Íslendingaþættir Tímans - 20.03.1976, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 20.03.1976, Blaðsíða 15
velja.” Og þannig hygg ég að fleiri hafi hugsað ef marka má þann geðblæ sem mér virtist þarna rikjandi. Molar þeir sem hér hafa verið til tindir snerta næstum einvörðungu þetta eina ár sem Eylandshjónin dvöldustað Otskálum, en þá er lika ó- sagt Irá stórmerku ævistarfi þessa ágæta kirkjuhöfðingja i Vesturheimi. Þar liggur mikið manndómsstarf að baki, þar sem ég þykist vita að aðrir muni um íjalla nú á þessum timamót- um. Þykir mér trúlegt, að þar verði m.a. rætt um féiagsmál hans og ágæt ritstörf, getið um gjafir hans til isl. stofnana, t.d. Hvammstangakirkju og Reykjaskóla i Hrútafirði, en þangað hefur hann nýverið gefið allt bókasafn sitt, mikið að vöxtum og gæðum. Um það leyti sem sr. Valdimar dvaldist að Útskálum, var hann fyrir margháttuð menningarstörf sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar af fyrsta forseta íslands, Sveini Björnssyni en nokkrum árum siðar var hann gerður að heiðursdoktor i guðfræði við United College i Winnipeg, m.a. vegna gagn- merkra ritstarfa að kirkjulegum mál- efnum. í beinu framhaldi hér af og i tilefni hundrað ára búsetu tslendinga i Vest- urheimi nú á nýliðnu ári bauð guð- fræðideild háskóla tslands dr. Valdi- mar heim, til erindaflutnings við há- skólann um kirkju og menningarlif ts- lendinga i Vesturheimi. Þann þriggja vikna tima sem þessi erindaflutningur stóð, bjó Valdimar i minu húsi og gafst okkur þá dýrmætt tækifæri til að rifja upp og endurnýja gömul kynni. f lok þessa afmælisspjalls vil ég geta þess að er þau Eylandshjónin yfirgáfu Suðurnesin og héldu vestur um haf, var þeim sýndur margháttaður sómi, eins og þau höfðu til unnið með elsku- legri framkomu sinni. Erum við hjónin meöal þeirra mörgu sem muna vel „Eylandsárið að Útskálum”. En svo hefur þessi sérstæði og bráðfleygi dvalartimi þeirra prestshjónanna oft verið nefndur og jafnvel verið notaður sem viðmiðun á timatali suður þar. Nú sendi ég minum ágæta vini, Valdimar, og Lilju konu hans innilegar þakkir okkar hjónanna fyrir vináttu þeirra og tryggð, um leið og við færum þeim hamingjuóskir og biðjum þeim blessunar um ókomin æviár. llallgrimur Th. Björnsson. Með þvi að lyrsti eiginlegi iiopur is- lenzkra landnema tók sér bóllestu i Vesturheimi 1 B7t>. var siðastliðiö ár hátiðlega haldin hundrað ára minning landnáms Islendinga þar. Margir neyddust lil að ylirgefa tsland i alls- leysi og haröa’ri á siðustu öld, en tslendingaþættir Kanada bauð upp á frumbýlingskjör, kannski allt að þvi lifvænleg á þeirra tima mælikvanöa, ef unnið væri hörð- um höndum „árog eindaga”. En hvort sem kynnu að biða bliðari eða striðari kjör handan hafsins, voru ærið margir ráðnir i þvi að reisa hin nýju heimili sin á sömu hornsteinum og i landi feðr- anna, og tóku þvi með sér Heilaga Ritningu, predikanasafn Jóns Vida- lins og Passiusálma Hallgrims. ts- lendingar og kristnir vildu þeir áfram vera. Eg hef stundum i kennslu rifjað upp þessa staðreynd þegar rætt var um israelsmenn herleidda i austurátt forðum daga, að bæði þessi þjóðarbrot voru sér þess meðvitandi, að Guð var með þeim i nýja landinu eins og heima á ættjörðinni, og að þessi áraun af fjarvist frá ættlandinu hafði hreins- andi áhrif á trúna. Margt mun styðja þá staðhæfingu, aö þjóðbræður og þjóðsystur okkar þar vestra hafi verið geymnari á grundvallarverðmæti kristinnar menningar en við hér heima i umróti timanna. Þeir góöu kenni- menn, sem hafa varið ævinni til að styrkja landa sina til að ávaxta þenn- an verðmætasta menningararf, hafa unnið hið þjóðnýtasta starf fyrir eldri og yngri. Sama sumarið og minnzt var land- náms islenzka þjóðarhlutans i heila öld vestra, minntust lútherskir söfnuð- ir með veglegu samsæti hálfrar aldar prestsstarfs séra Valdimars Eylands, sins ágæta og vökula kirkjuhöfðingja vestan hafs.að ógleymdri hinni ágætu konu hans, frú Lilju. sem er islenzk að ætt og hefúr vissulega átt sinn þátt i velgengni manns sins og gæfu sem fulltrúa islenzka þjóðarhlutans vestra. Svo segir séra Valdimar sjálfur frá i bók sinni „Arfur og ævintýr ', að þegar á barnsaldri heima i Lauiasi i Viðidal i Húnaþingi hafi hann hugsað sér að verða prestur og aldrei hvikað frá þeim ásetningi. Námfýsin og viljafest- an hjá honum var rammislenzkur arf- ur og óbilugur. Eftir nám i héraðsskól- anum á Hvammstanga á fyrri striðs- árum og gagnfræðaprófi utanskóla á Akureyri leitaði hann til Reykjavikur um áframhaldandi nám, en reyndist slitrótt, þvi að hann varð að verja það iniklum tima til aö vinna lyrir sér jafnlramt. Kveðst hann þá hafa gripið til hins margreynda örþrifaráðs hinna snauðu. að fara til Ameriku. Til Winni- peg kom hann i ársbyrjun 1922. Engan þekkti hann þar, en þáði gistingu fyrstu nóttina hjá einum ferðafélaga sinnu Ifratt tók hinn ungi landnámsmaður til við bóknámið, „hertur við þúsund þrautir” eins og svo margir, sem frá tslandi komu. Hann brautskráðist frá Coneordia College, Moorhead, Minne- sota, og frá Luther Theoiogical Seminary i St. Paul. Vigslu tók hann 21. júni 1925. Doktor i guðfræði er hann frá United College (Nú Winnipeg há- skóli). Forseti hins evangelisk-lútherska kirkjufélags íslendinga i Vesturheimi var hann 1953—56 og 1959—63. Forseti Þjóðræknisfélags tslendinga í Vestur- heimi i mörg ár. Siðan heiðursfélagi þess sama félags. Ritstjóri Samein- ingarinnar i mörg ár, til ársins 1962. Frú Lilja er fædd 27. september 1901 i Upham i N. Dakota, og ólst þar upp. Menntaskólanámi lauk hún frá High School i Bottineau, ogkennaraprófi frá Kennaraskóla i N. Dakota. Fjögur eru börn þeirra hjóna, mannvænleg, greind og námfús: Sigrún Dolorés, Elene Helga, Lilia Maria og Jon Valdi- mar. Barnabörnin eru þegar orðin tólf. Siðastliðið haustflutti dr. Valdimar i boði Háskóla tslands röð af erindum um kirkjulif meðal íslendinga vestra, fyrir guðfræðideildarmenn og aðra, mjög fróðleg og áhugaverð. Ég lagði kapp á að geta hlýtt á þau öll. Margt i straumum og stefnum trúarlifs og guöfræði opnaðist nú betur en áður fyrir stúdentunum og öðrum. Sumum kom mjög á óvart hið Irábæra vald hansá islenzku máli, einsog það gerist bezt meðal okkar heima. Þessi erindi koma vonandi bráðlega fram i prent- uðum búningi til þess að verða þannig þjoðareign. Sömu aðdáunar á rammislenzkri málsnilld dr. Valdimars varð ég var meðal áheyrenda að aðalræðu hans á 1100 ara minningarhátið Húnvetninga um landnám tslands 1974 — gagnorður og skorinorður, kann manna bezt að láta glampa af fyndni öðru hvoru mitt i alvörunni. setningar myndrænar og Ijósar i bezta lagi. Enda er maðurinn þaulþjálfaður við rammislenzkar bokmennlir, sem hann helur aflaö sér og lesið oft langt fram eftir nóttu eftir annasaman dag. Þetta bokasafn sitt hefur hann nú gefið Reykjaskóla i Hrútafirði. og munu 15 af 24 kössum þegar komnir þangað, en hinir vænt- anlcgir innan skamms. og verður bók- unum komið fyrir i þar til ætluðu hús- næöi. A þennan frábæra hátt heiðrar séra Valdimar bernskusföðvar sinar og ættarslóðir. En skolasvæðinu við Húnaflóa er lika sannur heiður að þiggja svo verðmæta og virðulega gjöf frá einum af sinum nýtustu sonum.' Hér skulu að lokum þeim prests- hjónum og börnum þeirra og barna- börnum. færðar innilegustu blessunar- oskir. Sera Valdimar er ennþá þjón- andi prestur, nu.við Lutheran Sunset Home, Grafton i Norður-Dakota. 8. marz 1976. Ilelgi Tryggvason (kennari) 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.