Íslendingaþættir Tímans - 20.03.1976, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 20.03.1976, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞJETTIR Laugardagur 20. marz 1976 —11. tbl. 9. árg. No. 245 TIMANS Ölver Guðmundsson útgerðarmaður, Neskaupstað Minn ástkæri bróðir andaðist 11. febrúar siðastliðinn. Með honum er horfinn einn duglegasti og athafna- samasti og elskulegasti maður i Nes- kaupsttó. ölver fæddist 6. april 1900 i Vaðlavik, en þaðan fluttust foreldrar okkar til Neskaupstaðar vegna heilsu- leysis föður okkar, en hann einn var tótinn fara til vandalausra, til As- mundar á Bjargi, er var yfirvald Helgustaðarhrepps, en hann er nú látinn. Hjá honum ólst hann upp við ýmis störf, sérstaklega sjóróðra, þó barn væri að aldri. En hugurinn hneigðist brátt að sjónum. Oft hefur mér dottið i hug að litlum einmana dreng hafi ekki alltaf liðið nógu vel til að gleðjast yfir lifinu þó fólkið væri gott. En hann ýfirvann allt, og er hann kom sem ungur maður heim var það hans fyrsta verk að kaupa trillubát ásamt tveimur félögum sinum. Hartn var stprhuga og hagsýnn með óbilandi viljaþrek og þrautseigju. Hann brauzt i að kaupa litið einbýlishús er nefndist Freyja. - Har bjó hann foreldrum okkar öruggt skjól til þeirra hinztu stundar. Þau voru Sólveig Benjaminsdóttir og Guð- mundur Magnússon. Oft hefur mér fundizt það kaldhæðni örlaganna að einmitthannskyldi verða þeim stoð og hjálp i ellinni. Eftir að fjölskyldan flutti i litla húsið var hann svo lánsamur að kvænast ýndislegri konu, Matthildi Jónsdóttur frá Mjóafirði. Hún var honum svo samhent i einu og öllu, að ástúðlegra hjónaband hef ég ekki séð. Þessi ungu þfóttmiklu hjón eignuðust hvert barniðaf öðru svo heimilið varð þungt. En bátarnir smá stækkuðu og má n®rri geta að oftgaf á bátinn og þvi við mikla örðugleika að etja. Hann var fiamsóknarmaður, ég vil segja i tvennum skilningi, sótti fram og yfir- vann allt með þrautseigju. Akaflega gestkvæmt var á heimilinu þar sem foreldrarokkar áttu þar samastað. Ég sem þetta rita lenti ásamt eiginmanni mfnum i atvinnuleysi vegna verzl- unarmissis i Vestmannaeyjum. Þá var leitað til hans og eins og ævinlega var hans hjálparhönd og hans elskulegu konu framrétt okkur til aðstoðar. Hann hjálpaði mörgu af sinu fólki ef i nauðir rak. Það fáum við né getum aldrei fullþakkað. Hjá þeim hjónum heyrðist aldrei neitt æðruorð þó fleiri munnar bættustvið matborðið. Þegar börnin voru orðin 11 keypti hann stórt og vandað hús, Þórsmörk, af Páli sál. Þormar. Varð þá rýmra um svo stóra fjölskyldu. Nú eru börnin uppkomin, hvert öðru mannvænlegra. Einn af hans bátum er mér minnisstæðastur enþað er Þráinn N.K* 70, er fórst við Vestmannaeyjar, mikil happafleyta og mikil eftirsjá að. Sem betur fór var hans stærsti og siðasti bátur kominn, Magnús NK. 72, sem sonur hans Jón er skipstjóri á. Það gefur auga leið, að það þurfti þrek og þor að standa i þessu öllu, sér- staklega dáist ég að minum elskulega bróður fyrir að byrja með tvær hendur tómar og ekki sizt fyrir heiðarleika hans i öllum viðskiptum. Þar mátti hann ekki vamm sitt vita i neinu. Hann var mörgum góðum gáfum gæddur, sem margir óskyldir geta borið um. Söngrödd hafði hann góða sem fáir vissu um nema við systur hans og beztu vinir, svo sem Þórarinn sál. Jónsson tónskáld, er var bróðir hans elskulegu konu og Helgi sál. Pálsson tónskáld, en þeir voru miklir mátar. Þetta eru fátækleg orð en ég á honum svo margt að þakka, alla hans hjálp fyrr og nú til siðustu stundar. Minning mins hjartkæra bróður mun lifa i hug og hjarta minu til hinztu stundar. Far þú i friði. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Blessuö sé minning hans. Ég bið guð að styrkja elskulegu konuna hans og börnin þeirra. Ég votta þeim samúð mina. Steinunn Guðmundsdóttir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.