Íslendingaþættir Tímans - 06.03.1976, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 06.03.1976, Blaðsíða 3
VI. Kristján ólason var eins og margir næmgeöja menn og skopskynsrikir fremur óframfærinn og hlédrægur. Þeir menn gagnrýna sjálfa sig og van- meta löngum um of. Vitanlega er sú sjálfsrýni undirstaða umvöndunar við sjálfan sig, — hæfileiki til að aga sig og gera mann úr sér. Hún má bara ekki vera svo hörð, að hún verði lamandi byrði. 6g er viss um að sjálfsgagnrýni Kristjáns var svo vægðarlaus, að hún drö úr þvi, að hann fullnýtti sinar miklu gáfur. Þær guðs gjafir urou hon- um að nokkru leyti ónotuð innstæða, — þvi miður. Hins vegar var hann um leiðsaklaus af þvi, sem ýmsa hendir, að flana fram úr hæfileikum sinum, eða gefa út á hæfileika sina óinn- leysanlegar ávisanir og valda með þvi óreiðu og mistökum i samfélaginu. Húsavik á Kristjáni Ólasyni mikið ogmargtað þakka fyrir þann þriðjung aldar, sem hann dvaldist þar og starf- aði. Hann tók mikinn þátt i félagssam- tökum Húsvikinga. Hann var mjög virkur leikari. Leik- félag Húsavikur hefur löngum verið athafnasamur félagsskapur. bar hafa komið fram fyrr og siðar margir ágæt- ir leikarar. Kristján Ólason var afarsnjall skap- gerðarleikari. Þegar hahn lék, gekk hann fram algerlega á ábyrgð þeirrar persónu, sem hann túlkaði. Gleymdi sjálfum sér og hlédrægninni, gaf sig allan á vald listsköpunarinnar, eins og fullkomin endurfæðing i aðra persónu ætti sér stað. 1 þessu sambandi dettur mér i hug kenning Eliots á þá leið, að persónu- sköpun i skáldverki eða leikstarfi sé höfundum og leikurum mikilsverð hvild frá þvi að vera þeir sjálfir. Og þvi þurfnari fyrir þessa hvild séu þeir þvi sérstæðari persónur sem þeir séu sjálfirog hafi meira til brunns að bera. Kristján lék Skrifta-Hans i leikritinu Ævintýri á gönguför eftir Hostrup svo vel að aðdáun vakti. Ég hef nokkra menn séð á leiksviðum i hlutverki Skrifta-Hansar, en engan sem nálgast að standast samanburð við Kristján. Þuð fer enn hrifningarhrollur um bak mér, þegar ég minnist þessa leiks hans. 1 Skugga-Svemi lék Kristján Ólason Ketil skræk svo ógleymanlegt varð áhorfendum. Ég hef oft séð Ketil leik- mn, og það af landsfrægum leikurum, en aldrei af eins eðlilegri innlifun og Kristján lék hann. Mörg voru þau hlutverk, sem Kristján lék hjá Leikfél. Hv. og enn fleiri þö utan þess. Félög á Húsavík höfðu venjulega leiksýningarþætti til islendingaþættir skemmtunar á árshátiðum sinum. Fjáröflunarsamkomur voru einnig oft. Þá var löngum leitað til Kristjáns að leika. Hann var bóngóður og neitaði helztaldrei undir þeim kringumstæð- um. Jafnan tókst honum þannig á leiksviðinu að eftirminnilegt þótti. Oft las hann upp á samkomum valið efni eftir ýmsa höfunda, þvi hann var góður upplesari, — hafði djúpa rödd og sterka, sem hann kunni vel að beita.. Iðulega læðri hann upplestrarefniö utan að, einkum ef það var i bundnu máli. Honum var auðvelt fram á gam- als aldur, að læra utan að og þótti frjálslegri flutningurinn án blaða. Það er óútreiknanlegt, hve mikill ávinningur það er fyrir andlegt lif i sæmilega vökulu samfélagi — eins og á Húsavik er — að hafa sin á meðal skapandi og frumlegan gáfumann eins og Kristján Ólason var. Fyrir mig sem einstakling var það auðvitað gæfa að vera honum samtiða og eiga hann að vini. VII. Rebekka og Kristján eignuðust tvo sonu: Þeir eru: 1. Geir, rithöfundur, fæddur 25. júni 1923 að Héðinsvik á Tjörnesi. Giftur, 27. des. 1975, Sigur- björgu Sigurðardóttur frá Vestmanna- eyjum. Sigurður Þórðarson faðir hennar var verkamaður i V.-eyjum frá Sléttubóli á Brunasandi i Skaftafells- sýslu. Geir og kona hanseiga heima að Sólbergi á Seltjarnarnesi. Hann stundaði i þrjú ár nám við Uppsala háskóla. Aðalnám var: bók- menntir og slavnesk tungumál. Úthefur komið eftir hann: Stofnunin smásögur. Ljóðeftir Pasternak. Ský i buxum, ljóð eftir Majakovski. „Hin græna eik”, safn þýddra ljóða eftir ýmsa höfunda. Hann hefur einnig samið útvarps- lcikrit, sem leikin hafa verið hér heima og erlendis. Þrisvar hefur hann hlotið lista- mannalaun frá rikinu og einu sinni frá útvarpinu. 2. óli Páll, ijósinyndasmiður, fæddur 19. mai 1928, á Húsavik. Giftur 24. okt. 1953 Astu Halldórsdóttur Ólafssonar rafvirkjameistara i Reykjavik. Þau eiga þrjár dætur, — tvær þeirra eru kjördætur. Óli Páll er mjög listfengur ljós- myndasmiður. Hefur árum saman starfað að myndatöku fyrir Þjóðleik- húsið. Eftir að synirnir voru báðir fluttir frá Húsa vik og setztir að i Reykjavík, fóru foreldrarnir að ókyrrast. Kristján var líka farinn að finna allmikið til vanheilsu fyrir brjósti, sem liktist „asma”. Var talið að miklar siga- rettureykingar væru bölvaldurinn. Rebekka átti sömuleiðis við vanheilsu , að striða. Arið 1961 tóku þau hjónin sig upp og fluttust búferlum suður til Reykja- vikur, en seldu ibúðarhús sitt, Brim- nes, á Húsavik. Eftir skamman tima keyptu þau sér litla kjallaraibúð — fremur þægilega — að Mjóuhlið 8 i Reykjavik, áttu þar heima upp frá þvi og þar býr Rebekka nú. Litlu eftir að þau settust þarna að, fékk Öli Páll, sonur þeirra sér ibúð i húsinu nr. 8 við Mjóuhlið. Var þá fjölskyldunábýlinu fullnægt. Ekki hafði Kristján Ólason getað tryggt sér atvinnu i Reykjavik áður en hann fluttist þangað, enda heilsan ekki álitleg. Lagði hann nú að læknisráði alveg niður reykingar og fór strax að létta fyrir brjósti. Þá komst hann fyrir milligöngu vinar sins I samband við ágætismanninn Sæmund Friðriks- son framkv.stjóra Stéttarsambands bænda, sem réði hann á skrifstofu til sin hálfan daginn við reikningshald og innheimtu vegna Bændahallarinnar. Var þetta mjög heppileg tilhögun fyrir Kristján vegna heilsunnar að vinna hálfan daginn. Húsbóndinn, Sæmund- ur, var Kristjáni vel að skapi i viðbúð og umgengni. Kristján vann verk si'n af stakri samvizkusemi og með þvi handbragði á bókfærslu, sem dáðst var að. Þetta kunni Sæmundur Frið- riksson vel að meta. Mörg ný „morgunvisan” frá Kristjáni varð þar hugvekja, eins og fyrrum fyrir norðan. Ráðningin, sem var upphaflega „til bráðabirgða” stóði rúman áratug, eða meðan heilsa Kristjáns entist. Það, sem fyrst bilaði Kristján við þetta starf, var minnið. Honum lokað- ist minni annað slagið, — og hann tor- tryggði sjálfan sig vegna þessara gleymskukasta. Tortryggði sig jafnvel talsvert meira en ástæða var til, eins og þessi sjálfhæðni staka hans gefur i skyn: Visuna, sem ég gerði i gær, get ég ekki munað. Ég er orðinn elliær eins og mig hafði grunað. VIII. Kristján Ólason orti mikið. Honum var skáldiðjan hugsvölun. Fremur sjaldanorti hann löng kvæði. Þó eru til eftirhannslík kvæði, og önnur, sem ég man að ég heyrði, eru týnd. öll voru kvæði hans vel gerð, hvert orð þeirra hnitmiðað af rökvisi og tilfinningu. En mest gerði hann að þvi að yrkja fer- hent og i stökum. Þar var form, sem 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.