Íslendingaþættir Tímans - 06.03.1976, Blaðsíða 14
ekki á fætur aftur. Var hún send
nokkru eftir áramótin að Vifilsstöðum,
og þar andaðist hún 13. mai 1925.
Sigriður var greind kona og góð og af
góðu fólki komin. Son þeirra Gunnlaug
tók systir Sigriðar, Engilráð og maður
hennar og ólu hann upp til fullorðins
ára.
Guðmundur hætti búskap á
Ingveldarstöðum um vorið 1924 og var
búlaus eftir það, taldi sér heimili i
Garöakoti i Hjaltadal hjá bróður sin-
um Halldóri, sem bjó þar þá.
Atti hann alltaf töluvert af skepnum
bæði fé og hross og vann hjá öðrum á
ýmsum stöðum, bæði i kaupavinnu
utan þess tima sem hann tók til að
heyja handa sinum skepnum og eins
vann hjá öörum á vetrum. Gekk þetta
svo til vorsins 1931 að hann yfirgefur
sveitina og flytur til Siglufjaröar. A
þessu timabili giftist Guðmundur
aftur, Konkordiu Júliusdóttur ættaðri
úr Svarfaðardal, hinni glæsilegustu
konu, en missti hana einnig eftir mjög
skamma sambúð. Þau áttu saman tvö
börn, fyrra barnið dó i fæðingu, en
siðara barnið drengur og hét Hjalti,
lifði til 7 ára aldurs. Móðirin veiktist
stuttu eftir fæðingu hans og tók þá
móðuramma hans hann og var hann
hjá henni á meðan hann lifði.
Konkordia dó á Kristneshæli vorið
1930. Eins og áður segir fluttist Guð-
mundur til Siglufjarðar 1931, var hann
orðinn 36 ára gamall. Þá voru upp-
gangstimar á Siglufirði og næg at-
vinna. Lagði hann þá i trésmiðanám
og lauk hann þvi hjá Guðmundi
Jóakimssyni húsasmiðameistara sem
hafði ~mikið umleikis á þessum árum
þar. Meistarabréf fékk hann einnig
siðar.
A Siglufirði kynntist Guðmundur
þriðju konu sinni, Guðlaugu Stefáns-
dóttur frá Sigriöarstöðum i Flókadal i
Vestur Fljóturn. Er hún af góðu fólki
komin þar, vel gerð og góð kona, en
hefur lengi verið heilsutæp. Þau hjónin
eignuðust 6 börn, þau rnisstu son, árs
gamlan sem Helgi hét, hin börnin
fimm komust öll'til fullorðinsára og
eru þessi; Sigurlaug gift Guðmundi
Frimannssyni húsasmiöameistara,
búsett i Keflavik. Þau eiga 6 börn.
Hjalti húsasmiðameistari, giftur Erlu
Andrésdóttur, þau eiga 4 börn. Kristin
gift Siguröi Ingvarssyni rafvirkja-
meistara, búsett i Garöinum, þau eiga
3 börn. Svandis gift Helga Gamaliels-
syni stýrimanni, þau eiga 2 börn, og
eru búsett i Grindavik. Kolbrún gift
Halldóri Lárussyni ökukennara,
búsett i Reykjavik, þau eiga 7 börn.
Aður en Guðmundur kvæntist átti
hann dóttur með Mariu Asgrimsdóttur
frá Dæli i Vestur Fljótum, Huldu sem
gift er Páli Jónssyni ættuðum frá
14
Stóruvöllum i Bárðardal i Þingeyjar-
sýslu. Þau eiga 3 börn. öll eru börn
Guðmundar mikið myndarfólk og að
minu mati gott fólk sem engan skugga
ber á.
Guðmundur bjó á Siglufirði i 22 ár,
flutti þaðan 1953 til Keflavíkur.
Astæðan til þess, að þau hjónin fluttu
burtu var einfaldlega sú að þar
skapaðist ákaflega mikið atvinnuleysi
þegar silfur hafsins hætti að láta sjá
sig þar, og bitnaði atvinnuleysið fyrst
á trésmiðum, þvi á sumrin höfðu
trésmiðir verið við beykisstörf, sem
öllu var lokið. Stuttu áður en þau hjón-
in fluttu frá Siglufirði hafði Guð-
mundur byggt þar tveggja hæða
steinhús og lokið viö að innrétta efri
hæöina. Var það 100 ferm. Höfðu þau
búið i þvi aðeins skamman tima þegar
þau fluttu, og urðu þá að yfirgefa þaö,
þvi ekki var um það að tala að hægt
væri að selja fyrir nokkurt verð.
Fyrsta árið sem Guðmundur var i
Keflavik, vann hann hjá Þórarni
Ólafssyni húsasmiðameistara þar, en
eftir það vann hann lengst af sjáíf-
stætt, og stóð fyrir byggingu á mörg-
um húsum i Keflavik á meðan hann
starfaði þar, og þar á meðal tókst hon-
um að byggja ibúð fyrir sina f jölskyldu
þar. Byggðu þeir feðgarnir sarnan
ibúð, Hjalti sonur hans og hann. Eign-
uðust þau hjónin þvi aftur gott heimili
i Keflavik og leið þar vel. Þar er gott
fólk, og gott var að kynnast þvi.
Svo varð Guðmundur fyrir þvi með
árunum að hann fór að finna fyrir
sjóndepru sem að leiddi til þess, að
hann tapaði alveg sjóninni. Fluttí hann
þá á Elliheimilið Grund i Reykjavik og
var kona hans þar einnig með honum
og gat verið honum bæði styrkur og
hjálp sem hann þurfti virkilega með.
Það var lika vel þakkað af þeim sem
þar áttu hlut að máli. Af þeirri reynslu
sem Guðmundur varö fyrir hygg ég að
þessi reynsla hans að tapa sjóninni
hafi orðið honum þyngst þó að hann
talaði ekki um það, þvi maðurinn var
fámáll og þá einkum um sina hagi.
Sannkallað prúðrnenni og góðrnenni.
Guðmundur vann ekki mikið að
félagsmalum, til þess hafði hann ekki
tima, þó hann fylgdist vel með hinum
almennu málum. Hann var
trarnsóknarrnaður alla tið og vildi
gengi Framsóknarflokksins sem allra
mest. Guðmundur var vei á sig kom-
inn, bæði i andliti og vöxt hafði hann
góðan. Þrek hafði hann mikið, var á
yngri árum með hraustari mönnum.
Það var alltaf kært og náið samband á
milli okkar bræðranna og nú er Guð-
mundur allur, og færi ég honum þakkir
fyrir allt, og bið honum blessunar
Guðs á landi lifenda.
Kristinn Gunnlaugsson.
Sumarið 1958 bar fundum okkar Guð-
mundar fyrst saman. Ég var þá ný-
fluttur til Keflavikur og var að leita
mér að byggingameistara, sem gæti
tekið mig i nám i trésmiði. Mér leið
strax vel i návist hans. Það talaðist
svo til, að ég hæfi nám skömmu siöar.
Ég var næstu 4 ár hjá honum og tók
sveinspróf 1962. Allan timann, sem ég
var við nám hjá honum, sagði hann
aldrei styggðaryrði við mig þótt að
sjálfsögðu væri æði oft ástæða til. Sýn-
ir það og sannar hvern mann hann
hafði að geyma. Hann var mikið ljúf-
menni og hafði einstakt jafnaðargeð,
fátt gat haggað honum eftir þau miklu
áföll, sem hann hafði orðið fyrir i lif-
inu. Eða eins og skáldið segir „Brotn-
ar aldrei, bognar i bylnum stóra sein-
ast.”
Hann var vinsæll i sinu starfi enda
hafði hann ætið nóg að gera. Hans tak-
mark var að byggja traust og varan-
leg hús fyrir sem fæstar krónur, svo
ungu hjónin gætu sem fyrst flutt i sitt
framtiðarheimili. Hann hafði gaman
af að taka á móti gestum enda var
heimili þeirra Guðlaugar rómað fyrir
gestrisni. Var hann þá ætið hrókur alls
fagnaðar. Hann var áhugamaður um
hesta, eins og sönnum Skagfirðingi ber
að vera og var frumkvöðull aö stofnun
hestamannafélags á Siglufirði er hann
bjó þar.
Á árunum 1967-68 missti hann alveg
sjónina eftir miklar aðgerðir á augun-
um. Var þetta þungt áfall þvi heilsan
var að öðru leyti góð. Nú gat hann ekki
lengur tekið sér bók i hönd, sem hann
hafði annars gaman af, enda var hann
vel lesinn og viða heima. „Það er ekki
til það böl, sem granda mun góðum
manni hvorki þessa heims né annars.”
Þetta eru stórtæk orð og sú spurning
læðist að manni hvort ekki séu nein
takmörk fyrir þvi hvað hægt sé að
leggja á einn mann. Ýmsir menn hafa
haldið þvi fram að ekki sé til önnur
varanleg lækning, en sú sem á rætur
að rekja til einlægrar trúar, þessi trú
birtist ekki alltaf i orðum, hún er stór-
brotnust þegar hún kemur fram i lifi
manna. Eða eins og Einar Benedikts-
son kemst að orði i einum af perlum
sinum.
„Er nokkuð svo helsnautt i heimsins
rann
sem hjartað, er aldrei bergmál fann
og nokkuð svo sælt sem tvær sálir
á jörð,
samhljóma i böli og nauðum.”
Ég er þakklátur forsjóninni fyrir að
hafa átt þess kost að njóta handleiöslu
hans, þvi hann var sannur mann-
ræktarmaður.
Blessuð sé minning hans.
Páll Þ. Jónsson frá Þórunnarseli
islendingaþættir