Íslendingaþættir Tímans - 06.03.1976, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 06.03.1976, Blaðsíða 16
100 ára Sigríður Jóhannsdóttir Brandson Þaö munu ekki ýkja margir Islend- ingar ná 100 ára aldri og þó fer þeim nil sjálfsagt fjölgandi, eftir þvi sem lifs- skilyröin batna og þægindin aukast. Nú i janúar sl. varö elzti ibúi Hvammstanga, frænka min Sigriöur Jóhannsdóttir Brandson 100 ára, en hún er fædd á Bjargshóli i Miöfiröi 21. janúar 1876. Foreldrar hennar voru hjónin Maria Gunnarsdóttir og Jóhann Jónsson. Nánar um ættir Sigriðar: Gunnar faöir Mariu móöur Sigriöar var Bjarnason, bónda á Neðri-Fitjum i Viöidal, Bjarnasonar, er siöast bjó á Svölustöðum i sömu sveit. Móöir Mariu Gunnarsdóttur var ölöf Guömundsdóttir Arnasonar. — Faöir Jóhanns var Jón Guöbrandsson bóndi á Svertingsstöðum I Miöfriöi, en móöir Jóhanns var Sigriöur Bjarnadóttir frá Bjargi i Miöfiröi, Bjarnasonar prests á Mælifelli. Sigriöur ólst upp hjá foreldrum sin- um til 8 ára aldurs, en þá varö Jóhann faöir hennar úti á Hrútafjarðarhálsi, — á heimleið úr kaupstaöarferð til Boröeyrar. Slikir sorgaratburöir voru ekki óalgengir I þá daga. Ævi einyrkj- ans, sem átti allt sitt undir veðrum og vindum, var enginn rósadans, heldur óvægin barátta viö hamslaus dulmögn náttúrunnar, sem harla oft skóp hon- um „meinleg örlög” og jafnvel aldur- tila, eins og þarna geröist á Hrúta- fjaröarhálsi. En Islendingum var seiglan i blóð runnin og harma sina og mótlæti báru þeir innan klæöa. Svo var um ekkju Jóhanns, Mariu Gunnars- dóttur, hún lét hvergi bugast, en hélt búskapnum æðrulaus áfram I Torfu- staöahúsum, meö tveim ungum dætr- um sinum, þeim ölöfu, móöur minni og Sigriöi, en þær voru hálfsystur. Ariö 1892 fluttust þær að Stóruhliö i Viöidal og bjó Maria þar meö dætrum slnum, þar til þær uxu úr grasi og fóru sjálfaraö búa. Sigrfður giftist Halldóri Jónssyni, ættuöum úr Borgarfiröi og ráku þau fyrst n.k. félagsbú meö Mariu, en tóku siöar, áriö 1899 aö fullu við búsforráöum i Stóruhlið. Herma kunnugir, aö allan sinn búskap hafi Maria talizt vel bjargálna, enda frá- 16 bær dugnaðarkona, hagsýn og á alla lund vel gerð. Ari siðar, sjálft aldamótaárið fluttist fjölskyldan að Hrisum i sömu sveit, en þar andaðist Halldór 4. janúar 1902, aðeins 29 ára gamall. Höfðu þau hjónin þá eignast 6 börn, 4 dóu nýfædd, en 2 drengir komust á legg: Gunnar Agúst, smiöur, nú um langt skciö búsettur á Akranesi og Guðmann Sigurður, sem lengi gegndi pakkhússtörfum hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga. t ekkjustandi Sigriöar, dvaldist á heimili hennar annar borgfirzkur maöur, Halldór ölafsson. Með honum eignaðist hún son sinn, Eövald. Nokkru siðar giftist Sigriður seinni manni sinum, Guðbrandi Guðbrands- syni, ættuöum úr Strandasýslu. Flutt- ust þau 1913 vestur um haf með börn sin og settust að i Alberta, en fyrri börn Sigriðar, drengirnir 3, sem aö framan er getið, ólust upp á tslandi. Börn þeirra Guðbrandar voru: Marinó Halldór Sigurjón, Jóhann Guðbrandur, Sólveig Jenný Sigurrós og Lárus Guðni, öll búsett i Albertafylki. Ekki sóttu þau hjónin auölegð til Vesturheims, en bjuggu þar við litil efni meöan börnin ólust upp . Þegar þau voru komin til manns og farin að sjá um sig sjálf, brugðu þau Sigriður og Guöbrandur búi. Hún fluttist alfarin til tslands, á vit sona sinna hér og ann- ars frændliðs, en Guöbrandur varð eft- ir i Ameriku og dvaldist lengst af hjá dóttur þeirra. Hann er nú dáinn fyrir mörgum árum. Sigriöur mun hafa komið heim 1937. Eftir heimkomuna vann hún mikiö við prjónaskap, enda hög til handanna og þvi eftirsótt prjónakona. Dvaldist hún þess á milli hjá sonum sinum og frændfólki, en siðari árin, eftir að vinnuþrekið þvarr til muna, var hún lengst af i Stöpum, hjá syni sinum, Eö- vald Halldórssyni bónda þar og konu hans Sesiliu Guðmundsdóttur, þar sem vel var að henni hlúð. Þann 16. mai 1970 fékk hún snert af heilablæðingu og var þá flutt á sjúkra- húsiö á Hvammstanga. Náði hún sér nokkurn veginn eftir þaö, en sakir ald- urs og ellihrumleika, vistaðist hún þá á elliheimilinu, sem er i sjúkrahús- byggingunni, og hefir dvalizt þar siðan við góða hjúkrun og aðra umönnun. Já, það lifa fremur fáir hér á landi i 100 ár — heila öld, en hún Sigriður Brandson er ein i þeirra hópi. Mun hennarlétta og glaða lund og meðfædd likamshreysti eiga drýgstan þátt I þessumikla úthaldi. Hún hefir alla tið veriö vinnugefin og nægjusöm. Fróð- leiksfús var hún og félagslynd. Þegar hún bjó i Alberta, var hún nábúi Step- hans G. S.l. vetur kom út bók með bréf- um til skáldsins frá vinum þess og að- dáendum. Eitt þessara bréfa er frá Sigriði, skrifað með hennar eigin hendi og ber þess ljósan vott, að hún hefir kunnaö að halda á penna, þrátt fyrir allt basliö og átt furðu létt með að móta hugsanir si'nar og koma þeim til skila, jafnt viö háa sem lága. A þessum timamótum sendum við hjónin hinu aldargamla afmælisbarni okkar beztu kveðjur og heillaóskir. Megi sú glaðværð og hlýhugur, sem allir hafa notið i návist Sigriðar frænku minnar, núeinnig ná að lýsa og verma ævikvöld hennar og gera það rósamt og fagurt. Hallgrimur Th. Björnsson

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.