið. Tekið er i og togast á, — tölum ekki hér um fieira —, verður oft að vægir sá, sem vitið hefur fengið meira. Einafvisum Kristjáns i æsku er Sól- bráð. Sólin yljar mó og mel mönnum léttir sporin. Svellin gráta sig i hel, sárt er að deyja á vorin. Þessi visa snart menn sérstaklega þægilega, þótt þar sé á mótsagnalegan hátt fjallað um málefni viðkvæmnini}- 4 ar. En ihenni er ögrun til „rýni”. Það gefur henni vængina.. Skammirgat Kristján ort, ekki siður en annan kveðskap, eins og þessi vi'sa sýnir: Sláttumaður Heldur urðu hey þin smá hér i þessu lifi, þrátt fyrir afbragðs lipran ljá i lyga og bragða þýfi. Eða: Um hinn skjótráða Þegar hann er fallinn frá, fólkið ber i minni: viðbrögð snögg og oftast á undan hugsuninni. Þá er visan um manninn, sem hann mætti á götunni, en sá hafði fengið heimakomu á nefið og makað það svörtum áburði: Ef þú fengir illsku kvef og yrðir nú að deyja, „Mitt er auga og mitt er nef”, mundi fjandinn segja. Benda má einnig á þessa glettnu og tviræðu hólvisu: Til vinar Við höfum gegnum þykkt og þunnt þinna kosta notið. Og þá fer nú að gerast grunnt, getir þú ekki flotið. Falleg er þessi staka og fyrir margra munn ort: Sveitamaður á mölinni Aldrei máist minni úr morgunglaði kórinn, eða hversu eftir skúr angaði viðarmórinn. Þegar ég er að hugsa um hvaða visur Kristjáns ég skuli helzt telja fram til kynningar á hinum látna manni, vilja þær helzt allar ryðjast fram bæði úr bók hans og aðrar, sem ég kann sæg af. Allar eru þær, ef að er gáð, kjörgripir hver á sinn hátt. En auðvitað verð ég að takmarka mig: A iifsins sjó Bátur minn er svifaseinn sækist illa róður, en stundum gripur einn og einn i árina „drengur góður”. Sigling Strengja gerði stag og kló stórum hérðir rokiö minni ferð um saltan sjó sem er að verða lokið. Áhætta kærleikans Ekki þjáist auönin grá yndisfáa og nauma, heldur sá, er ann og á, ástarþrá og drauma. íelli Lif og ég um launin há lengi þjarkað höfum. Nú erum við að falla frá flestum okkar kröfum. Ætli mörg staka hafi verið kveðin, sem inniheldur yfirgripsmeiri spurn- ingu en þessi: Góða, mjúka, gróna jörð græn og fögur sýnum, hvi er alltaf einhver hörð arða i skónum minum? Erekki þessi ferhenda á viðlanga og góða ræðu? Er ekki „arðan i skónum til þess að „æðsta skepna jarðarinn- ar”, maðurinn haldi vöku sinni”? Enda segir Kristján lika i stökunni: i Vegsemd Hvérsvegna ég ekki er alltaf sæll og glaður? Það ber við að þelsárt mér þykir að vera maður. Loks vil ég svo benda á f jölskyldu- visur Kristjáns. Við sonardóttur sina, Erlu litlu, kveður hann þessa undur- fögru visu: Blóm i töfrum ljóss og lits ljúfara ekki sáum. Guðdómsneisti vilja og vits vakir i augum bláum. Og til Rebekku konu sinnar yrkir hann: Hægt er að þola volk og vos og versta öfugstreymi, fyrst að hlý og falleg bros fylgja mér i heimi. Hlýnaði mér i þeli þá, þér i augum skina hispurslausa, hreina sá hjartagöfgi þina. Öfundsverð er sú kona, sem fær slikt ávarp frá manni sfnum. x-x-x-x-x-x-x-x Hannes Pétursson skáld segir i niðurlagi eftirmála sins við Ferhendu: „tslenzk visnagerð er ekki hætt komin, meðan hún er iðkuð af jafn- mikilli smekkvisi og Kristjáni er lag- in.” Ég tek undir þessi orð, visnagerðin er ekki i' hættu meðan svona er ort. En hver fyllir sæti Kristjáns Ólasonar? X. Hér að framan hef ég ekki nefnt út- skurðarhagleik Kristjáns Ólasonar. Hann tegldi og skar út af mikiu list- fengi. Fegurðarskynið og handlagnin fóru saman. Um hann mátti segja, að honum væri margt til lista lagt. Geta má þess að hann var söngvinn og lék á fiðlu (violin). Söknuðurinn eftir hann er marg- þættur. Astvinir hans hafa mikið islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.